Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2022, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 08.12.2022, Qupperneq 25
Lúpínan er eitt af uppáhalds bitbeinum landans enda allt í senn fögur, nytsöm og skæð jurt. Rannsóknir á trefjum plöntunnar benda til þess að hana megi nýta á fjölbreyttari hátt en áður hefur verið gert. Alaskalúpína (Lupinus nootka- tensis) hefur um árabil verið nýtt til uppgræðslu víða um land. Sem slík kemur hún að miklu gagni, en gallinn er sá að hún sáir sér og breiðist út víðar en helst verður á kosið. Inga Kristín Guðlaugsdóttir og Elín S. Harðardóttir kynntust árið 2016 í námi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands. Eftir að hafa fengið styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna (NSN) árið 2017 fyrir verkefnið Lúpína í nýju ljósi, lífrænt hráefni í umhverfisvæna afurð, og Forsetaverðlaun Íslands ári síðar, stofnuðu þær Efna- smiðjuna í ágúst 2019. Þá fengu þær úthlutað úr Tækniþróunar- sjóði til þess að vinna verkefnið áfram á tímabilinu 2020-2022. Að auki hlutu þær styrk frá Matvæla- sjóði 2022 fyrir samstarfsverkefnið LuLam Wrap. Spennandi möguleikar „Í verkefninu gerum við tilraunir og rannsökum nýtingarmöguleika á lúpínutrefjum sem efnivið í ýmsa vöruþróun,“ segir Inga Kristín. „Fyrri rannsóknir okkar benda til eiginleika í lúpínutrefjum sem gefa von um alveg nýja notkunarmögu- leika á þessari annars umdeildu jurt,“ bætir hún við. „Lúpínan sér sjálfri sér fyrir nitri með aðstoð samlífsörvera í rótum og þarf því engan tilbúinn áburð, ræktunin er því sjálfbær. Eiginleik- ar lúpínutrefja gera það að verkum að engum aukaefnum þarf að bæta í framleiðsluna og er hráefnið því umhverfisvænt,“ segir Elín. Þegar verkefnið var mótað ákváðu Elín og Inga að hafa tvo umsjónarmenn til að getað leitað til við vinnu verkefnisins. „Það þarf að setja á sig marga hatta í svona verkefni og því er mikilvægt að hafa umsjónarmenn sem geta leiðbeint á breiðum grundvelli. Við fengum Thomas Pausz fyrir hönd Listaháskólans og Magnús H. Jóhannsson frá Landgræðslunni til liðs við okkur. Okkur þótti mikil- vægt að tengjast Landgræðslunni því þar liggur mikil þekking á plöntunni og þar er faglega unnið að verkefnum,“ segir Inga. Umsóknin var góður skóli Styrkurinn frá NSN var mikil hvatning til að koma verkefninu áfram og umsóknarferlið góður skóli. „Forsetaverðlaunin voru einnig stórkostleg viðurkenn- ing á að við værum á réttri leið. Reynslan við umsóknina, vinnan við að klára verkefnið og ganga frá skýrslu um það, nýttist okkur svo til að sækja um aðra styrki til frekari rannsókna. NSN er frábær leið til að byrja á svona þróunar- verkefni,“ segir Elín. „Umsóknarformið fær mann til þess að hugsa og skilgreina þær fjölmörgu hliðar sem gætu verið á verkefninu. Ekki einungis um rannsóknarvinnuna sjálfa, heldur líka um þætti eins og hver sé nýjungin í hugmyndinni, hvort hún stuðli að sjálfbærni og annað,“ segir Elín. „Við fengum nasaþefinn af því hvernig fleiri sjóðir virka og hvers þeir krefjast af styrkhöfum. Í styrkhæfum verkefnum þurfa að vera skilgreindir ábyrgðarmenn. Einnig þarf að standa skil á tækni- legri skýrslu og lokaskýrslu sem er ekki bara gagnlegt fyrir sjóðinn, heldur verkefnið sem slíkt. Þannig er efni verkefnisins, hugmyndir, kenningar, aðferðir, niðurstöður og umræður allt rammað inn á aðgengilegan hátt, allt eftir sam- hengi verkefnisins,“ bætir Inga við. „Styrkurinn gerði okkur enn fremur kleift að standa undir föstum kostnaði eins og vinnuað- stöðu og efniskostnaði,“ segir Elín. Fjöldi samstarfsaðila „Það er frábær viðurkenning og kynning fyrir verkefnið að vera kynnt á viðburðinum á Bessa- stöðum, þar sem forseti Íslands til- kynnir hver hlýtur viðurkenningu forsetans í það skiptið. Öll jákvæð umfjöllun í miðlum er dýrmæt fyrir ný verkefni og verkefnahafa sem eru að stíga sín fyrstu skref með hugmyndina sína,“ segir Elín. „Umsóknarferlið stækkaði tengslanet okkar sem gaf okkur færi á spennandi samstarfstæki- færum. Okkur var líka boðið að hitta stuttlega þá starfsmenn sem meta verkefnin hjá sjóðnum, til að kynna verkefnið nánar. En það er alltaf góð æfing að halda lyfturæð- una af og til,“ segir Inga. „Til að halda svona verkefni úti er gott að geta leitað í opin- bera styrki, en grundvöllur að velgengni er ómælt eigið framlag, ástríða fyrir verkefninu og vinna að því af hugsjón,“ segir Inga. „Fyrir tveggja ára Sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði vorum við með frábæra samstarfsaðila eins og Matís, Össur, Kapp og fleiri. Þeirri vinnu lauk í sumar,“ segir Elín. „Í haust hlutum við styrk frá Matvælasjóði og hófum eins árs verkefni í október með sam- starfsaðilum okkar Sedna Biopack, Matís og Sölufélagi garðyrkju- manna,“ segir Inga. n Lúpínan í nýju og trefjaríku ljósi Elín og Inga segja að styrkurinn frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hafi verið mikil hvatning til að koma verkefninu áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fyrirtækið Genki Instru- ments var stofnað árið 2015 af útskriftarnemum í raf- magns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Genki er í grunninn tækni- fyrirtæki með sérþekkingu í gervi- greind. Vörur fyrirtækisins eru hannaðar fyrir tónlistarfólk og er markaðssetning þeirra alþjóðleg. „Við höfum verið einstaklega lánsöm að hljóta styrki úr Nýsköp- unarsjóði námsmanna (NSN) en þann fyrsta hlutum við árið 2017 þegar Dagur Tómas Ásgeirsson og Kristmundur Ágúst Jónsson unnu verkefni sem átti að bæta reiknirit sem metur afstöðu út frá gögnum úr hreyfiskynjurum. Verkefnið tókst vonum framar og í lok sumars stóðum við uppi með eitt nákvæmasta reiknirit í heim- inum. Það keyrir á vörum félagsins enn þann dag í dag,“ segir Ólafur Bjarki Bogason, framkvæmdastjóri Genki Instruments. Hann segir styrki í sjóðnum hafa leitt af sér ný verkefni. „Svo sannarlega. Árið 2018 fengum við sérstaka viðurkenn- ingu við veitingu Nýsköpunar- verðlauna forseta Íslands fyrir verkefni sem unnið var af Eddu Pétursdóttur og Freyju Sigurgísla- dóttur. Í verkefninu smíðuðu þær hugbúnað sem gerði okkur kleift að komast fyrr á markað en ella og margfalda notkunarmöguleika Wave, sem var okkar fyrsta vara.“ Nákvæmasta reiknirit í heimi Árið 2020 var Genki með sex nema í hönnun og tækniþróun. „Þau unnu fyrsta verkefnið innanhúss þar sem við nýttum gervigreind. Verkefnið gekk vonum framar, en alla tíð síðan hefur gervigreind verið burðar- stólpi í vöruþróun félagsins. Í sumarlok gengu svo Anna Pálína Baldursdóttir og Daníel Þór Wil- cox, nemar úr hópnum, til liðs við Genki,“ upplýsir Ólafur. Í sumar fékk Genki sömu- leiðis tvo frábæra nema, þá Bjarna Bjarnason og Arnar Ágúst Krist- jánsson. „Í samstarfi við gervigreindar- teymi Genki þróuðu þeir reiknirit sem getur greint snertingu út frá gögnum úr hreyfiskynjurum og er afrakstur verkefnisins nákvæm- asta reiknirit sem fyrirfinnst á heimsvísu,“ greinir Ólafur frá og bætir við að verkefni nema hjá Genki séu fjölbreytt en eigi það sameiginlegt að snúast um vöruþróun, hvort sem það heitir hönnun eða tækniþróun. Verðmæt sérþekking Án styrkja frá NSN kveðst Ólafur ekki hafa haft