Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2022, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 08.12.2022, Qupperneq 1
2 6 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 8 . D E S E M B E R 2 0 2 2 Kúbönsk sveifla í myrkrinu Pólsk-íslensk ástarsaga Lífið ➤ 24Menning ➤ 22 Allt til jóla Kammólína Jólablað Nettó Allt fyrir jólin á einum stað Skannaðu QR kóðann Steinunn Ása Þorvaldsdóttir tók við kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á Listasafni Reykjavíkur í gær. Þetta var í tuttugasta sinn sem kúlan er afhent. Steinunn Ása afhenti einmitt fyrstu kúluna, árið 2003, til Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands. Þýska listakonan Karin Sander hannaði kúluna í ár en ágóðinn rennur til sumarbúða í Reykjadal. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1.200 mál berast Neytenda- samtökunum árlega þar sem leigjendur telja á sér brotið. 65 ára kona er á leið á götuna eftir húsaleiguhækkun. bth@frettabladid.is NEY TENDUR „Við höfum leigu- samninga sumra hagnaðardrifinna leigufélaga til skoðunar, ekki þó Ölmu,“ segir Breki Karlsson, for- maður Neytendasamtakanna. Alma íbúðafélag, hagnaðar- drifið leigufélag, hefur tjáð Brynju Bjarnadóttur leigjanda að kostn- aður hennar við húsaleigu hækki um 75.000 krónur eftir áramót vegna vísitölu- og vaxtahækkana. Mánaðarleg leiga hennar hækkar úr 250.000 krónum í 325.000. Brynja er 65 ára einstæð kona og sjúklingur og leigir á Hverfisgötu. „Ég var nú búin að sætta mig við að geta ekki haldið jól vegna pen- ingaleysis, en ég bjóst ekki við að ég færi á götuna líka,“ segir Brynja í samtali við Fréttablaðið. Alma íbúðafélag svaraði ekki fyrirspurn- um Fréttablaðsins. Leigjendur eru sá hópur sem verst hefur farið út úr vaxtahækk- unum og verðbólgu, að sögn Breka. „Ég get ekki tjáð mig um Ölmu enda höfum við ekki skoðað það félag sérstaklega, en það er ekki bara við hækkanir að etja, sum gjöld sem lögð eru á leigjendur eru ekki í samræmi við lög,“ segir Breki. Fjöldi ábendinga vegna leigu- mála fer vaxandi. 1.200 leigjendur telja á sér brotið árlega. Leigusalar hafi reynt að ráðstafa tryggingafé í kostnað á úttektum í blóra við lög. Dæmi eru um hót- anir um riftun á leigusamningi sem ekki átti sér stoð í lögum. Einn- ig hefur verið hótað riftun vegna upploginna vanefnda og kostnaður vegna almenns viðhalds settur á herðar leigjanda. Þá hafa Neyt- endasamtökin gert ýmsar athuga- semdir við sektarákvæði. „Leigusali getur ekki sektað leigutaka en það hefur verið reynt hjá stórum leigufélögum,“ segir Breki. Stórfelldar leiguhækkanir þýða að sumt fólk fer úr þröngri stöðu í vonlausa, að sögn Breka. „Ég er mjög hugsi yfir því að okkur berast vísbendingar um að æ f leiri leiti nú í skyndilán, yfirdrátt, smálán eða fresti greiðslum.“ Á heimasíðu Ölmu kemur fram að félagið rukkar umsýslugjald, 40.000 krónur, f lutningsgjald er 120.000 krónur ef viðskiptavinur f lytur sig milli íbúða innan eigna- safns Ölmu og þrifagjald er allt að 65.000 krónur. Breki segir að rúmur fimmtung- ur leigjenda sem leiti réttar síns hafi ekki íslensku að móðurmáli. Það gefi vísbendingu um ójafn- vægið. n Stórfjölgun í töku smálána til marks um versnandi fjárhag landsmanna STJÓRNSÝSLA Óánægja er hjá kenn- urum vegna auglýsingar um emb- ætti rektors Listaháskóla Íslands og telja sumir hana ekki standast lög. Þar stendur aðeins að reynsla á ein- hverju af fagsviðum Listaháskólans sé kostur en ekki skylda. Að sögn Magnúsar Ragnarssonar stjórnarformanns myndi hæfnis- nefnd aldrei taka annað til greina en að ráða einstakling sem stæðist þær kröfur sem teknar eru fram í háskólalögum. SJÁ SÍÐU 6 Telja auglýsingu stangast á við lög Magnús Ragn- arsson, stjórnar- formaður LHÍ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.