Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Page 9
Mynd 2:
Slys á íslandi 1989
Heildartíöni 198 á 1000 íbúa
Annað 42%
83
Vinna 11%
Iþróttir 9%
18.1
Umferð 6%
11.6
Skóli 6%
12.1
Áhrif bílbeltanotkunar
Landlæknisembættið beitti sér fyrir því, ásamt Umferðarráði, að sett voru lög um notkun
bflbelta. Þessi einfalda aðgerð hefur skilað miklum árangri. 611
• Alvarleg mænu- og heilasköddun einstaklings hefur í för með sér að meðaltali 7-9 mánaða
sjúkrahúslegu og ævilanga örorku. Varlega áædað er kostnaður 15-20 milljónir á
einstakling vegna sjúkrahjálpar og framleiðslutaps. Meðal þeirra er nota bflbelti hefur
þessum slysum fækkað um 50-60%.
• Alvarlegum andlitsslysum fækkaði um 70% og augnslys vegna framrúðubrots hafa horfíð
með lögum um skyldunotkun bflbelta.
• Framhandleggs-, herðablaða-, og viðbeinsbrotum hefur fækkað um 60-80%.
• Fjöláverkum hefur fækkað um 50%.
Hálshnykksáverkar
Hálshnykksáverkum fjölgaði gífurlega eftir 1987, trúlega aðallega vegna breytinga á reglum
um örorkubætur.12 Bótakröfur á hendur vátryggingafélögum vegna hálsmeiðsla skipta
hundruðum og árlegur tjónakostnaður félagsmanna vegna slíkra áverka nálgast milijarð króna.
Matsgerðum hjá Tryggingastofnun ríkisins fjölgaði um tæp 250% milli áranna 1987 og 1990.
Háar tjónabætur og mikil örorka er þó ekki í hlutfalli við meiðslin sem í allflestum tilfellum
eru frekar væg, þar sem aðeins 0,5% slasaðra þarfnast innlagnar á sjúkrahús. Ákvörðunin um
breytingar á reglum frá 1987, en þá voru bótagreiðslur miðaðar við 10% örorku í stað 15%
áður, virðist því hafa verið vanhugsuð og ekki byggð á læknisfræðilegum rökum - en dýr var
hún!
Tryggingastofnun ríkisins og tryggingafélögum hefur verið bent á þetta misræmi.
7