Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 21
Leikhúsmál
21
hér í Reykjavík, og setja svip á hina ýmsu
bæjarhluta, eru: Landakotskirkja, Sundhöll-
in, Hótel Borg, Arnarhváll, Landsbankahús-
ið, Laugarneskirkja, Fiskifélagshúsið, At-
vinnudeild Háskólans, Rannsóknardeildin og
Fæðingardeild Landsspítalans, Landssíma-
hús og Gagnfræðaskóli Austurbæjar, verka-
mannabústaðir í austur- og vesturbæ. Enn
fremur hafði hann lokið uppdráttum að fyrir-
hugaðri Hallgrímskirkju, er var eitt af
stærstu verkum hans, — en lítill hluti þess-
arar kirkju hefur verið byggður, og er bráða-
birgðahúsnæði fyrir söfnuðinn.
í sambandi við byggingu Þjóðleikhússins
gerði húsameistari tilraunir með múrhúðun
úr muldum, íslenzkum bergtegundum. Olli
það byltingu um útlit steinsteypuhúsa, og
hefur sett meginsvip sinn á byggðina síðan.
Þjóðleikhúsið var fyrsta byggingin, sem
klædd var hinum nýja skrúða, og þar með
leyst vandamál, sem haft hefur varanleg áhrif
á byggingarmálin.
Þegar þess er gætt, að störf húsameistara
ríkisins voru jafnframt bundin við meiri-
háttar opinberar byggingar víðsvegar um
landið, sést glögglega hversu óvenjulegt og
heilladrjúgt starf hans var í þágu byggingar-
listarinnar, á þrjátíu og fimm ára starfsferli.
Reykjavíkurbær hefur vaxið með þessum
byggingarframkvæmdum í það að verða höf-
uðborg, og þótt þróunin í byggingarsögu bæj-
arins þetta árabil sé að sjálfsögðu einnig
tengd fleirum, sem lagt hafa fram drjúgan
skerf og góðan, þá hefur ríkulegasta tæki-
færið verið lagt í hendur brautryðjandanum,
Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins.
Reykjavíkurbær stendur í mikilli þakk-
lætisskuld við hann, að afloknu óvenjulega
merku ævistarfi.
Skýringar við myndir á bls. 21.
Að ofan:
Halla í öðrum þætti: (Inga Þórðardóttii').
Að neðan:
Kári: (Róbert Arnfinnsson).
Halla: (Inga Þórðardóttir) í fjórða þætti.