Leikhúsmál - 01.06.1950, Qupperneq 43

Leikhúsmál - 01.06.1950, Qupperneq 43
Leikhúsmál 43 Beate-Marie (Svanhvít Egilsdóttir). smekklega og brestalaust. Söngur hans er til muna glæsilegri heldur' en hann hefur verið að undanförnu, hvað sem því veldur, enda þótt röddin sé helzt til „föst“ á köflum. Hon- um tókst vel í harmrænu atriðunum þegar á leikinn. Svanhvít Egilsdóttir fór með hlut- verk Beate, söngur hennar fór með ágætum, einkum í tvísöngvunum með þeim Bjarna og Guðmundi Jónssyni. Olafur Magnússon, frá Mosfelli, lék Rambow greifa; skorti nokkuð á þjálfun í leik hans, til þess að hann gerði því hlutverki góð skil. Katrín Ólafs- dóttir söng og lék látlaust og smekklega í hlutverki Marie. Birgir Halldórsson lék hlut- verk Gottlieb Knuse skóara. Söngur hans var þjálfaður og röddin einkar falleg, og leikur hans er fullur af fjöri en nokkuð ýktur stund- um. Sigrún Magnúsdóttir lék hlutverk Ann- ette, og tókst með afbrigðum vel. Sigrún á þennan létta, dillandi glaða, en þó ýkju- lausa leik, sem er ákaflega sjaldgæfur hæfi- leiki. Og satt að segja var það fyrst og fremst leikur hennar, sem gaf óperettunni sinn rétta svip. Guðmundur Jónsson lék Biebitz mjög sæmilega og söngur hans er í „sérflokki“, að sínu leyti eins og leikur Sigrúnar. Valdimar Helgason, Haraldur Björnsson, Nína Sveins- dóttir og Lárus Ingólfsson léku lítil hlutverk, en gerðu þeim að vonum ágæt skil. Auk þess fóru ýmsir leikarar með enn smærri hlutverk. Dr. Urhantschitsch stjórnaði vel hljóm- sveitinni, sem hefði þó mátt vera betur sam- æfð. Biebitz (Guðmundur Jónsson).

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.