Leikhúsmál - 01.06.1950, Side 50
50
Leikhúsmál
Har. Björnsson: •
íslenzkar kvikmyndir
„Síðasti bærinn í dalnum“
Óskar Gíslason.
í hitteðfyrra sýndi Loftur Guðmundsson
kgl. ljósmyndari, hér í bænum, og víða um
land, kvikmyndina „Milli fjalls og fjöru“.
Hafði hann samið handritið, og stjórnað töku
myndarinnar.
A s.l. vetri reið annar ljósmyndari á vaðið,
Óskar Gíslason. Heitir sú mynd „Síðasti bær-
inn í dalnum“ og er handritið samið eftir
samnefndri sögu eftir Loft Guðmundsson
blaðamann. Hvort tveggja voru þetta lit-
myndir. Óskar sá sjálfur um myndatökuna
og hafði Ævar Kvaran að leikstjóra. Efnið
er sótt í þjóðsögurnar. Barátta afdalabúa við
einangrun, hjátrú, óblíð náttúruöfl — tröll
og aðra vætti — illa og góða. Álfar, dvergar,
tröll og hamskiptingar grípa inn í líf fólks-
ins á þessum síðasta bæ í dalnum. Handritið
hefur auðsýnilega verið erfitt viðureignar. í
meðvitund íslendinga hafa hamratröll borið
lit klettanna. Dvergar hafa verið taldar vitrar
verur, sem höfðu töfraráð á fingri hverjum,
og betra var að hafa með sér en mót. Þeirra
var sjaldan getið að neinu skoplegu. Álfa-
borgir voru æfintýrahallir þjóðsagnanna, þar
gat að líta geislandi ljósaraðir, og gullnar
súlur báru uppi hvolfþök þessara undra-
heima. Sú dýrð heillaði margan ungan svein
í álfheima, þegar álfameyjar gáfu þeim að
líta slíka fegurð o. s. frv.
Ljósmyndaranum hafði tekizt ýmislegt vel,
og var gaman að sumu. Talið naut sín illa.
Gallarnir voru margir, eins og í fyrri mynd-
inni. Það væri ekki sanngjarnt, að gagnrýna
þessar tilraunir, sem eru á fullkomnu byrj-
unarstigi hér. Kvikmyndataka er mikið
vandaverk, ekki sízt þegar talið kemur líka
til greina. Það hefur tekið 40 ár fyrir kvik-
myndafélög milljónaþjóðanna, að ná þeirri
tækni, sem þau ráða nú yfir. Við ættum ekki
að þurfa að ganga gegnurn þann hreinsunar-
eld af mistökum, heldur nota okkur reynslu
annarra þjóða í þessu efni. Þetta er varla til
neins. Við verðum að fá hingað útlenda menn,
sem kunna tökin á þessari tækni, og sem geta
kennt okkur. Kvikmyndafélagið „Saga“ hef-
ur farið rétt að, það hefur fengið slíkan
mann.
í þessari mynd voru allmargir leikendur.
Margir af þeim voru börn. Af fullorðnu leik-
urunum var það Jón Aðils, sem sýndi beztan
leik, sem annað tröllið, í gervi smiðsins.
Jórunn Viðar hafði samið góða músík við
myndina, sem var flutt af Félagi íslenzkra
hljóðfæraleikara, undir stjórn Dr. V. Ur-
bantschitsch. Þessi mynd var sýnd lengi hér
í bænum og víðar, við góða aðsókn, einkum
barna og unglinga, enda mun hún gerð nokk-
uð með hliðsjón af því.
Jón Aðils í hlutverki smiðsins.