Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Page 46
Ungir vímuefnaneytendur
Vímuefnaneysla unglinga 8S86
Allt frá 1983 hefur Landlæknisembættið gert regiulegar kannanir á vímuefnaneyslu unglinga
í framhaldsskólum.87 Árið 1992 var slík könnun gerð af prófessor Þórólfi Þórlindssyni og
stuðst að nokkru leyti við spumingar í könnun Landlæknisembættisins.88 Reykingartíðni hefur
lækkað en þó einna síst meðal 18-19 ára stúlkna. Neysla hass virðist vera nokkur en fáir eru
reglulegir notendur. Innlagnir 15-19 ára fólks á SÁA Vog jukust á árunum 1989-91 en ekki
meðal20áraog eldri.
Vímuefnaneysla hefur einnig aukist, aðallega áfengis-, kannabis- og amfetamínneysla.
Neysla amfetamíns hefur náð fótfestu á síðustu árum. Kókaín hefur haldið innreið sína en
stómeytendur em fáir. Mikil aukning var á kæmm vegna fíkniefnabrota meðal 19 ára og yngri
á síðasta ári. Kærur vegna neyslu þessara efna hafa ekki aukist meðal 20 ára og eldri.
Heildartíðni ofbeldisslysa virðist ekki hafa aukist ffá 1974, en hins vegar hefur tíðni innlagna
vegna alvarlegra "áverka frá öðrum" tvöfaldast á síðustu ámm, samkvæmt upplýsingum firá
Slysadeild Borgarspítalans.
Það sem einkennir unga fíkniefnaneytendur er eftirfarandi: 1) Hafa ekki lokið skyldunámi.
2) Hafa ekki starfsréttindi. 3) Gista raðir atvinnulausra. 4) Margir búa við mjög erfiðar
heimilis- og fjölskylduaðstæður, samskiptaerfíðleika, afskiptaleysi og h'tinn stuðning. Margir
búa ekki með báðum kynforeldrum. Öryggisleysi, léleg sjálfsmynd og minnimáttarkennd
einkennir þessa unglinga. Allt að þriðjungur unglinga sem leita meðferðar þjást af miklum
kvíða og þunglyndi og sjálfsmorðshugsunum
Vemlegur hluti unglinga er Ijúka vistun á meðferðarheimilum snúa aftur til síns heima þar
sem þeirra nánustu eiga við vemleg vímuefnavandamál að stríða. Vandamál foreldranna setja
mark sitt á þessa unglinga á unga aldri, rýra öryggi þeirra og sjálfsmynd. Þó að sum heimilanna
búi við erfiðar fjárhagsástæður og stopula vinnu er það ekki ætíð svo. Vandamál þessara
unglinga leysast því ekki nema til komi mjög öflug fjölskyldumeðferð. í vaxandi mæli taka
meðferðarheimili upp starfsþjálfun, nám og enduruppeldi samfara meðferð. f nokkmm
tilfellum hefur náðst nokkur árangur.
í ljós kom að yfir eitt hundrað 15 ára nemendur vom ekki við nám 1990. Enn fremur kom í
ljós að nokkrar fræðsluskrifstofur í landinu sinna ekki sem skyldi skráningu á nemendum sem
flosnað hafa úr skóla og að skólastjórar senda ekki fræðsluskrifstofum upplýsingar um þessa
nemendur. Engin lög virðast beinlíns ná yfir skráningu nemenda. Úrbóta er þörf á skráningu og
upplýsingaskyldu þessara stofnana.
44