Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Page 17
Lifrarbólgubólusetning (Hepatitis B)
I samráði við Farsóttanefnd ríkisins hefur landlæknir ráðlagt 28'29 að eftirtaldir aðilar fái
bólusetningu sér að kostnaðarlausu: Nýfædd böm mæðra sem hafa virkan HB við fæðingu og
nánustu aðstandendur HB sjúkra. Allar þungaðar konur verði skimaðar. Sjúklingar með
dreyrasýki. Sjúklingar er þurfa blóðskilunar við. Heilbrigðisstarfsfólk er verður fyrir
stunguslysi. Heilbrigðisstarfsfólk á skurðdeildum og slysadeildum. Sjúkraflutningamenn.
Starfsfólk í þvottahúsum sjúkrahúsa.
Mynd 15:
HepatitiS A, B, NANB
Skráð tilfelli á 1000 íbúa
1971-1975 1976-1980 1981-1985 1986-1990
Alnæmi og aörir kynsjúkdómar
Heildartíðni (cumulativ) eyðni á íslandi er um 8,5/100.000. í Suður Evrópu 36/100.000. í
mörgum stórborgum Bandaríkjanna 50-530/100.000 en heildartíðnin í Bandaríkjunum er
77/100.000. Útbreiðsla eyðni virðist vera mun hægari á Islandi og í flestum Norðurlöndunum
en t.d. í Suður-Evrópu, Bandaríkjunum og Afríku. Trúlega má rekja hæga útbreiðslu veikinnar
til þess að öflugri fræðslu er haldið uppi (viðauki I). Varðandi nýgengi sjúkdómsins var ísland
9.-10. í röðinni í Evrópu fyrir 4-5 árum en er nú 17.-18. í röðinni (sjá viðauka I).30 Að áliti
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er talið að fjöldi óþekktra eyðnismitaðra sé alltaf tíföld,
sem þýðir að á íslandi séu um 200 smitaðir en t.d. í Bandaríkjunum um 2 milljónir. í Mið- og
Vestur- Afríku er tíðnin víða mjög há en heildartölur eru ekki tiltækar.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að sinna fræðslu um eyðni og aðra kynsjúkdóma í efstu
bekkjum skyldunáms allt frá árinu 1985.31 Reglulega eru gefnir út fræðslubæklingar sem
sendir eru í skóla og á heilsugæslustöðvar. Allar heilsugæslustöðvar hafa verið heimsóttar,
flestar tvisvar til þrisvar á tímabilinu og meðal annars rætt um eyðnivarnir. Á vegum
Landlæknisembættisins gerði Sigríður Jakobínudóttir athugun á hvort eyðnifræðsla hafi verið
veitt í skólum landsins sumarið 1991. Svörun í könnuninni var 75,0% þ.e. þrír af hverjum
fjórum þeirra er fengu spumingalista svöruðu (spumingalistar vom sendir til skólastjóra allra
grunnskóla í landinu). Um 90,5% skólastjóra álíta að veita eigi fræðslu í grunnskólum og
15