Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 74
Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 3.500 / 2.500
Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ
Mozart við kertaljós
í 30 ár
Camerarctica
Hafnarfjarðarkirkju mánudag 19. des. kl 21.00
Kópavogskirkju þriðjudag 20. des. kl 21.00
Garðakirkju miðvikudag 21. des. kl 21.00
Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudag 22. des. kl 21.00
Kammertónlist á aðventu 2022
starri@frettabladid.is
Á morgun, sunnudaginn 18.
desember, verður boðið upp á
nýjung í jólatónleikahaldi Hall-
grímskirkju, sem nefnist Syngjum
jólin inn.
„Að syngja jólin inn er vel þekkt
hefð, til dæmis á Englandi og
víða á Norðurlönd-
unum,“ segir Björn
Steinar Sólbergs-
son, organisti og
tónlistarstjóri
Hallgrímskirkju,
sem leikur á orgel
á tónleikunum á
morgun. „Kirkju-
gestum gefst þá
kostur á að undir-
búa jólahátíðina
með því að syngja
marga af ástsælustu
jólasálmunum auk
þess að hlýða á fallegan kórsöng.
Þá taka allir gestir þátt: kórarnir,
organistarnir, prestarnir og síðast
en ekki síst söfnuðurinn, sem
syngur svo mikið að það heyrist
varla í orgelinu!“
Á tónleikunum mun kór Hall-
grímskirkju syngja nokkur lög
undir stjórn Steinars Loga Helga-
sonar, en auk hans mæta góðir
gestir frá Breiðholti, en kór Breið-
holtskirkju mun syngja nokkur lög
undir stjórn Arnar Magnússonar
og kór Neskirkju í Reykjavík mun
einnig syngja nokkur lög undir
stjórn Steingríms Þórhallssonar.
Fjöldi þekktra laga
„Kórarnir munu flytja jólalög
sem flestir gesta ættu að þekkja, til
dæmis Fögur er foldin, Bjart er yfir
Betlehem, Nóttin var sú ágæt
ein og Guðs kristni í heimi,
svo einhver séu
nefnd.“
Fyrir utan að
syngja hver í sínu
lagi munu kórarnir
þrír mynda í sam-
einingu um 100
manna kór sem
Björn segir að muni án
efa heilla kirkjugesti.
Prestar safnaðanna
taka þátt í tónleikunum
með lestrum úr ritningunni
og biskup Íslands, frú Agnes M.
Sigurðardóttir, blessar söfnuðinn í
lok tónleikanna.
Fyrr um daginn, eða kl. 11,
verður einnig fjölskylduguðsþjón-
usta og jólaball í Hallgrímskirkju.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 á
morgun, sunnudag, í Hallgríms-
kirkju. Aðgangur er ókeypis. n
Nánar á hallgrimskirkja.is.
Jólin sungin inn í Hallgrímskirkju
Það verður
notaleg jóla-
stund í Hall-
grímskirkju á
morgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Þorbjörg Svana Gunnars
dóttir byrjaði að nota
Protis® kollagen fyrir ári og
hefur fundið fyrir miklum
jákvæðum breytingum á
húðinni og hárinu, en einn
ig hafa liðverkir minnkað til
muna. Þessar breytingar hafa
hjálpað henni við bata eftir
slys sem sendi hana í veik
indaleyfi fyrir þremur árum.
Þorbjörg Svana Gunnarsdóttir er
lærð hárgreiðslukona, útstillinga-
hönnuður og hundaþjálfari, en
hún hefur verið í veikindaleyfi
vegna slyss sem olli henni vægum
heilaskaða fyrir þremur árum.
Hún er að vinna í bata og segir að
kollagenið frá Protis hafi hjálpað
sér gríðarlega við að jafna sig á
ýmsu sem misfórst eftir slysið.
„Vinkona mín benti mér á að
prófa kollagenið og ég byrjaði að
taka það inn fyrir ári síðan. Hún
talaði ofboðslega vel um þetta og
ég hafði séð þetta hjálpa henni
mikið og sjálf er ég búin að leita
allra ráða til að verða aftur ég eftir
slysið, þannig að ég prófaði,“ segir
Þorbjörg. „Ég er rosa þakklát fyrir
ábendinguna, því ég er búin að
prófa ýmislegt sem hefur verið
mælt með án teljandi árangurs og
margt af því er miklu dýrara, en
fæðubótarefnin frá Protis eru æði.
Ég er mjög þakklát fyrir að finna
svona gæðavöru á góðu verði.“
Áhrifin komu á óvart
„Ég finn rosalegan mun á mér og
satt að segja kom það mér á óvart
hvað þetta breytti miklu, því ég hef
prófað kollagen frá öðrum fram-
leiðendum sem hjálpaði mér ekki
eins mikið,“ segir Þorbjörg. „Eftir
slysið fór allt kerfið mitt í klessu
en ég finn núna mikinn mun á
hárinu, húðinni og er mun betri,
finn ég, af liðverkjum.
