Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 29

Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 29
Leikhúsmál 29 V. íslandsklukkan. Bókasafn Arnæusar i Kaupmannahöfn. Frá vinstri: Jón Hreggviðsson (Br. Jóh.). Metta (Regína Þórðard.) Arnæus (Þorst. Ö. Stephensen). henni veigamikil hlutverk. Rödd hennar er einkar viðfeldin, framburðurinn skýr og hreyfingar hennar og látbragð með ágætum. Annað aðalhlutverkið, Jón Hreggviðsson, lék Brynjólfur Jóhannesson. —. Jón Hregg- viðsson minnir um margt á nafna sinn í Gullna hliðinu, sem Brynjólfur lék á sínum tíma af frábærri snilld. Ég var því hálf- smeykur um að þessir tveir heiðursmenn mundu verða nokkuð svipaðir í meðferð Brynjólfs. Sú varð þó ekki raunin á. Brynj- ólfur hafði komið auga á ættarmótið og séð við hættunni. Jón Hreggviðsson varð í hönd- um hans ný persóna, er skipar virðulegan sess í hinu fjölbreytta safni Brynjólfs af slík- um kjörgripum. Þorsteinn Ö. Stephensen lék assessor Ar- nas Arnæus, hinn tiginmannlega og hóg- væra lærdómsmann. Hann er fremur bragð- daufur frá hendi höfundarins og hefur Þor- steinn ekki bætt úr því. En leikur Þorsteins er öruggur og áferðargóður, og gervið gott. Gestur Pálsson fór með hlutverk Magnúsar í Bræðratungu, eiginmanns Snæfríðar. Magn- ús er olnbogabarn höfundarins, er gerir hann að slíku úrþvætti, að yfir tekur. Gestur fer mildari höndum um Magnús, gerir hann mannlegri en höfundurinn vill vera láta, og fer vel á því. Annars er hlutverkið allvanda- samt, og er leikur Gests yfirleitt mjög góður. Dómkirkjuprestinn, séra Sigurð Sveinsson, lék Jón Aðils. Er það allmikið hlutverk og leysir Jón það vel af hendi. Lárus Pálsson fór með tvö hlutverk í leikn- um, — gamla manninn í byrjun fyrsta þáttar og Jón Guðmundsson Grinvicensis aðstoðar- mann Amæusar. Leysir hann bæði þessi hlut- verk vel af hendi. Einkum er leikur hans í

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.