Fréttablaðið - 08.12.2022, Side 6

Fréttablaðið - 08.12.2022, Side 6
bth@frettabladid.is HEILSUGÆSLA „Við viljum benda á að gjald kann að verða tekið fyrir símtalið ef meira en mánuður er liðinn frá komu til læknisins,“ eru talskilaboð sem óma nú í eyru þeirra sem hringja í Læknastöðina Glæsibæ. Framkvæmdastjóri, Úlfar Þórð- arson, segir stutt síðan stöðin ákvað að upplýsa viðskiptavini með fyrrgreindum hætti. Ástæðan sé að sumum hafi komið á óvart að rukkað væri fyrir símtöl. Í símaviðtali við sér fræðing getur falist ef t ir f ylg ni, ly f ja- endurnýjun eða annað og kemur símtalið þá í stað komu. Oftast er byggt á faglegu sambandi sem hefur skapast milli læknis og skjól- stæðings. Valkvætt er að sögn Úlfars, að minnsta kosti að hluta, hvort læknir rukkar fyrir svona símtal. Ákvörðun kann að velta á eðli þjónustu eða félagslegum aðstæð- um skjólstæðings. Kostnaðarþátt- taka greiðanda getur orðið mest 4.700 krónur. Spurður hvort matskennd gjald- taka orki tvímælis segir Úlfar: „Fyrir svona þjónustu þar sem erindið er misjafnt og meðferðin mismunandi verður það alltaf mat hvort rukkað sé fyrir þjónustuna. Það er öðruvísi með formleg og bókuð viðtöl.“ Úlfar segir að eftir Covid hafi sú tilhneiging aukist að fólk kjósi að ná lausn sinna mála í síma í stað komu. Sem henti vel þegar löng bið sé eftir viðtalstímum. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins rukka aðrar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu einnig fyrir sambærilega þjónustu. Glæsibær virðist þó eina stöðin sem aðvarar þá sem hringja með talskilaboðum um að símtöl kunni að kosta skjól- stæðinga fé. n Það gilda lög um háskóla á Íslandi, þau munu gilda um þessa ráðningu. Mér finnst þessi umræða bara mjög sérstök. Magnús Ragn- arsson, stjórnar- formaður LHÍ Óánægja er hjá starfsfólki vegna auglýsingar um emb- ætti rektors Listaháskólans. Formaður stjórnar skólans segir af og frá að auglýsingin standist ekki háskólalög. tsh@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Starfsfólk Listaháskóla Íslands er uggandi vegna orðalags í auglýsingu um embætti nýs rektors. Þar kemur fram að umsækjendur þurfi að hafa víðtæka þekkingu á rannsóknum og starfi háskóla auk staðgóðrar þekkingar á listum og skapandi greinum. „Reynsla á ein- hverju af fagsviðum Listaháskóla Íslands er kostur.“ Kennarar LHÍ sem Fréttablaðið ræddi við en vilja ekki koma fram undir nafni hafa áhyggjur af því að orðalagið brjóti í bága við 15. grein háskólalaga þar sem segir að rektor skuli hafa starfað „sem háskólakenn- ari á einu eða fleiri viðurkenndum fræðasviðum viðkomandi háskóla“. Umsækjendur skulu hafa þekk- ingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir viðkomandi starfsheiti á þeirra fræðasviði, stað- fest með áliti dómnefndar eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla. Fimm manna stjórn LHÍ samdi auglýsinguna. Tveir eru full- trúar mennta- og menningarmála- ráðuneytisins (nú háskólaráðuneyt- ið) þar á meðal formaður, Magnús Ragnarsson, sem hafnar því alfarið að auglýsingin brjóti í bága við lög. „Við höfum umhverfi þar sem gilda lög um háskóla og að sjálf- sögðu munum við fara eftir þeim. Við hins vegar teljum það vera kost að umsækjandi sé með reynslu af þessum fagsviðum af því þeir sem koma til greina samkvæmt lögum eru miklu f leiri en þeir sem hafa reynslu af fagsviðum okkar,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar myndi hæfnis- nefnd Listaháskólans aldrei taka annað til greina en að ráða einstak- ling sem stæðist þær kröfur sem teknar eru fram í háskólalögum. „Hún er skipuð af fagmenntuðum einstaklingum og háskólarektorum. Hún er skipuð af fagfólki og er bara sama hæfnisnefnd og er við störf í dag í háskólum. Það er enginn úr stjórn í henni.“ Áhyggjur í LHÍ lúta að því að túlka megi orðalag auglýsingarinnar svo að lýst sé eftir einstaklingi úr stjórn- sýslu fremur en einhverjum sem er með reynslu og fagþekkingu á sviði lista. Magnús þvertekur fyrir það. „Nei, guð minn almáttugur. Það gilda lög um háskóla á Íslandi, þau munu gilda um þessa ráðningu. Mér finnst þessi umræða bara mjög sér- stök,“ segir hann. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðs- ins segir Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, að ráðningarferlið sé í höndum stjórnar Listaháskólans sem beri ábyrgð á auglýsingunni. „Ráðningarferlið hefur því hvorki komið inn á mitt borð sem ráðherra né verið í farvegi innan ráðuneytis- ins,“ segir Áslaug og vísar enn fremur öllum spurningum um ráðningar- ferlið til stjórnar LHÍ. n Nánar á frettabladid.is Telja háskólalög brotin með auglýsingu um nýjan rektor Aukin þjónusta er veitt í gegn um síma. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Læknar rukka valkvætt fyrir símaviðtöl olafur@frettabladid.is MENNING Játning eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var mest selda bókin í nóvember, samkvæmt metsölulista Eymundsson. Reykjavík glæpasaga eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur kom næst á eftir. Margrét Jóna Guðbergsdóttir, vörustjóri Pennans-Eymundsson, segir Játningu hafa verið á mikilli siglingu allt frá því að hún kom út. Breiddin á metsölulistanum sé einkar athyglisverð. Þar séu skáld- sögur og barnabækur og meira að segja ein bók á ensku. Í 10. sæti er bókin Yule lads eftir Brian Pilking- ton. „Þetta bendir eindregið til þess að erlendir ferðamenn og endurkoma þeirra eftir Covid hafi áhrif á bók- sölu hér á landi fyrir þessi jól.“ Arnaldur, Yrsa, Sigríður Hagalín, Auður Ava og Jón Kalman eru einn- ig með bækur í efstu tíu sætunum. „Svo eru þarna barnabækur, en David Walliams gerði allt vitlaust þegar hann heimsótti Ísland um miðjan nóvember og troðfyllti meðal annars verslun Pennans- Eymundsson í Smáralind þegar hann kom þar fram og áritaði bækur.“ Orri óstöðvandi, fimmta bókin um Orra eftir Bjarna Fritzson, er líka á listanum yfir mest seldu bækur nóvember. Að sögn Margrétar jókst salan í nóvember milli ára og desember fer vel af stað. n Ólafur Jóhann trónir á toppi metsölulistans Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur Í þessari vönduðu bók Helga Þorlákssonar er fjallað um sex merka sögustaði á Íslandi, sagan rakin og grennslast fyrir um það á hverju hlutverk þeirra byggist. B E S S A S T A Ð I R S K Á L H O L T O D D I R E Y K H O L T H Ó L A R Þ I N G V E L L I R SÖGUSTAÐIR Í NÝJU LJÓSI LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is Nokkrir kennarar sem Fréttablaðið ræddi við en vilja ekki koma fram undir nafni hafa áhyggjur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 Fréttir 8. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.