Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 21

Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 21
Leikhúsmál 21 hér í Reykjavík, og setja svip á hina ýmsu bæjarhluta, eru: Landakotskirkja, Sundhöll- in, Hótel Borg, Arnarhváll, Landsbankahús- ið, Laugarneskirkja, Fiskifélagshúsið, At- vinnudeild Háskólans, Rannsóknardeildin og Fæðingardeild Landsspítalans, Landssíma- hús og Gagnfræðaskóli Austurbæjar, verka- mannabústaðir í austur- og vesturbæ. Enn fremur hafði hann lokið uppdráttum að fyrir- hugaðri Hallgrímskirkju, er var eitt af stærstu verkum hans, — en lítill hluti þess- arar kirkju hefur verið byggður, og er bráða- birgðahúsnæði fyrir söfnuðinn. í sambandi við byggingu Þjóðleikhússins gerði húsameistari tilraunir með múrhúðun úr muldum, íslenzkum bergtegundum. Olli það byltingu um útlit steinsteypuhúsa, og hefur sett meginsvip sinn á byggðina síðan. Þjóðleikhúsið var fyrsta byggingin, sem klædd var hinum nýja skrúða, og þar með leyst vandamál, sem haft hefur varanleg áhrif á byggingarmálin. Þegar þess er gætt, að störf húsameistara ríkisins voru jafnframt bundin við meiri- háttar opinberar byggingar víðsvegar um landið, sést glögglega hversu óvenjulegt og heilladrjúgt starf hans var í þágu byggingar- listarinnar, á þrjátíu og fimm ára starfsferli. Reykjavíkurbær hefur vaxið með þessum byggingarframkvæmdum í það að verða höf- uðborg, og þótt þróunin í byggingarsögu bæj- arins þetta árabil sé að sjálfsögðu einnig tengd fleirum, sem lagt hafa fram drjúgan skerf og góðan, þá hefur ríkulegasta tæki- færið verið lagt í hendur brautryðjandanum, Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Reykjavíkurbær stendur í mikilli þakk- lætisskuld við hann, að afloknu óvenjulega merku ævistarfi. Skýringar við myndir á bls. 21. Að ofan: Halla í öðrum þætti: (Inga Þórðardóttii'). Að neðan: Kári: (Róbert Arnfinnsson). Halla: (Inga Þórðardóttir) í fjórða þætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.