Fréttablaðið - 08.12.2022, Síða 2

Fréttablaðið - 08.12.2022, Síða 2
Núna heitum við á einkaaðila að hefja ræktun. Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri Virkni og vellíðan 120 manns, 60 ára plús, voru mældir af nemum í íþróttafræði Háskólans í Reykjavík. Þetta eru þátttakendur í verkefninu Virkni og Vellíðan í Kópavogi, sem miðar að andlegri og heilsueflingu eldra fólks. Breiðablik, HK, UMSK og Gerpla taka þátt. Lögð er áhersla á styrk, þol og jafnvægisæfingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK bth@frettabladid.is MENNTUN Stefnt er að því að nám í áfengis- og vímuvarnaráðgjöf flytj- ist yfir á háskólastig. SÁÁ hefur um langt skeið rekið skóla fyrir áfengisráðgjafa. Nú er unnið að því í samstarfi við Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytið að færa ráðgjöfina yfir á háskólastig. Óljóst er enn hvenær það skref yrði stigið. Oddur Sigurjónsson, formaður Félags áfengisráðgjafa, segir að SÁÁ hafi staðið fyrir góðu námi. Hann sjái fyrir sér ákveðna framþróun sem gæti aukið vægi námsins og viðurkenningu með því að námið yrði háskólanám. „Ef við yrðum hluti af háskóla- samfélaginu gæfi það færi á auknu samstarfi við aðrar starfsstéttir sem gæti orðið til bóta,“ segir Oddur. Hann segist einnig sjá fyrir sér að möguleikar myndu aukast á að áfengisráðgjafar starfi víðar, þótt stærstur hluti ráðgjafa starfi hjá SÁÁ. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti um SÁÁ á Hringbraut. n Áfengisráðgjöf verði háskólanám Flestir áfengisráðgjafar starfa á Vogi. Þrjár milljónir skógarplantna voru framleiddar hér á landi um og upp úr hruni en ræktunin mun að líkindum verða um 20 milljónir plantna í lok áratugarins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stefna stjórnvalda í loftslags- málum, krafa á fyrirtæki um kolefnisjöfnun og ábatasöm viðskipti með kolefnis- einingar kallar á stóraukna skógrækt hér á landi. Fram- leiðslugetan innanlands er löngu fullnýtt. ser@frettabladid.is NÁTTÚRA Skógræktarstöðvar á Íslandi hafa ekki lengur undan við framleiðslu á plöntun til nýrækt- unar og keppist Skógræktin nú við að fá einkafyrirtæki til að hefja starfsemi á þessu sviði. Þetta segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri en hann horfir fram á umskipti á sínu sviði á næstu árum. Þrjár milljónir skógarplantna voru framleiddar um og upp úr hruni, en á síðustu þremur árum hefur ræktunin tvöfaldast. Á næsta ári mun Skógræktin ein framleiða sex milljónir plantna og vonast er til að einkaaðilar rækti eina til tvær milljónir plantna til viðbótar á ári. Út áratuginn er svo áætlað að plöntuframleiðslan muni aukast um allt að tvær milljónir á ári og fari í 20 milljónir plantna í lok hans. „Framleiðslugetan er löngu full- nýtt og nú þarf að spýta í lófana,“ segir Þröstur, en ræktunin fari nú að langmestu leyti fram hjá Sólskógum í Kjarnaskógi við Akureyri og í Kvista bæ í Reykholti á Suðurlandi. „Núna heitum við á einkaaðila að hefja ræktun,“ bætir hann við og kveðst vongóður. „Ég veit um tvo aðila sem eru að skoða fjármögnun og staðsetningu,“ segir skógræktar- stjóri og vonast til að einkageirinn taki vel við sér. Aðstæður eru enda gjörbreyttar – og þar vegur þrennt þyngst. „Í fyrsta lagi eru stjórnvöld að setja stóraukið fjármagn í málaf lokk- inn vegna stefnu sinnar í loftslags- málum,“ bendir Þröstur á, en í öðru lagi horfi fyrirtæki nú fram í tím- ann. „Forkólfar þeirra vita að þau verða krafin um kolefnisjöfnuð á næstu árum,“ segir Þröstur og nefnir sjávarútvegsfyrirtækin sérstaklega. „Þau ryðja slóðann, enda vita menn á þeim bænum að allur fiskur á Evr- ópumarkaði þarf ekki bara að vera sjálfbærnivottaður heldur mun líka verða gerð krafa um að hann verði kolefnisjafnaður.“ Í þriðja lagi muni einkaaðilar huga að skógrækt til að selja kol- efniseiningar í grænt bókhald fyrirtækja um allan heim. „Þetta er að verða valkvæður markaður um allan heim og því geta menn keypt sér kolefnisjöfnun hvar sem þeim sýnist,“ segir Þröstur. En á þessu mikla uppvaxtar- skeiði sem fram undan er vaknar spurningin hvort Íslendingar þurfi að fara að flytja inn skógarplöntur, slíkur sem skorturinn er á þeim orðinn. „Við útilokum ekki slíkt, þótt við viljum forðast óværuna að utan sem á stundum fylgir inn- fluttum plöntum. En þess þá heldur að einkageirinn hér á landi taki við sér,“ segir Þröstur Eysteinsson. n Skógrækt mun sjöfaldast hér á landi á næstu árum HJARTA OG ÆÐAKERFI ARCTIC HEALTH AHI.IS OMEGA-3 COLLAGEN HREIN ÍSLENSK FÆÐUBÓT Í POKUM FYRIR LÁGMARKS KOLEFNISSPOR lovisa@frettabladid.is SKÓLAMÁL Í kvöld er opinn íbúa- fundur í Ástjarnarkirkju um einelti og stafrænt ofbeldi. Fundurinn er haldinn í kjölfar eineltisumræðu í samfélaginu en mörgum var brugðið í október þegar greint var frá alvar- legu einelti gegn nemanda í Hraun- vallaskóla, sem er í sama hverfi og kirkjan í Hafnarfirði. „Þetta sló allt hverfið og allt samfélagið og fólk er enn að velta þessu fyrir sér. Þetta má ekki deyja í umræðunni. Þetta var vekjandi atriði allt,“ segir Bolli Pétur Bollason prestur en ákall var eftir umræðuna um að það yrði haldinn íbúafundur. Bolli segir að allir séu velkomnir á fundinn en þar mun Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafn- réttisskóla Reykjavíkur og formaður ráðgjafarteymis í skóla- og frí stunda- starfi hjá Reykjavíkurborg, ræða um stafrænar áskoranir og ofbeldi. „Hún mun tala um mikilvægi þess að foreldrar og nærsamfélagið standi saman.“ Eftir erindi hennar mun vera tími fyrir umræður og fyrirspurnir að sögn Bolla en fjölmargir hafa leitað til kirkjunnar í kjölfar umræðunnar. „Þetta er gott og rúmt húsnæði sem við höfum þannig að það er nóg pláss. Við vonumst til þess að sjá sem flesta.“ n Ræða einelti sem sló allt hverfið Arnór Bjarki Blomsterberg og Bolli P. Bollason prestar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 Fréttir 8. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.