Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 19
Leikhúsmál
19
Nýársnóttin. I. þáttur: Fá vinstri: Emilía Borg sem Margrét: Regína Þórðardóttir sem Anna.
Valur Gíslason sem Grímur og Gestur Pálsson sem Guðmundur bóndi.
Hörður Bjarnason:
Byggingameistari
Þjóðleikhússins
Guðjón Samúelsson
prófessor
Prófessor Guðjón Samúelsson, húsameist-
ari ríkisins, hefur verið kvaddur til hinztu
hvíldar eftir langan og merkan starfsdag í
þjónustu byggingarmála þjóðarinnar. —
Hann lézt í Landsspítalanum, þriðjudaginn
25. apríl s.l., eftir langa vanheilsu.
Guðjón Samúelsson var kvaddur til starfa
að afloknu fullnaðarprófi við Listaháskólann
í Kaupmannahöfn, fyrir meira en þremur
tugum ára, og þá fengið í hendur hið vanda-
sama hlutverk brautryðjandans, því hann
var fyrsti íslendingur, er hlotið hafði fulln-
aðarmenntun í byggingarlist.
Starfsferill hans hófst á þeim tímum í
sögu þjóðarinnar, er framfaraöflin voru að
leysast úr læðingi, og grundvöllurinn að
skapast undir efnalegu og andlegu sjálfstæði.
Saga þeirra tíma geymir nöfn brautryðjend-
anna, er hver á sínu sviði lögðu hornsteina
í þjóðfélagsbygginguna. í þeirra hópi hefur
húsameistarinn skapað sér öruggan og virðu-
legan sess með merku ævistarfi.
Hér verða eigi rakin einstök æviatriði pró-
fessors Guðjóns Samúelssonar. Það hefur