Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Síða 8
Slys
Dánartíðni
Meðal annars í kjölfar mikilla forvamaaðgerða, þ.e. árlegra slysavamaþinga Landlæknis-
embættisins frá 1983, starfa lögreglu, Umferðarráðs, Slysavamafélags íslands og síðan
Slysavarnaráðs íslands og fjölmargra annarra aðila, auk stjómvaldsaðgerða (laga- og
reglugerðabreytinga) hefur dauðaslysum í heild fœkkað um helming frá 1970 og erum við nú
lægst á Norðurlöndum en vorum hæst. 2
Dauðaslysum bama og unglinga hefur fækkað um 45%, þó emm við enn hæstir miðað við
Norðurlöndin. Ömggt má telja að mikill spamaður í heilbrigðisþjónustu hefur hlotist af þessum
aðgerðum og lftill tilkostnaður.3
Mynd 1:
Dánartíðni vegna afleiöinga slysa á Noröurlöndum
Miðað við100.000 íbúa
70
60
50
40
30
20
10
0
LancHæknisembættið, 1992
Landsskráning
Landsskráning slysa nær nú til höfuðborgarsvæðisins (Slysadeild Borgarspítalans) og 16
heilsugæslusvæða annars staðar á landinu, þ.e. Akraness, Borgamess, Búðardals, Sauðárkróks,
Dalvíkur, Akureyrar, Ólafsfjarðar, Húsavíkur, Bolungarvíkur, Egilsstaða, Þórshafnar,
Kirkjubæjarklausturs og Fáskrúðsfjarðar og fleiri bætast í hópinn á hverju ári. Þetta er mun
víðtækari skráning en gerist í nágrannalöndunum og nær til 71% íbúa landsins. ^4-5
i
6
É