Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 3

Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 3
r n Eigandi og ritstjóri: Haraldur Björnsson j [EiK.HDSmflL r n Agreiðsla: Þjóðleikhúsinu Sími 6974 ______________________/ TÍMARIT FYRIR LEIKLIST — KVIKMYNDIR — ÚTVARPSLEIKI — 9. árg. nr. 3—4 Har. Björnsson: VÍGSLA ÞJÓÐLEIKHÍISSINS r " ;---------------------------------------------"— A sumardaginn fyrsta, pann 20. apríl 1950, var Þjóðleik- húsiÓ vígt, með miklum og eftirminnilegum glœsihrag. — Opnun þessarar stofnunar markar mikilsverÓ óg þýðingar- mikil tímamót í menningarsögu Islendinga. Vígslu Þjóðleikhússins á sumardaginn fyrsta, var beðið með mikilli eftirvæntingu af öllum landslýð. Þá var langþráðu takmarki náð, sem gladdi alþjóð. Takmarki, sem gefur ástæðu til hinna djörfustu vona um menn- ingarhlutverk leikhússins á komandi árum. Fæstir af þeim, sem óskuðu þess, gátu verið viðstaddir athöfnina. Leikhúsið rúmar 660 manns í sæti. Og þó að vígsluhátíðinni væri útvarpað, munu hlustendur þó ekki hafa getað notið nema lítils af því, sem fram fór við þessa hátíðlegu athöfn. Fáir gestanna munu hafa komið áður í Þjóðleikhúsið, og allir undruðust glæsibrag og virðuleik þessara nýju húsakynna leik- listarinnar, sem svo lengi hefur beðið eftir samastað, sem væri henni samboðinn. Kl. 7,15 var hið fagra en látlausa áhorf- endasvið alskipað prúðbúnu fólki. Reykvík- ingar, og gestir víðsvegar að, tjölduðu því sem til var, þetta merkilega kvöld. Nokkrar konur höfðu skrýðzt íslenzka faldbúningn- um, sem er sjaldséður nú orðið, þær glóðu hreint og beint í silfri og gulli, og juku á þann hátíðarbrag, sem var yfir óhorfendun- um. Forsetafrúin gekk í stúku forsetans. I fylgd með henni voru forsætisráðherrahjónin. Loftið var þrungið af hátíðlegri alvöru og eftirvæntingu þessa sögulega atburðar. Vígsluhátíðin hófst. Nýja sinfóníuhljóm- sveitin lék þjóðsönginn. Páll ísólfsson stjórn- aði. Vilhjálmur Þ. Gíslason, formaður leik- húsráðs, gekk því næst upp á leiksviðið framan við tjaldið. Hann ávarpaði forseta- frúna og ríkisstjórnina; og bauð gestina vel- komna. Hann kvað þetta fagra musteri eiga að vera vígi til varðveizlu og eflingar þjóð- legra verðmæta lífs og listar. Hann talaði um þær hugsjónir, sem bundnar væru við þjóðleikhúsið íslenzkri menningu til gagns og landsfólkinu til gleði. Hann kvað það verkefni Þjóðleikhússins „að þjóna listinni og styrkja hana, að standa vörð um rétt hennar og um frelsi listamannsins og um vægðarlausar kröfur til einlægni og vand- virkni. Öll list er höfðingleg í uppruna sín-- um og anda, en tilgangur hennar er þjón- usta við lífið og hún á að riá til allra.“

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.