Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 25

Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 25
Leikhúsmál 25 til öndvegis í.leiknum, ekki ein sáluhjálpleg. Leiklausnir Jóhanns Sigurjónssonar í eigin- handriti hans sjálfs af fyrstu gerð leiksins varpa birtu langt inn í hina þættina þrjá. Það er að lokum Kári, karlmaðurinn, sem er sigurvegarinn eftir hlutlæga rannsókn á eðli hungursins og áhrif þess á rómantískt ástalíf. Hann segir, þegar þau Halla hafa fengið saðningu: „Nú skal ég búa upp rúmið okkar. — Svo förum við að sofa. Þegar við vöknum, borðum við meira. Þá kann að. vera, að vorið verði komið — og verði það ekki, má það einu gilda“ o. s. frv. Margskammaður „hrossakjötsendir11 leiksins gerir Kára ótví- rætt að karlmanni. Hin gerðin, sú með leiks- lokum harmleiksins, er öllu viðsjárverðari fyrir Kára, eða þann, sem það hlutverk leik- ur. Þar bíður hin rómantíska hetja (konung- ur) fjallanna ósigur, hans hlutskipti er að- eins að elta Höllu út í hríðina. Hún á leikinn. Fjórði þáttur í Fjalla-Eyvindi er prófraunin fyrir hverja þá leikendur, sem taka að sér hlutverk Höllu og Kára. Með þann þátt stöð- ugt í huga verður að leika hina þrjá. Þess vegna er „hrossakjötsendirinn“ ef til vill ekki fráleitur fyrir ungt fólk, sem ræður ekki við hin hrikalegu örlög, en getur með góðri tilsögn túlkað hið sálfræðilega rann- sóknarefni Jóhanns Sigurjónssonar eins og það birtist í fyrstu gerð leiksins, fjórða þætti með heitinu „Hungur“. Lærdómsríkt er að bera saman þýðingu á þessum stað og víðar hjá Gísla Ásmundar- syni (Rit eftir J. S„ Mál og menning, 1940). Þýðingin er ólastanleg út frá almennu sjónar- miði, en nær hvergi hlutlægni Jóhanns: „Nú skal ég búa um okkur, og svo förum við að sofa. Þegar við vöknum etum við aftur. Ef til vill verður komið vor, þegar við vöknum, og þótt svo verði ekki, gerir það ekkert til.“ O. s. frv. Fjórði þáttur leiksins óx hinum ungu leik- endum, sem nú fóru með hlutverkin, Ingu Þórðardóttur og Róhert Arnfinnssyni, ekki yfir höfuð. Það er mikill persónulegur sigur fyrir þau og lofar góðu fyrir leiklistina hér, því að segja má um þau bæði, að hlutverkin hafi vaxið í höndum þeirra við hverja sýn- ingu leiksins, en frumsýningin svipur hjá Björn: (Þorst. Ö. Stephensen). sjón, þegar á leið sýningarnar. Á seinni sýn- ingum leiksins hefur fjórði þáttur hins vegar náð hinum ógnþrungnu áhrifum, sem krefj- ast verður af þessari gerð leiksins, og er helzt fyrir að þakka, að leikkonan Inga Þórðar- dóttir, hefur tekið forustuna í sínar hendur, en Kári, Róbert Arnfinnsson, hefur bæði um- bætt gervi sitt og stillt leikhraða og hreyf- ingar eftir forustu-hlutverki Höllu. Þetta er þeim báðum til sóma, og er óskandi, að þau vinni með tíð og tíma hlutverkin í hinum þáttunum þrem til fulls samræmis við fjórða þátt, en nokkuð skortir á að svo sé, einkum hjá Róbert, sem virðist eiga erfitt með að samlaga persónu sína óbreyttum, íslenzkum alþýðumanni. Emilía Jónsdóttir gerði Guðfinnu óþarflega snurfussulega, en hélt annars ekki ólaglega á litlu efni, drengurinn, Bernharð Guð- mundsson, lék smalann með líf og sál, Pétur Jónsson var hressilegur eins og fyrri daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.