Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 28
Það hefur verið lífs- reynsla fyrir níu ára gamlan dreng, að vera í einangrun í heilt ár og svo var búið að breiða yfir félaga hans að morgni. Egill Ólafsson greindist með Parkinson-sjúkdóminn fyrir tæpum tveimur árum. Þó að söngröddin víki fyrir veik- indunum hefur sköpunar- eldurinn hvergi slokknað og Egill leikur í bíómynd sam- hliða því að gefa út nýja plötu og ljóðabók. Egill Ólafsson sendi nýverið frá sér hljómplötuna „tu duende/el duende“ þar sem hann nýtur fulltingis kúbversku söngkonunnar Lissy Hernández auk Ellenar Krist- jánsdóttur og fleiri listamanna. Þá er ný ljóðabók Egils komin út sem fjallar um samband Egils við föður sinn, Ólaf Ásmundsson Egilsson, sem lést fyrir tíu árum. Að sögn Egils lét karl faðir hans soninn ekki í friði með bókina og hafði samband að handan. „Hann vitjaði mín í draumi og sagði: Ætlarðu ekki að fara að klára þetta? Hann var ekki mjög á andlega sviðinu. Hinum megin er ekki neitt, sagði hann við mig. Af því hann var klappaður upp, sagði hann. Hann dó tvisvar, var klappaður upp tvisvar og hlýddi báðum uppklöppunum. Svo var hann ekki klappaður upp í þriðja sinn,“ segir söngvarinn um föður sinn. „Ég lét eftir honum að koma þessu út og síðan hefur mig varla dreymt nokkuð,“ segir hann. „Allt í einu var ég einhvers staðar staddur og þá birtist hann. Hann hafði aldrei birst mér í draumi áður. En hann bara stóð þarna og brosti sínu kankvísa brosi.“ Egill segist þrátt fyrir þetta ekki trúa á eftirlíf, en fullyrðir þó að manneskjur erfi minningar líkt og þær erfa göngulag forfeðra sinna. Hann bendir blaðamanni á bók- ina, lítið og snoturt blátt hundrað blaðsíðna kver sem liggur á borði inn af litlum glerskála á heimili Egils og Tinnu Gunnlaugsdóttur í miðborginni, þar sem viðtalið fer fram. Það er líf, sál og saga í hverju horni. Jólaskraut sem Egill segir að gleðji barnabörnin. Hljóðfæri, skapandi orka og fjöldi stóla, svo- lítið eins og í mannlausu leikhúsi. Það er ekki furða, sé litið á lífshlaup hjónanna sem hafa verið eins og náttúruafl í íslensku menningarlífi síðustu fimmtíu árin. Fyrstu 83 blaðsíðurnar eru í ljóðformi. Síðan taka við orð- skýringar með orðum sem tengjast sjómennsku. „Þetta eru orð sem eru að hverfa úr málinu.“ Hann fer ekki nánar út í þá sálma en ræðir aðdraganda verksins, þegar hann sat hjá föður sínum áður en hann lagði í lokaferðina. Sjö drengir dóu „Ég sit við dánarbeð föður míns og er að rifja upp gamla tíma. Honum varð tíðrætt um bernskuna í fyrstu. Svo fer ég meira inn á núið og okkar samskipti. Hann talar um að það sé erfitt á milli feðra og sona. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var mjög sérstakur persónuleiki. Hafði svona allt á hornum sér en var jafnframt mikill húmoristi. En þegar hann fór að færast nær andlátinu talaði hann bara um bernskuna,“ útskýrir Egill. „Bókin er þannig skrifuð. Byrjar þannig að ég er á stofunni hjá honum og hann er með öndunarvél. Hann hjarnar alltaf við, reglulega. Svo bara fer ég í gegnum þetta, æskuna og ungdómsárin,“ segir Egill. „Hann kynntist móður minni í Danmörku. Þau áttu aldrei skap saman og skilja á versta tíma. Þegar hann er 65 ára og hún er níu árum yngri. Það var erfitt fyrir hann,“ segir Egill. Móðir Egils heitir Margrét Erla Guðmundsdóttir, og rak barnafata- verslunina Bangsa um árabil. Hún varð níræð á árinu. Egill er næstelst- ur í fimm systkina hópi. Bróðir hans Hinrik er leikari og Ragnheiður er Sonur Sjófuglsins bestur á fullu tungli Egill gaf út plötu á dögunum sem hann tileinkar listamönnum sem hann kynntist sem barn í gegnum Ríkisútvarpið og kenndir eru við latínsk-karíbska músík. Fréttablaðið/ anton brink Nína Richter ninarichter @frettabladid.is verslunarmaður. Ólafur og Margrét Erla giftu sig 9. febrúar, sem er ein- mitt afmælisdagur söngvarans sem er sjötugur. „Svo var hann hogginn líka, eins og sagt var,“ segir Egill um föður sinn og vísar til lækninga fyrri tíðar áður en pensilínið kom til landsins. Þá var vatnið tæmt úr lungunum með aðgerð, til að eyða berklabakterí- unum. Faðir Egils var aðeins níu ára gamall þegar hann fékk berklana. „Þeir lifðu tveir af níu, sjö drengir dóu. Það hefur verið lífsreynsla fyrir níu ára gamlan dreng, að vera í einangrun í heilt ár og svo var búið að breiða yfir félaga hans að morgni. Hann var merktur þessari reynslu allt lífið.“ Egill segir söguna minna sig á hversu gott fólk hefur það í dag. „Það er til pensilín, og hægt er að lækna velf lesta sjúkdóma. Menn eru að læknast af krabbameini. En að vísu ekki Parkinson, ekki enn,“ segir hann. Bestur á fullu tungli Þar vitnar Egill í stóran örlagavald í hans lífi. Hann greindist með Park- inson-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum. Egill var að sigla á bátnum sínum í sænska skerjagarðinum, hafði stungið sér til sunds og ætlaði að hífa sig aftur upp, en tókst það ekki. „Þá vissi ég ekki hvað var að ske. Tinna henti út björgunarbát. Ég klifr- aði upp í hann með aðstoð Tinnu, og lá þar í tvo tíma. Það var nógur styrkur en ég gat ekki sent hann út til handanna. En ég gat híft mig upp í bátinn bara deginum áður,“ segir hann. „Svona getur þetta verið. Maður hefur engan kraft og ég verð að hugsa um hvert skref sem ég tek. Ég er bestur á fullu tungli, það er núna.“  28 Helgin 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.