Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 29

Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 29
Leikhúsmál 29 V. íslandsklukkan. Bókasafn Arnæusar i Kaupmannahöfn. Frá vinstri: Jón Hreggviðsson (Br. Jóh.). Metta (Regína Þórðard.) Arnæus (Þorst. Ö. Stephensen). henni veigamikil hlutverk. Rödd hennar er einkar viðfeldin, framburðurinn skýr og hreyfingar hennar og látbragð með ágætum. Annað aðalhlutverkið, Jón Hreggviðsson, lék Brynjólfur Jóhannesson. —. Jón Hregg- viðsson minnir um margt á nafna sinn í Gullna hliðinu, sem Brynjólfur lék á sínum tíma af frábærri snilld. Ég var því hálf- smeykur um að þessir tveir heiðursmenn mundu verða nokkuð svipaðir í meðferð Brynjólfs. Sú varð þó ekki raunin á. Brynj- ólfur hafði komið auga á ættarmótið og séð við hættunni. Jón Hreggviðsson varð í hönd- um hans ný persóna, er skipar virðulegan sess í hinu fjölbreytta safni Brynjólfs af slík- um kjörgripum. Þorsteinn Ö. Stephensen lék assessor Ar- nas Arnæus, hinn tiginmannlega og hóg- væra lærdómsmann. Hann er fremur bragð- daufur frá hendi höfundarins og hefur Þor- steinn ekki bætt úr því. En leikur Þorsteins er öruggur og áferðargóður, og gervið gott. Gestur Pálsson fór með hlutverk Magnúsar í Bræðratungu, eiginmanns Snæfríðar. Magn- ús er olnbogabarn höfundarins, er gerir hann að slíku úrþvætti, að yfir tekur. Gestur fer mildari höndum um Magnús, gerir hann mannlegri en höfundurinn vill vera láta, og fer vel á því. Annars er hlutverkið allvanda- samt, og er leikur Gests yfirleitt mjög góður. Dómkirkjuprestinn, séra Sigurð Sveinsson, lék Jón Aðils. Er það allmikið hlutverk og leysir Jón það vel af hendi. Lárus Pálsson fór með tvö hlutverk í leikn- um, — gamla manninn í byrjun fyrsta þáttar og Jón Guðmundsson Grinvicensis aðstoðar- mann Amæusar. Leysir hann bæði þessi hlut- verk vel af hendi. Einkum er leikur hans í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.