Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Page 56
Sjálfsvíg
Fyrirbyggjandi aögeröir
í samvinnu við geðdeild FSA (Sigmundur Sigfússon yfirlæknir), héraðslækninn á
Austfjörðum (Stefán Þórarinsson), heilsugæslustöðvarnar á svæðinu hefur sálftæðingur á
vegum landlæknis gert úttekt á aðdraganda sjálfsvíga ungs fólks með því að gera ítarlega
könnun meðal aðstandenda á aðstæðum. Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að aðstæður
þessa unga fólks væru nokkuð á annan veg en oft hefur verið haldið fram t.d. bar ekki mikið á
geðveiki og atvinna var næg. Heimilis- og fjölskylduaðstæður virtust vera góðar. (Wilhelm
Norðfjörð).105,106
Ef miðað er við árið 1991 hefur sjálfsmorðstíðni meðal yngri karla hækkað aðallega á
höfuðborgarsvæðinu, á Austurlandi og Norðurlandi eystra (sjá töflu).
Yfir landsmeðal eru Austurland, Norðurland eystra og höfuðborgarsvæðið ásamt
Suðumesjum. Akveðið hefur verið gera svipaða athugun í Reykjavík. Heilbrigðisráðuneyti,
Félagsmálaráðuneyti og Landlæknisembættið hafa greitt fyrir þessa rannsókn. Leitaö verður
eftir aðstoð Reykjavíkurborgar, presta, geðlækna, heimilislækna, skólahjúkrunarfiræðinga og
fræðslumálastjóra.
Mynd 46:
Aldursbundin tíöni sjálfsmoröa á íslandi 1971-1990
Miöað við 100.000 íbúa
Karlar
10-14 15-24 25-34 35-44 45-54 55-64 65-74 75-84 85-89
□ 1971-75 M 1976-80 M 1981-85 B 1986-90
54