Fréttablaðið - 08.12.2022, Síða 24

Fréttablaðið - 08.12.2022, Síða 24
Við höfum oft náð að virkja þá þekk- ingu betur, oft með því að ráða viðkomandi námsmann til sumar- starfa eða fastráðið hann að loknu námi. Sigmar Guðbjörnsson Star-Oddi hefur átt gott sam- starf við Nýsköpunarsjóð námsmanna og hefur fengið námsmenn til starfa til að afla grunnþekkingar á nýjum sviðum. Fyrirtækið fram- leiðir margs konar skynjara til að mæla hegðun dýra. „Nemarnir okkar hafa meðal annars unnið að öflun þekk- ingar á skynjurum, sem við erum ekki að bjóða upp á í núverandi skynjaraframboði okkar og við viljum skoða að þróa og selja til viðskiptavina okkar í framtíðinni. Þróunar- og framleiðsluferlar og notendaforrit hafa síðan verið uppfærð með hjálp þessara náms- manna,“ segir Sigmar Guðbjörns- son framkvæmdastjóri Star-Odda. „Við höfum náð að virkja þá þekkingu betur, oft með því að ráða viðkomandi námsmann til sumarstarfa eða fastráðið hann að loknu námi. Að keyra verkefni gegnum Nýsköpunarsjóð náms- manna er, frá okkar bæjardyrum séð, kjörið tækifæri fyrir náms- menn til að koma sér á framfæri við fyrirtæki í nýsköpun.“ Vörurnar sem Star-Oddi fram- leiðir eru skynjarar sem græddir eru í dýr til að mæla hegðun og atferli þeirra. „Það tekur nokkur ár að þróa, hanna og setja skynjara í vörurnar okkar. Þetta er því langhlaup sem byggist upp á umtalsverðum prófunum á vörunni bæði innan- húss og hjá notendum vörunnar. Eitt skýrasta dæmið um árangur af svona þróunarvinnu er hvernig okkur hefur tekist að hanna hjartaskynjara sem græða má í dýr. Námsmaðurinn sem vann að verkefninu á sínum tíma er Ásgeir Bjarnason og hlaut hann Nýsköp- unarverðlaun forseta Íslands árið 2010. Ásgeir er í dag heilbrigðis- verkfræðingur og starfar sem sérfræðingur hjá Star-Odda,“ segir Sigmar, en Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkti verkefnið. „Styrkurinn fór í að færa okkur grunnþekkingu á nemunum, síðan tekur við teymi sem vinnur vöruna. Þetta verðlaunaverkefni hefur haft þau áhrif að við erum með eina hjartsláttarskynjarann á markaðnum sem er án víra. Allir aðrir skynjarar á markaði fyrir dýr eru með útistandandi vírum. En það kostar meiri tíma í ígræðingu í dýrin, tíma sem er oft dýrmætur þar sem dýrin þola mörg hver ekki langar aðgerðir, til dæmis fiskar. Þennan skynjara er hægt að græða undir húð á dýrinu eða setja hann innvortis. Skynjarinn hefur verið notaður í fjöldann allan af dýra- tegundum af ýmsum stærðum bæði á láði og legi, allt frá elgum niður í litla svartþresti.“ Mikil aukning á eftirspurn Sigmar segir að þekking á hegðun rafboða hjartans skipti miklu máli þegar kemur að rannsóknum á dýrum. „Það er markmið okkar að auka þekkingu rannsakenda á tengingu hjartsláttar meðal annars við hegðun dýra. Síðan við komum með hjartsláttarskynjarann á markað hafa þeir verið framleiddir í þúsundum eintaka, og sjáum við fram á myndarlega aukningu á eftirspurn eftir þessum skynjurum á komandi árum bæði í rann- sóknum á sjávar- og landdýrum,“ segir hann. Auk fleiri þróunarverkefna er Star-Oddi að þróa súrefnismett- unarskynjara en hann er ekki kominn í framleiðslu ennþá. Sigmar segir þróun hans ganga vel og ekki langt að bíða að hann fari í prófanir. „Þegar hann er kominn á markað getum við boðið upp á skynjara sem nema flest þau lífs- viðbrögð í dýrum sem eru mæld í mönnum, sem er eitthvað sem við erum ákaflega stolt af.“ Að lokum nefnir Sigmar að undantekningarlaust hafi verið góð samvinna milli Star-Odda og þeirra nemanda sem hafa unnið að NSN-verkefnum hjá þeim. „Við munum áfram bjóða náms- mönnum að vinna með okkur, en við höfum haft mest fimm náms- menn á sama tíma á mismunandi stigum í náminu, allt frá B.Sc.-, M.Sc.- og doktorsnema.