Fréttablaðið - 08.12.2022, Síða 40

Fréttablaðið - 08.12.2022, Síða 40
Sesar A hefur verið innvígður meðlimur íslensku hiphop- senunnar frá stofnun. Nýjasta verkefni hans, hljómsveitin Mæðraveldið, var stofnuð árið 2017. Sveitin leikur fyrir dansi á skemmtistaðnum Lemmy í kvöld. ninarichter@frettabladid.is Eyjólfur B. Eyvindarson, sem þekkt- ur er undir sviðsnafninu Sesar A og kallast í daglegu tali Eyjó, rekur sögu sveitarinnar Mæðraveldisins á þá leið, að hann hafi langað til að stofna hljómsveit með kvenkyns hljóð- færaleikurum eingöngu. „Með gítar, trommur, bassa og hljómborð. Ætli það séu ekki fimm ár síðan,“ segir hann. „Þá kom í ljós að þær stelpur sem spila á gítar og tromma eru það umsetnar að þær eru í allt öðrum geira eða á samningi hjá öðrum böndum og ekki lausar,“ segir Eyjó. Hann náði þó að lokum sam- bandi við Þórdísi Claessen sem hann segist hafa þekkt frá fyrri tíð. „Hún var bassaleikari og áður slagverks- leikari. Margréti Thoroddsen benti frænka mín mér á. Þetta var árið 2017 og við fórum að hittast í róleg- heitum,“ segir Eyjó. Hann forritaði trommugrunna og segir þríeykið hafa farið að „djamma yfir það.“ Hægt og rólega hafi lögin farið að taka á sig mynd. Mæðraveldið hafi eignast fjögur lög, og segir Eyjó að tíma hafi tekið að byrja að skrifa. Hann f lutti vestur á Ísafjörð á tímabili og sinnti listinni þar. „Svo bættist við eitt lag, Til lukku, sem fjallar um stjórnar- skrána,“ segir hann. Sveitin gerði rafræna útgáfu í framhaldinu en stefnir á vínylútgáfu með vorinu 2023. Innblásturinn er fenginn utan úr heimi. „Það er ekkert í gangi núna sem mér finnst hljóma eins og Mæðraveldið,“ segir Eyjó aðspurður um hljóminn. „Innblásturinn hjá mér er hiphop og danstónlist en þetta er meira en það. Það er inn- blástur frá Kúbu og vesturströnd Bandaríkjanna. Afríku líka, tónlist frá Angóla. Til lukku-lagið sækir aftur í tíunda áratuginn, til nítján hundruð níutíu og eitthvað,“ segir hann. „En fólk þarf bara að hlusta á þetta held ég,“ segir Eyjó og hlær. „Hiphop er svo opið. Undir því þaki er danstónlist og margt annað. Ég rappa og þetta er fjórir fjórðu og forritað eins og hophop. Og einhver afrísk kúbönsk sveifla.“ Eyjó hefur ekki gefið út sólóplötu undir merkjum Sesar A síðan árið 2008. „En ég gerði nokkur lög og spilaði á Secret Solstice 2015,“ segir hann. „Þegar ég var að byrja var búið að finna upp netið og svona, en það þurfti að gefa út á disk eða vínyl. Ég og Erpur gerðum demó 1997 á íslensku og vorum búnir að taka eitthvað upp á spólu 1991 og svona. Svo kom Stormurinn á eftir logninu út 2001 sem var þá fyrsta rapp-platan á íslensku,“ segir Eyjó aðspurður um fyrstu skrefin í fag- inu. „Það er það fyrsta sem er gefið út. Og af því ég fékk ekki samning þá stofnaði ég plötuútgáfu af því að það hafði eng- inn áhuga á að gefa út rapp á íslensku á sínum tíma,“ segir hann. En það breyttist svo sannarlega eins og dæmin sýna á vinsældarlistum síðustu ára, en í slen sk t h iphop hefur verið vinsælasta tónlistarstefnan síðasta áratuginn. „Já eins og gerist í öllum löndum þar sem rappað er á frummálinu, það verður ofan á. Þó að fólk hafi ekki áhuga á tónlistinni þá hlustar fólk af því að það er á móðurmálinu, og tengir við það,“ segir Eyjó. Aðspurður hvernig