Leikhúsmál - 01.06.1950, Qupperneq 42
42
Leikhúsmál
Annette í 1. þætii (Sigrún Magnúsdóttir).
hún er, og bæði áhorfendur og leikarar mega
minnast þeirra húsakynna með þakklæti,
þrátt fyrir allt.
En það var „Bláa kápan.“ Ég geri varla ráð
fyrir, að leikhússgestir almennt hafi gert sér
ljóst hvílíkt listrænt afrek þeir menn hafa
unnið, sem hafa forustu á hendi um undir-
búning og framkvæmd þessarar sýningar.
Enda þótt þessi söngleikur geri að vísu ekki
stórfelldar kröfur til leiksviðstækni, eru þær
mun meiri heldur en hægt er að verða við
í Iðnó, nema þar séu hálfgerðir töframenn
að verki. Og það eru þeir einmitt, Haraldur
Björnsson og Lárus Ingólfsson. Það er raun-
ar ekki í fyrsta skiptið sem þeir sýna það og
sanna í bardaganum við örðugleikana í Iðnó.
Leikstjórn Haraldar er hnitmiðuð, örugg og
smekkleg. Ekkert fálm, engin ákvæðisvinna,
eða virðingarleysi fyrir smáatriðum. Leik-
tjöld Lárusar mjög falleg og hreinasta undur
hvað hann getur gert litla leiksviðið stórt.
Ljósin voru ágæt hjá H. Backmann, enda
hefur honum stundum boðizt brattara.
Þegar minnzt er á leikendur, verður að
hafa það hugfast, að þeir eru, sumir hverjir,
fyrst og fremst valdir í hlutverkin sem söngv-
arar, og því ekki unnt að gera til þeirra sömu
kröfur og sviðvanra leikara. Sé þessa gætt,
er furðulegt hve heildarsvipur leiksins er vel
mótaður, og má auðvitað fyrst og fremst
þakka það elju leikstjórans og nákvæmni.
Bjarni Bjarnason lék Walter kaupmann,
Jörgen Walter (Bjarni Bjarnason).