Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Page 74
Sjúklingahótel »*•»*
Miklar breytingar hafa orðið á rekstri spítala víða erlendis. í vaxandi mæli eru dýr
sérgreinasjúkrahús rekin eingöngu sem bráðasjúkrahús, þ.e. sjúklingur er aðeins innlagður eftir
forransóknir og vistast þar nær eingöngu meðan á aðgerð, gjörgæslu og/eða meðferð stendur
yfir. Strax þegar sjúklingur hefur fótaferð og er sæmilega sjálfbjarga er hann fluttur yfir á
sjúklingahótel sem rekið er í námunda við spítalann, jafnvel á spítalalóð. f Lundi í Svíþjóð er
rekið sjúklingahótel í tengslum við háskólasjúkrahúsið. Þangað eru sængurkonur fluttar á
fyrsta eða öðrum degi. Ef eitthvað bjátar á eru sjúklingar fluttir aftur inn á deildina. Mikilvægt
er að sjúklingar búi við öryggi. Samfara þessum rekstri hefur verið unnt að leggja niður eina
sængurkvennadeild á háskólasjúkrahúsinu. Jafnframt getur sjúklingahótel nýst fyrir sjúklinga
er koma langt að eða utan af landi er bíða eftir plássi og til forrannsókna. Á sjúklingahótelum
þarf að vera góð hjúkrunarþjónusta, félagsleg aðstoð og önnur aðstoð en ekki einungis
"hótelaðbúnaður" eins og er á þeim sjúkrahótelum sem nú eru rekin. Endurhæfíng og eftirlit
fer fram á sjúkrahúsum af starfsliði þess. Jafnframt er lögð rík áhersla á að allar forrannsóknir
hafi farið fram hjá þeim lækni er leggur inn sjúklinginn, áður en sjúklingur er lagður inn á
sérgreinasjúkrahúsið.
Kostir sjúklingahótela eru meðal annars eftirfarandi: Sjúklingar hafa meira sjálfræði
(spítalaaginn getur orðið þreytandi til lengdar), meiri friður er til hvfldar og verulega minni
kostnaður. Trúlega má fækka starfsliði á sérgreinadeildum því að rúmum fækkar þar ef dæma
má af erlendri reynslu. Sólarhringsdvöl á góðu sjúklingahóteli kostar um 40% af dvöl á
sérgreinasjúkrahúsi.
Ókostimir em trúlega þeir að meira álag verður á suma sjúklinga og þess vegna þarf að vera
góður aðbúnaður á sjúklingahótelinu.
Nú er aðeins rekið eitt sjúkrahótel (RKÍ) og Landspítalinn hefur rekið íbúðir til afnota en
ekki er gert ráð fyrir hjúkrunarþjónustu eða annarri sjúkrahúsþjónustu þar. Án efa má efla mjög
þessa starfsemi því að flest sérgreinasjúkrahúsin hér á landi bjóða ekki sjúklingum þessa
möguleika. Lagt er til að Fæðingarheimili Reykjavíkur verði tekið undir sjúklingahótel fyrir
sængurkonur. Verulegur spamaður yrði af því ef deildaskiptu sjúkrahúsin í borginni kæmu upp
sameiginlegu sjúklingahóteli.
72