tök á að ráða inn sumarstarfsmenn á liðnum árum. „Eins og gefur að skilja hefðum við ekki ýtt úr vör þróun á gervi- greind, sem er í dag í heimsklassa og félaginu dýrmæt. Svo ekki sé minnst á tækifæri á að fá inn fersk- ar hugmyndir á sumrin og kynnast einstaklega skemmtilegum, dug- legum og klárum nemum á leið út í lífið,“ segir Ólafur í Genki sem stendur á spennandi tímamótum. „Þrotlaus vinna við þróun gervi- greindar hefur skilað sér í sérþekk- ingu sem er einstaklega verðmæt og býður upp á óendanlega mögu- leika. Bæði við vöruþróun Genki Instruments, hluti sem Genki þróar og markaðssetur gagnvart tónlistarfólki, og Genki ML sem er þjónusta sem tæknifyrirtæki geta nýtt sér sérþekkingu Genki við eigin vöruþróun og þannig sparað tíma og bætt gæði gervigreindar.“ Frekari upplýsingar um Genki má finna á genki.is og genkiml. com. n Burðarstólpinn er gervigreind Ólafur Bjarki Bogason er framkvæmdastjóri Genki Instruments. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, segir að Nýsköpunarsjóður náms- manna sé ákaflega mikil- vægur. „Ég hef verið með í nokkrum verkefnum sem hafa fengið styrki í gegnum tíðina og nemendur hafa ævinlega staðið sig mjög vel og nokkur verkefni hafa verið tilnefnd eða fengið Forsetaverð- launin. Að veita styrki úr Nýsköp- unarsjóði námsmanna er mjög sniðugt og þarft. Verkefnin eru góð og skemmtileg reynsla fyrir nemendurna og fyrir okkur sem að verkefnunum koma,“ segir Rögnvaldur. Spurður hvort svona styrk- veitingar nýtist ekki nemendum vel segir Rögnvaldur: „Jú, það gerir það svo sannarlega. Við höfum vanalega verið að vinna með einhverjum utan háskólans þannig að verkefnin snúast ekki bara um rannsóknir og þekk- ingu úr kennslubókum heldur fyrst og fremst um hagnýtingu og nýsköpun,“ segir Rögnvaldur. Um hvað snerust þessi verkefni nemanna sem fengu styrkinn? „Síðustu misserin höfum við verið mikið í samstarfi við Land- spítala og aðrar heilbrigðisstofn- anir. Þetta hafa verið verkefni sem snúa að röðun skurðað- gerða og gerð hugbúnaðar til að aðstoða starfsfólk við að sjá áhrif röðunar. Það er ekki nóg að raða sjúklingum í skurðstofur og passa upp á að þær séu vel nýttar heldur þarf líka að passa að það sé pláss fyrir sjúklingana á gjörgæslu eða legudeildum þegar þau koma út af skurðstofunum. Við vorum líka með verkefni sem tengdist Covid. Þar var um að ræða spálíkan sem við gerðum fyrir spítalann sem notað var til að meta álag á gjörgæslu og legu- deildir. Og svo var líka verkefni þar sem ýmsar upplýsingar um starfsemi gjörgæslu voru greindar og gerðar aðgengilegar fyrir gjör- gæslulækna. Síðast en ekki síst var verkefni sem unnið var í samstarfi við SÁÁ þar sem gerð var frum- gerð að smáforriti til að SÁÁ gæti verið í samskiptum við skjólstæð- inga sína meðan þau biðu eftir plássi í meðferð. Í þessum verkefnum eru nem- endurnir að nýta það sem þau hafa lært, leysa praktísk vanda- mál og gera nýja hluti. Þetta unga og efnilega fólk hefur verið í grunnnámi hjá okkur í verkfræði og hagnýtri stærðfræði. Þegar þau fara svo í framhaldsnám búa þau að því að hafa unnið raun- hæft verkefni á sjálfstæðan hátt í samstarfi við fjölda aðila. Þetta er bæði gagnlegt og hvetur þau áfram í náminu,“ segir Rögn- valdur. n Hvetur þau í náminu  Rögnvaldur segir að nýsköpunar- sjóður námsmanna sé ákaflega mikilvægur. Fyrri rannsóknir benda til eiginleika í lúpínutrefjum sem gefa von um alveg nýja notk- unarmöguleika á þessari annars umdeildu jurt. Inga Kristín 5FIMMTUDAGUR 8. desember 2022 NSN 30 ÁR A

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.