“ n Hjartsláttarskynjarar skýra hegðun dýra Sigmar Guðbjörnsson heldur á litlum nema, en fyrirtækið framleiðir nema til að mæla til dæmis hjartslátt dýra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Framlög úr Nýsköpunarsjóði námsmanna hafa gert Nox Medical kleift að vinna að framsæknum verkefnum sem hafa leitt til nýrra lækn- ingavara sem fyrirtækið hefur gefið út í Evrópu og Bandaríkjunum. Þær vörur hafa skipt sköpum við að aðgreina Nox Medical á markaði. Nox Medical er hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað, skýjalausnir og gervi- greind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum til þess að mæla lífmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma. „Algengustu svefnraskanirnar sem tæki okkar eru notuð til að greina eru kæfisvefn, þegar sjúklingur hættir að anda á nóttunni eða verður fyrir endurtekinni skerð- ingu á öndun, fótaóeirð í svefni, og raskanir á svefni eins og svefnleysi eða drómasýki,“ segir Jón Skírnir Ágústsson, yfirmaður gagna og gervigreindar hjá Nox Medical. Nox Medical hefur fjórum sinnum hlotið styrk Nýsköpunar- sjóðs námsmanna og hafa styrkir sjóðsins stutt við verkefni sem alls tíu nemendur hafa unnið að í samstarfi við Nox Medical. „Nemendurnir hafa unnið að mjög framsæknum verkefnum sem Nox Medical hefði að öllum líkindum ekki unnið nema fyrir tilstilli fram- lags sjóðsins og stuðnings nem- enda. Verkefni nemendanna hafa leitt til nýrra lækningavara sem Nox Medical hefur markaðssett í Evrópu og Bandaríkjunum. Þær vörur sem framleiddar hafa verið í kjölfar verkefna nemendanna hafa verið mjög mikilvægar og hafa skipt sköpum við að aðgreina Nox Medical á markaði.“ Náðu öðru sæti í alþjóðlegri keppni Síðasta verkefni fyrirtækisins sem var styrkt af Nýsköpunar- sjóði námsmanna snerist um að þjálfa gervigreindarlíkan til að greina örvökur í heilariti úr svefn- mælingu, segir Jón. „Þetta var mjög flókið verkefni og hafði ekki verið leyst áður í heiminum. Verkefnið var framlag Nox Medical í alþjóð- legri keppni þar sem beita átti gervigreind til að greina örvökur í svefnmælingum. Nemendurnir unnu yfir þriggja mánaða tímabil að lausn sem var framlag Nox Medical í keppnina.“ Lausn þeirra á verkefninu varð í öðru sæti í keppninni, en 20 lið tóku þátt, þar á meðal lið frá þekktum háskólum og fyrirtækj- um á borð við Philips og Verily Life Sciences sem er eitt af fyrirtækjum Google/Alphabet. „Verkefnið hlaut síðan Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2018. Niðurstöður verkefnisins urðu grunnurinn að lækningavöru sem innbyggð hefur verið í hugbúnaðarlausn Nox Medical og hjálpar læknum og heilbrigðisstarfsfólki að greina örvökur í svefnmælingum.“ Nemendurnir sem unnu að verk- efninu hafa síðan lokið framhalds- námi í tölvunarfræði, gervigreind og verkfræði. „En þau eru öll ein- staklega hæfileikarík og metnaðar- full. Það er ljóst að þetta verkefni veitti þeim einstakt tækifæri á að taka þátt í að þróa ný lækninga- tæki og sum af þeim verkefnum sem þau unnu hjá Nox Medical hafa breytt því hvernig kæfisvefn er greindur hjá sjúklingum.“ Verkefni sem skiptu miklu máli Það má því segja að Nýsköpunar- sjóður námsmanna hafi gert Nox Medical kleift að taka inn nem- endur sem hafa nýlokið B.Sc.- gráðum og nýtt krafta þeirra til að vinna í áhættumiklum verkefnum, sem hafa haft umtalsverð áhrif á stefnu fyrirtækisins og vörur þess, segir Jón. „Með stuðningi Nýsköp- unarsjóðs námsmanna hefur Nox Medical fjármagnað þrjá mánuði af fimmtán mánaða veru nemendanna. Nox Medical hefur fjármagnað starfsnámið til móts við styrki og Tækniþróunarsjóður Rannís hefur stutt við mörg þau verkefni sem nemendurnir hafa unnið að.“ Hann segir stuðning bæði Nýsköpunarsjóðs námsmanna og Tækniþróunarsjóðs hafa verið Nox Medical afar mikilvægan og hafa leyft fyrirtækinu að halda uppi metnaðarfullu nýsköpunar- starfi sem hefur gert það að því leiðandi fyrirtæki sem það er í dag. „Sú vinna sem við höfum unnið í þessum nýsköpunarverkefnum hefur svo gefið okkur færi á að sækja um og fá 2 milljóna evra styrk úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins og við höfum fengið að taka þátt í stærstu rann- sóknarverkefnum í svefnlæknis- fræði bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er því óhætt að segja að við séum afar þakklát fyrir Nýsköpunarsjóð námsmanna og þau tækifæri sem hann hefur veitt okkur.“ n Grunnur að blómstrandi nýsköpun Jón Skírnir Ágústsson. Eitt verkefni sem fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2018. 4 8. desember 2022 FIMMTUDAGURNSN 30 ÁR A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.