Fréttablaðið - 08.12.2022, Side 44

Fréttablaðið - 08.12.2022, Side 44
ragnarjon@frettabladid.is Fyrsta orð ársins á vegum Oxford- orðabókarinnar hefur verið valið og er það orðið „Goblin mode“. Vissu- lega eru það tvö orð en Oxford- orðabókin hefur áður gefið út að orð ársins þurfi ekki að vera eitt orð heldur geti einnig verið hugtak eða slangur. Fólki hefur þó reynst erfitt að skilgreina hvað orðið þýðir en það er slangur sem merkir sérstaklega letilega ástand sem einnig ein- kennist af græðgi. Þá merki hug- takið einnig andfélagslega hegðun og minnkuð samskipti við aðra. Orðið á sér ekki beina hliðstæðu í íslensku en Leppalúði hefur verið nefndur sem aðili í íslenskum þjóð- sögum sem kjarnar þá hegðun sem hugtakið lýsir. Þó væri hægt að nefna orðið haugshátt sem líklega hliðstæðu. Starfsfólk Oxford segir að notkun á Goblin mode hafi færst mikið í aukana á þessu ári en talið er að notkun á því hafi byrjað á netinu í kringum árið 2009. Talið er að aukning í notkun á orðinu hafi komið til eftir að tak- markanir á tímum Covid-19 voru felldar niður en fólk átt erfitt með að aðlagast venjulegu lífi aftur. Því hafi verið mikil löngun hjá mörgum til að fara í „drýsilham“ eða „púkaham“ og liggja í leti og borða óholla fæðu. Fólk sé þann- ig að leyfa sínum innri djöflum að leika lausum hala. Þátttakendur völdu á milli þriggja orða eða myllumerkja sem tilnefnd voru. Önnur orð sem komust hátt voru Metaverse sem stendur fyrir sýndarveruleika sem samfélags- miðillinn Meta er með í hönnun og lenti það í öðru sæti. Þá lenti myllu- merkið #IStandWith eða #ÉgStend- Með í þriðja sæti. Þetta er í fyrsta sinn sem almenn- ingi er leyft með einhverjum hætti að taka þátt í vali á orði ársins og var þátttaka vonum framar að sögn starfsmanna Oxford. n Goblin Mode valið orð ársins Þessi goblin Marvel-heimsins er grænn en ekki vænn. Einstök bók um ljósmyndir, minningar og snertingu við veruleikann eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur. Setur heiminn í nýtt samhengi LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is Margar af skærustu stjörnum skemmtanaiðnaðarins vestan- hafs voru samankomnar á heiðurs-galakvöldi The Holly- wood Reporter í gærkvöldi. ninarichter@frettabladid.is Meðal gesta voru ofurstjarnan Kim Kardashian og leikkonan Charlize Theron, sú síðarnefnda sérstak- lega heiðruð við þetta tilefni, fyrir framlag sitt til kvikmyndalistar- innar. Rótgróið bransatímarit The Hollywood Reporter, skamm- stafað THR, er bandarískt tímarit sem kemur út í prent- og veformi. Tímar itið leg g ur áherslu á umfjöllun um skemmtanabrans- ann, kvikmyndir, sjónvarp og af þreyingu í allri sinni dýrð. Tíma- ritið á sér langa sögu og var stofnað árið 1930, upphaflega með áherslu á viðskipti í kvikmyndaborginni. Fyrstu starfsárin einkenndust af hatrömmum málaferlum af hálfu keppinautarins Variety, sem sökuðu The Hollywood Reporter um ritstuld. Stofnandi blaðsins og fyrsti ritstjóri, William Wilkenson, varð náinn vinur auðjöfursins og ævintýramannsins Howard Hug- hes, sem reyndist heppilegt á fyrstu áratugum blaðsins. Blaðið hefur síðan farið í gegnum nokkur eigendaskipti og heyrir í dag undir Penske Industries sem fara meðal annars með rekstur Variety, The Rolling Stone og f leiri þekktra tímarita. n Kraftmiklar konur heiðraðar á galakvöldi Addison Rae er einn tekjuhæsti TikTokari sögunnar. Janelle Monaé hefur verið tilnefnd til Grammy verðlauna átta sinnum. Denise Richards var ein skærasta stjarna kvikmyndanna á níunda ára- tugnum. Heidi Klum er fyrsti Þjóðverjinn sem situr fyrir hjá Victoria‘s Secret nær- fatarisanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Jamie King sló í gegn í stórmyndinni Pearl Harbor árið 2001. 28 Lífið 8. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.