Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Side 54

Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Side 54
Atvinnuleysi Heilsufarsleg og félagsleg vandamál er fylgja atvinnuleysi Niðurstöður margra rannsókna sýna að atvinnulausum og þeim sem eiga yfir höfði sér atvinnuleysi er mun hættara við háþrýstingi en þeim er hafa atvinnu. Jafnframt hækkar blóðfita og streituhormón (adrenalin) í blóði og þvagi (noradrenalin). Hækkun á streituhormón hefur fundist í allt að 2 ár eftir að viðkomandi missti vinnu. Svo virðist sem stjómendum, sem standa að fjöldauppsögnum, og oft að nauðsynjalausu séu ekki ljósar þessar afleiðingar. Eftir að fólkið hóf störf á ný lækkaði blóðþrýstingur og magn streituhormóna í blóði. Streitu fylgja ýmsir sjúkdómar og hefur það verið staðfest meðal annars í íslenskum rannsóknum.103-104 Má þar nefna helst: • Hjartasjúkdóma • Háþrýsting/heilablóðfall • Magasár/magabólgur • Vöðva- og bakverki • Þreytu • Svefnleysi • Höfuðverk • Geðtruflanir Á síðastliðnum 15 árum hefur sjálfsmorðum meðal 15-24 ára karla og eldra fólks fjölgað mikið. Aðallega hefur þessa orðið vart á Austfjörðum, Norðurlandi eystra og á Reykjavíkursvæðinu. Hugsanlega er hér um "smitun" að ræða því að ekki hefur borið á atvinnuleysi meðal þessa unga fólks. Á vegum Landlæknisembættisins er unnið að athugun á þessu fyrirbæri (Wilhelm Norðfjörð, Sigmundur Sigfússon). Litlar eða engar breytingar hafa orðið á sjálfsmorðstíðni meðal kvenna.105 Niðurstöður margra kannana leiða í ljós að sjúkrahúsvistunum vegna þunglyndis, kvíða, sjálfsmorðstilrauna og annarra sjúkdóma fjölgar mikið meðal atvinnulausra í samanburði við þá sem hafa vinnu. Orsakasamband hefur þó ekki verið sannað. Brýnt er að læknar vinni sem mest gegn atvinnuleysi. Athyglisvert er að meðal 439 handtekinna vegna fíkniefnamisferlis árið 1989 í Reykjavík reyndust 37% vera atvinnulausir. Að "vinna fyrir" atvinnubótum Sú hugmynd hefur kviknað að atvinnulausir starfi jafnframt sem þeim verði greiddar atvinnuleysisbætur. Ýmsir telja það betri kost en að ríkið greiði þeim fyrir "að gera ekki neitt" Aðrir telja þetta ekki réttláta skipan því að atvinnulausir hafa misst starfið gegn eigin vilja og eiga því rétt á atvinnuleysisbótum án vinnu. Lítum á kosti og lesti þessa fyrirkomulags. Alþekkt er að í kjölfar atvinnuleysis fylgir heilsuleysi og að þeir er fá starf á ný batnar heilsuleysið. Við vitum ekki um hver áhrif þess að "vinna fyrir atvinnubótum" eru. Vinna skapar heilsu, velferð og möguleika á fersku atvinnutækifæri. Að "vinna fyrir atvinnubótum" þýðir að viðkomandi kemst úr þjakandi iðjuleysi og verður þátttakandi í athafnasviði daglegs lífs á ný, svo að heilsan bamar. Andrúmsloft atvinnubóta vinnunnar mun þó umlykja hann og "stimpla". Annað er að hvatinn til nýrra atvinnutækifæra gæti minnkað og eftir standa raðir láglaunamanna er starfa við léleg tryggingaskilyrði og réttindi. 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.