íslensk hip- hop sena standi í dag, svarar hann. „Þegar ég var í menntaskóla, níutíu og eitthvað, þá var sveitaballatón- list það sem allir hlustuðu á. Í dag hefur hiphopið tekið við af þessu. Það eru börn að vaxa úr grasi sem hlusta ekki á tónlist með rafmagns- gítar, það er mjög fyndið. Eitthvað sem var óhugsandi á þeim tíma. Íslenskt hiphop hefur vaxið mjög mikið. Þessi Atlanta trap-hljómur er að verða búinn. Núna er ekki tómarúm, en ný staða. Við vitum ekki alveg hvað er að gerast næst,“ segir hann. Hvað varðar ástæðurnar svarar Eyjó. „Ég held að það sé svo misjafnt hvernig fólk semur tónlist og texta. Það getur verið rosa auðvelt að gera fyrstu plötuna, það er aðdragandi að því. En að halda áfram og þróa sig áfram getur tekið tíma. Ég held að þetta sé samblanda af því og að trap-hljómurinn hafi klárast. Svo getur verið að þetta blandist inn í annað og meira. En það kemur bara í ljós,“ svarar Eyjó. Mæðraveldið stígur á stokk á Lemmy klukkan tíu í kvöld. n Mæðraveldið með kúbanska sveiflu í myrkrinu Mæðraveldið var stofnað árið 2017 og sendir frá sér vínylútgáfu með vorinu. MYND/AÐSEND Eyjó, Þórdís og Margrét skipa Mæðraveldið. Eitt af verkum CozyBoy sem sýnt er á Hafnar- torgi í dag. MYND/SKJÁSKOT ninarichter@frettabladid.is „Þessi sýning hjá mér, CozyBoy, fjallar um þetta sem er stolin list, appropriation art,“ segir kvik- myndaframleiðandinn og lista- maðurinn Sigurjón Sighvatsson. Á annan í jólum í fyrra opnaði Sigurjón sýninguna Becoming Rich- ard á 287 auglýsingaskiltum víðs vegar um Reykjavík. Nú hefur sýn- ingin af útiskiltunum verið aðlöguð öðru rými og verið fundinn staður í mánuð, frá og með deginum í dag til áttunda janúar, í pop up-galleríi á Hafnartorgi. „Þetta er svolítið tengt því sem við köllum ready made,“ segir Sigurjón og rifjar upp sambærileg verk Jeff Koons og Andy Warhol, þegar sá síðarnefndi tók ljósmynd af söngvaranum Prince, skar hana til og bjó til listaverk. Mál Prince- seríunnar þykir fordæmisgefandi í sambærilegum málum fyrir banda- rískum dómstólum og enn er ekki útkljáð í dómskerfi vestra hvar línan liggur milli hugverka- þjófnaðar og sköpunar. „Þessi lista- maðu r sem ég t ek f r á heitir Richard Prince. Hann er þekktur fyrir málaferli þar sem hann hafði tekið ljósmyndir, sem ljós- myndari hafði tekið in the seventies fyrir Malboro-auglýsingar,“ segir Sigur- jón. „Hann málaði þær án þess að gefa ljósmyndaranum kredit og ljósmyndarinn fór í mál. Hann settlaði þau málaferli sem þýddi að eitthvað var hann að viðurkenna fyrst að hann borgaði,“ segir Sigur- jón. „Ég tók textann frá honum og bjó til mín eigin verk.“ Í bæklingi við- burðarins segir að spurningin um höfund og höfundarrétt haf i lík lega aldrei verið áleitnari en nú. Þar segir en n f r emu r : „ S a n n a r l e g a hafa þessi varan- legu verk sterkari höfundareinkenni en þau upphaf legu. Eru slík einkenni næg til að hann geti kallað þau sín eigin eða eru þau bara ólistræn aðlögun að hinum upprunalegu verkum Prince sem eru þegar allt kemur til alls hreint ekki upprunaleg, sama hvað hann segir sjálfur?“ n Sigurjón aðlagar þjófnað frá þjófi Sigurjón Sighvatsson 24 Lífið 8. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 8. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.