Leikhúsmál - 01.06.1950, Side 57

Leikhúsmál - 01.06.1950, Side 57
Leikhúsmál 57 Ágúst Kvaran. sjónleikurinn „Piltur og stúlka“ eftir Emil Thoroddsen, saminn upp úr sögu Jóns Thor- oddsen, samnefndri. Leikstjóri var Jón Norð- fjörð. Er hann svo kunnur leikari og leik- stjóri, að óþarfi er að kynna hér starfsemi hans frekar. Leikurinn var mjög vel sóttur, urðu alls 15 sýningar á honum, sem er meðal því fjölsóttasta eftir því sem hér gerist. Yfir- leitt tókst sýningin, eftir atvikum, vel. Fylgir og hér með hópmynd af leikendum og að- stoðarfólki. Talið frá vinstri: Fremsta röð sitjandi: Indriði á Hóli (Sveinn Kristjánsson) Barn úr forleiknum Sigríður í Tungu (Bergrós Jóhannsdóttir) (þar næst barn úr forleiknum) 1. vermaður (Tryggvi Kristinsson). Önnur röð, sitjandi: Gróa á Leiti (Sigur- jóna Jakobsdóttir) Ingibjörg á Hóli (Jónína Þorsteinsdóttir) Ingveldur í Tungu (Freyja Antonsdóttir) Leikstjórinn, Jón Norðfjörð, Maddama Ludvigsen (Sigríður Pálína Jóns- dóttir) Stína (Matthildur Olgeirsdóttir). Þriðja röð standandi: Rósa (Ingibjörg Sig- urðardóttir) Guðrún (Matthildur Sveinsdótt- ir) Stína (Sigríður Hermannsdóttir) Val- gerður (Oddný Laxdal) Kristján (Hólmgeir Pálmason. 2. vermaður (Vignir Guðmunds- son) Séra Tómas (Halldór Jónsson) Sigurður (Jón Kristinsson) Jón (Jón Ingimarsson) Guð- mundur á Búrfelli (Benedikt Hermannsson) Levi (Júlíus Ingimarsson) Bárður á Búrfelli (Björn Sigmundsson) Þorsteinn matgoggur (Elías Kristjánsson). Raðirnar þar fyrir aftan eru af ýmsum starfsmönnum leiksins, nema einn leikandinn Möller (Sigurður Kristjáns- son) er annar maður í öftustu röð. Yzt til hægri í næst öftustu röð er formaður L. A. (Guðmundur Gunnarsson). Leiktjöldin í báða leikina málaði Haukur Stefánsson. Akureyri, 12. marz 1950. Hallgr. Valdimarsson. Síðasta leikrit L. A., á þessu leikári, var „Uppstigning“ eftir Sigurð Nordal prófessor. Leikstjóri var Ágúst Kvaran. Aðalhlutverkin voru leikin af þessum leikurum: Sr. Helgi: Guðm. Gunnarsson. Frú Herdís: Björg Bald- vinsd. Jóhanna Einars: Matthildur Sveinsd. Frk. Johnson: Margrét Steingrímsd. Frú Skagalín: Jónína Þorsteinsd. Frú Davíðsen: Sigr. Jónsdóttir. Dulla: Bergrós Jóhannsd. Konsúllinn: Þórir Guðjónsson. Eftir leikdómum Akureyrarblaðanna, virð- ist einkar vel hafa verið til þessarar sýningar vandað, og leikendur leyst hlutverk sín mjög vel af hendi. Má segja, að L. A. hafi verið allathafnasamt á þessu leikári, og er það vel farið. — iti þjóðleÍkhúsið í Leikskóli Þjóðleikhússins mun taka til starfa um miðjan október. — Kennsla fer fram síðari hluta dags. Nemend- ur skulu hafa lokið gagnfræðaprófi eða hlotið einhverja hliðstæða menntun. — Inntökupróf verður í framsögn og leikhæfni. Umsóknir ásamt afriti af prófskírteini og meðmælum, sendist Þjóðleikhússtjóra fyrir 20. sept. n.k. Þjóðleikhússtjóri.

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.