Leikhúsmál - 01.06.1950, Side 41
Leikhúsmál
41
Óperan. Frá vinstri: Folke Jonsson, frú Allard, Gösta
Björling*, Sigurd Björling, frú Görlin, Joel Berglund,
óperustjóri, Hjördis Schymberg.
þjóð. Sinfóníuhljómsveitm okkar, undir stjórn
Kurt Bendix, sem nú í fyrsta sinn lék undir,
við stórt og vandasamt óperuverk, stóð sig
svo vel, að við gátum verið stoltir af, enda
naut hún stjórnar ágæts hljómsveitarstjóra,
þar sem Kurt Bendix var. Hann stjórnaði
hljómsveitinni af mjög mikilli kunnáttu, ná-
kvæmni og hárfínum smekk. Eric Lowen
Áberg og Yngvi Thorkelsson voru leiksviðs-
stjórar. Ljósameistarar: Hans Nilsson og H.
Backmann. Leikhúsgestir tóku þessari fyrstu
óperusýningu hérlendis, með hljóðlátri, al-
varlegri aðdáun í byrjun frumsýningarinn-
ar, menn fundu auðsýnilega að hér var að
fara fram þýðingarmikill og sérstæður við-
burður í menningarlífi íslenzku þjóðarinnar,
en þegar leið á sýninguna snérist þessi
stemning í hrifningu, sem smá óx eftir því
sem á leið, og í leikslok flæddi stórkostleg
hrifning leikhúsgesta eins og voldug flóð-
bylgja inn yfir leiksviðið og leikendurna, svo
fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna; loks
eftir 11 framkallanir gátu leikhússtjóri, og
formaður leikhúsráðs flutt ávörp sín á leik-
sviðinu til hinna ágætu listamanna, ásamt
lárviðarsveig. Þeim bárust einnig fagrar
blómakörfur og rósavendir. En óperustj. færði
leikhúsinu fagran lárviðarsveig frá kgl. óper-
unni í Stokkhólmi.
Gert var ráð fyrir 6 sýningum, en vegna
geysilegrar aðsóknar var höfð ein aukasýn-
ing. Leiktjöld og búningar voru frá sænsku
Loftur Guðmundsson:
Síðasta sýning Leikfélagsins í Iðnó.
J5I. VA IvÁPAN *
Óperetta í 3 þátlum
með forleik eftir Walter og Willy Kollo.
Leikstjóri: Haraldur Björnsson.
L. R. sýndi í vetur óperettuna „Bláa
kápan“ 1 Iðnó, við eindæma góða aðsókn. Að
vissu leyti mátti telja þetta kveðjuleik félags-
ins, því að þótt svo fari, að það haldi áfram
störfum í „gamla staðnum", verður það með
öðru starfsliði og sennilega öðrum hætti. Fer
að vísu vel á því, að það kveður Iðnó með
léttum og skemmtilegum söngleik, en gaman
hefði nú verið, ef það hefði séð sér fært að
sýna þar til dæmis „Nýársnóttina“ tvisvar
til þrisvar sinnum í Iðnó, skömmu áður en
sýningar á þeim sama leik hófust í Þjóðleik-
húsinu. Þá hefðu áhorfendur fengið enn betra
tækifæri til samanburðar. Ekki þar fyrir, að
í Iðnó hefur íslenzk leiklist orðið það, sem
óperunni. í því sambandi má til gamans geta
þess, að sagt var út um bæinn, að leiktjöldin
hefðu hvergi komizt inn í húsið og orðið hefði
að saga þau sundur í smáparta, til þess að
þau kæmust inn. Sum blöðin voru meira að
segja svo ógætin, að birta þessa fjarstæðu,
sem enginn fótur var fyrir.
Þetta er óneitanlega mjög vel af stað farið.
Fullkomin óperusýning, frá einni beztu óperu
álfunnar, hefur verið sýnd í hinu nýja, fagra
leikhúsi íslands, með íslenzkri sinfóníuhljóm-
sveit. Þetta hefur verið mikill listrænn sigur
fyrir leikhúsið, og leikhússtjórann, fyrir gest-
ina, og ómetanlegur lista- 'og menningarvið-
burður fyrir leikhúsgesti. Þetta, og fleira,
sem skeð hefur þessa síðustu mánuði, bendir
í þá átt sem ber að stefna. Til að þroska lista-
smekk fólksins, og veita því andlegan unað
er það bezta — það allra bezta ekki of gott.