Ég hef alltaf verið íþróttakona en
eftir slysið varð ég mjög veik og lið-
irnir veiktust svo mikið að ég gat
ekkert gert. En síðasta hálfa árið
hef ég getað byrjað að hreyfa mig
aftur,“ segir Þorbjörg. „Nú
get ég stundað líkamsrækt
aftur, ekki mikið að vísu,
en ég finn mun, sem er
frábært.“
Húðin ekki lengur
eins þurr
„Ég hef alltaf glímt við
exem og verið með
mjög þurra húð svo
ég hef þurft að bera
á mig krem, body
lotion og skrúbba
hælana, en eftir að
ég byrjaði að nota
kollagenið þarf ég
ekki lengur body
lotion og finn mun
á hælunum líka, því
ég er ekki lengur eins
þurr í húðinni,“ segir
Þorbjörg. „Núna finnst mér hún
hafa miklu meiri gljáa og hreinlega
glansa, án þess að vera feit. Húðin
er miklu meira lifandi, ferskari og
hún bara glóir. Þannig að ég finn
hvað þetta hjálpar henni mikið.“
Hárið þykkara og heilbrigðara
„Ég vann sem hárgreiðslukona
fyrir slysið svo ég spái mikið í hári.
Ég hef tekið eftir því að það kemur
rosamikill gljái í
hárið og mér finnst
það síkka hraðar,
það er þykkara
og það er falleg
hreyfing og miklu
meira líf í því,“ segir Þorbjörg. „Það
er bara algjör snilld. Allir vilja hafa
fallegt hár og konur sækjast sér-
staklega eftir því að fá gljáa í hárið
og þetta er undraefni fyrir það.
Ég hef líka séð mikinn mun á
hári vinkonu minnar sem benti
mér á þetta. Hárið hennar var í
vondu ástandi áður en hún byrjaði
að nota kollagenið, það var mjög
fíngert og síkkaði aldrei því það
brotnaði svo auðveldlega,“ útskýrir
Þorbjörg. „En nú er það orðið fal-
legt og heilbrigt og ég hef aldrei séð
hana með svona sítt hár.
Það er magnað hvað álag, áföll
og streita hefur mikil áhrif á hárið.
Eftir slysið tók ég eftir miklum
neikvæðum áhrifum á hárið mitt
en eftir að ég byrjaði á kollageninu
hefur það lagast mikið. Þetta
er bara geggjuð vara og algjört
töframeðal, enda er ég í hálfgerðri
áskrift,“ segir Þorbjörg að lokum.
Um Protis® kollagen
Kollagen er náttúrulegt prótín og
eitt helsta byggingarefni líkamans.
Gott að vita um Protis® kollagen:
n Mikið magn virkra efna
n Engin aukefni
n Sýnilegur árangur á 30 dögum
n Íslenskt hugvit og framleiðsla
n Ekkert gelatín eða sykur
Protis® kollagen er framleitt úr
íslensku fiskroði. Varan er einstök
blanda af bestu innihaldsefnum
sem öll styðja við styrkingu á húð,
hári og nöglum. Kollagen úr fiski
er áhrifaríkara en kollagen úr
landdýrum þar sem upptaka úr
meltingarvegi er betri.
Helstu innihaldsefni:
n SeaCol® er blanda af vatns-
rofnu kollageni úr íslensku
fiskroði og vatnsrofnu
þorskprótíni úr íslenskum
þorski. SeaCol® tekur þátt í
að styrkja vefi líkamans og
viðhalda teygjanleika
n C-vítamín tekur þátt í myndun
kollagens í líkamanum
n Hýaluron-sýra er eitt mest
rakagefandi efni náttúrunnar
og viðheldur meðal annars
raka húðarinnar
n Kóensím Q10 er að finna í nær
öllum frumum líkamans. Það
er mikilvægt fyrir endurnýjun
fruma eins og húðfruma
n B2- og B3-vítamín, sink, kopar
og bíótín fyrir hárvöxt, endur-
nýjun húðar og vöxt nagla
Protis® Kollagen fæst í næsta
apóteki, heilsuvöruverslun og
stórverslun. Nánar á protis.is.
Protis kollagen gaf húðinni og hárinu gljáa
Þorbjörg Svana Gunnarsdóttir segir að kollagenið frá Protis
sé algjört töframeðal. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Kolla-
genið frá
Protis er komið
í nýjar umbúðir
með nýtt og
ferskt útlit.
4 kynningarblað A L LT 17. desember 2022 LAUGARDAGUR