Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 6
Okkar skoðun er að það eigi að draga úr umfanginu og það sé vel hægt, samhliða því að RÚV dragi sig út af auglýsingamarkaði. Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra Ég held að nefndin þurfi að fara yfir þetta mál. Katrín Jakobs- dóttir, forsætis- ráðherra ULLARJAKKI NÁTTÚRUVÆN EINANGRUN ÚR ÍSLENSKRI ULL 28.990,- 20% AFSLÁTTUR FRAM TIL JÓLA AF THE NORTH FACE SKÓM AF DEUTER SPEEDLITE BAKPOKUM AF ASICS SKÓM AF BARNAFATNAÐI AF HOKA SKÓM AF PÍLUVÖRUM 25% Ríkisútvarpið yrði að gerbreyta starfsemi sinni ef stofnunin hverfur af aug- lýsingamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fjármálaráðherra vill að dregið verði úr umfangi Ríkis- útvarps samhliða því að RÚV verði kippt út af auglýsinga- markaði. Ræða þurfi grund- vallarmál um hlutverk RÚV. bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisf lokksins og fjármálaráðherra, segir áhugavert hve miklu púðri fjölmiðlar hafi varið í umfjöllun um 100 milljóna króna ríkisstyrk til einkamiðla á sama tíma og þögn ríki um 335 milljóna króna aukafjárframlag til Ríkisútvarpsins. Hann vill að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. „Ég held að fyrirferð RÚV sé hluti skýringarinnar, að þessi umræða komi upp, Ríkisútvarpið er veru- lega fyrirferðarmikið og hefur áhrif á getu hinna miðlanna til að starfa. Ríkisútvarpið varpar stórum skugga yfir allan fjölmiðlamarkað- inn, það er erfitt að þrífast í skugga Ríkisútvarpsins í slagnum um aug- lýsingafé,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir að fleira hafi áhrif á rekstrarvanda einka- rekinna fjölmiðla, sem dæmi hve stór hluti af auglýsingafjárkökunni fari í samfélagsmiðla. „En mér f innst dæmigert í umræðunni að núna skulum við eyða svo miklu púðri í að ræða þá hugmynd á Alþingi að 100 milljónir renni til viðbótar einkarekinna fjöl- miðla en enginn ræði að það fara 335 milljónir til viðbótar til Ríkis- útvarpsins beint úr vasa skattgreið- enda,“ segir Bjarni. Þar vísar Bjarni til hækkunar á útvarpsgjaldinu sem skilar sér beint í auknar tekjur RÚV. Óli Björn Kára- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, lagði fram tillögu um að fallið yrði frá hækkun gjaldsins sem hefði komið í veg fyrir þessa aukningu framlaga. Sú tillaga var felld. Spurður hvort Bjarni telji að taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði svarar hann: „Já, mér fyndist það mjög æski- legt að kippa RÚV út af auglýsinga- markaði, vandinn pólitískt er hvað ætti að gera í staðinn.“ Bjarni segir ólíkar skoðanir á Alþingi um framtíð og fjármögnun RÚV. „Sumum finnst að það ætti að koma beint úr ríkissjóði það sem tapast með auglýsingatekjum, meðan aðrir segja að hækka eigi lögboðið gjald. Þá myndu heimili og lögaðilar þurfa að greiða hærra gjald vegna tapaðra tekna, en svo er það þriðji hópurinn sem segir að draga ætti úr umfanginu. Þessi sjónarmið hefur ekki náðst að sam- eina,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir einhug í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að hækka ekki útvarpsgjaldið. „Okkar skoðun er að það eigi að draga úr umfanginu og það sé vel hægt, samhliða því að RÚV dragi sig út af auglýsingamarkaði. Nú gefst líka tækifæri til að fara dýpra í grundvallarspurningar um hlutverk Ríkisútvarpsins, það held ég að yrði holl umræða,“ segir Bjarni. Einar Logi Vignisson, auglýsinga- stjóri Ríkisútvarpsins, segir að RÚV hafi ekki skoðun á því hvort það sé á auglýsingamarkaði eða ekki, lög í landinu segi til um það. Auglýsingastjórinn segir að undanfarin ár hafi þessi mál verið margrædd. „Þetta er ekki bara mál Ríkisútvarpsins sjálfs heldur snertir þetta hagsmuni fjölda fyrirtækja, fjölda auglýsenda á landinu sem hafa á þessu miklar skoðanir,“ segir Einar Logi. Auglýsingatekjur RÚV losuðu um tvo milljarða í fyrra sem er nálægt þriðjungi af rekstrarfé. n RÚV hverfi af markaði og umfang skorið niður bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra segir um N4-málið að hún hafi stutt tillögu um að auka við fjölmiðlapottinn og leggja sér- staka áherslu á dreifðar byggðir. „Í mínum huga stóð aldrei til að styrkja einhvern einn miðil um háa fjárhæð,“ segir Katrín. Hún segir þingflokk VG sammála um að hundrað milljónunum sé ekki ætlað að renna til eins miðils. Spurð hvort það kunni að stangast á við jafnræði í stjórnarskrá eða reglur um fjórfrelsið ef féð verður skilyrt viðtakendum eftir búsetu, telur Katrín svo ekki vera og bendir sem dæmi á sérstakan ríkisstuðn- ing í Noregi við landsbyggðar- miðla. „Það tíðkast alls staðar innan EES að taka tillit til búsetuskilyrða. En aðalmálið er að reglur séu faglegar og skýrar, það á enginn einn miðill að geta sótt um stuðning umfram annan,“ segir Katrín. Hún segist ekki vilja leggja mat á hvort Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í meirihluta fjárlaganefndar, hafi verið vanhæfur í málinu, þar sem mágkona hans sótti um styrkinn fyrir hönd N4. Fram hefur komið að þingmaðurinn vék ekki sæti í málinu. „Mér skilst að hann hafi ekki tekið þátt í umræðunni en hann samþykkti endanlegt nefndarálit,“ segir Katrín. Katrín treystir sér aðspurð á þessu stigi ekki til að staðhæfa hvort um spillingu sé að ræða. „En þetta er vandmeðfarið. Tengsl liggja víða hjá fjárlaganefnd þegar fjárlög íslenska ríkisins eru undir og ég held að nefndin þurfi að fara yfir þetta mál,“ segir Katrín. n Enginn miðill geti sótt stuðning umfram aðra 6 Fréttir 17. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.