Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 20
stjörnur andstæðinganna. Svo sjá
menn þegar líður á leikinn hvernig
skal stela sigrinum,“ segir Einar
Hann segir í raun ómögulegt
að segja til um hvernig leikurinn
þróast og fer, þarna séu tvö jöfn lið
að mætast. „Þegar þú ert kominn
í úrslitaleikinn þá áttu að geta
sagt fyrir leik að það séu tvö lið
sem fyllilega verðskulda að verða
heimsmeistarar og það sé í raun
50/50 hvort liðið verði heimsmeist-
ari. Maður fékk ekki þá tilfinningu
fyrir fjórum árum, maður taldi þá
Króatana sprungna þegar það kom
að úrslitaleiknum. Maður horfir
núna á bæði þessi lið, að þau gætu
bætt einu lóði ofan á og sýnt okkur
einhverja töfra.“
Augnablikið hans Messi
Messi er að spila á sínu síðasta
Heimsmeistaramóti, þetta er hans
síðasti séns að fara af sviðinu sem
goðsögn í heimalandinu og fara á
sama stall og Diego Maradona þar
í landi. „Þetta er klárlega risaaugna-
blik fyrir Messi og fótboltann, að
geta lagt til hvílu þá eilífðarum-
ræðu um hver sé bestur í sögunni.
Það er búið að tönnlast á því í tólf ár
að Messi verði að vinna þennan titil
til að teljast sá besti í sögunni. Það
er bæði mjög skiljanleg umræða en
líka pínu skrýtin, hann hefur áður
farið í úrslitaleikinn. Það fór ekki
vel 2014, en hann virkar allt öðru-
vísi núna en áður með argentínska
liðinu,“ segir Einar Örn.
„Hann er meðvitaður um það að
þetta er hans síðasti séns og með-
vitaður um að hann getur látið
þetta gerast, hann er í miklu meira
aðalhlutverki hjá Argentínu á þessu
Heimsmeistaramóti en hann hefur
áður verið. Þetta er meira gert í
kringum hann og hann er að grípa
það tækifæri og hlaupa með það
hingað til. Hann hefur komið að
átta mörkum í keppninni.
Það hversu mikla þýðingu leikur-
inn hefur fyrir Messi og alla þjóðina
þá gæti augnablikið orðið yfirþyrm-
andi. „Það er hætta á því, hann er
mennskur eins og allir aðrir. Hann
meðtekur stærð augnabliksins
fyrir sig og það þarf ekkert að segja
honum það hvaða þýðingu þetta
hefur fyrir fólkið heima í Argent-
ínu, það þarf ekki að segja honum
þá sögu alla. Þetta getur verið stórt
og erfitt augnablik fyrir hann.
Hann er aðeins lemstraður og
er tæpur aftan í lærinu, hann æfði
ekki á fimmtudag. Hann er pínu
tæpur en ég hugsa að aldurinn og
reynslan vinni með honum frá því
fyrir átta árum. Allt sem hann er
búinn að lifa og sjá, hann veit að
þetta er síðasti sénsinn,“ segir Einar
um stöðuna á þessum magnaða
íþróttamanni.
Mbappe gæti klárað þetta
Hjá Frakklandi snýst leikurinn um
hinn 23 ára gamla Mbappe. Um
hann snýst leikur Frakklands og
sögubækurnar fara vel með hann
ef þeir frönsku fara með sigur af
hólmi. „Þá erum við loksins búin að
finna einhvern sem gæti jafnað eða
skákað þessu meti Pele, sem vann
þetta þrisvar. Maður hélt að það
væri óhugsandi í nútíma fótbolta.
Mbappe er ótrúlegur leikmaður, og
eins og Messi hinum megin þá gæti
hann unnið þetta upp á sitt eins-
dæmi. Það eru veikleikar í franska
liðinu eins og hjá Argentínu. Ég ætla
ekkert að gefa Frökkunum það að
þeir séu eitthvað líklegri til sigurs,“
segir Einar Örn, en hvernig spáir
hann úrslitaleiknum?
„Ég spái 2-1 sigri Argentínu og það
er út frá því að ég spáði þeim sigri
í mótinu áður en það hófst, ég get
ekki skipt um skoðun núna.“ n
Fótboltaveislan tekur enda
í Katar á sunnudag þegar
leikið verður til úrslita, innan
vallar hefur mótið heppnast
frábærlega og það endar á
stórleik þar sem Argentína
og Frakkland eigast við á
hinum glæsilega Lusail velli
sem tekur tæplega 90 þúsund
áhorfendur í sæti.
hoddi@frettabladid.is
hm 2022 Öll augu heimsins verða
á Lionel Messi, þessum fremsta
knattspyrnumanni í heimi undan-
farin ár, á sunnudag. Draumur hans
um að verða heimsmeistari á ferl-
inum gæti orðið að veruleika, Messi
var í þessum sömu sporum árið
2014 þegar Argentína lék til úrslita
en tapaði gegn Þýskalandi. Messi
er 35 ára gamall og er meðvitaður
um að þetta er hans síðasti séns til
að ná í titilinn sem alla í Argentínu
dreymir um.
Maðurinn sem ætlar að koma í
veg fyrir það að Messi verði heims-
meistari er liðsfélagi hans hjá PSG
í Frakklandi. Kylian Mbappe er 23
ára gamall en gæti á sunnudaginn
hafa afrekað það að verða í tvígang
heimsmeistari, en Frakkar eiga
titil að verja á sunnudag. Ljóst er
að Mbappe getur skrifað sig í sögu-
bækur fótboltans og orðið einn
besti knattspyrnumaður sögunnar
þegar fram líða stundir.
Einar Örn Jónsson mun lýsa
leiknum á RÚV og bíður spenntur
eftir því að setjast fyrir framan
míkrófóninn. „Það kemur alltaf
spenna, ég hef lýst nokkrum stór-
leikjum áður. Það er farið að venjast
að lýsa stórviðburðum. HM í fót-
bolta hefur sérstakan sess í hjarta
margra," segir Einar Örn.
Hræddur um lokaðan leik
Augnablikið á sviði fótboltans
verður ekki stærra en úrslitaleikur
Heimsmeistaramótsins, Einar Örn
óttast það að liðin muni ekki gefa
mörg færi á sér framan af leik. „Von-
andi fáum við f lugeldasýningu, en
ég er pínu hræddur um að þetta
verði smá varkárni, ég átti reyndar
von á því sama fyrir fjórum árum
þegar Frakkland lagði Króatíu.
Það var f lugeldasýning, ég hugsa
að bæði lið séu mjög meðvituð um
að byrja leikinn á að stoppa helstu
Mbappe ógnar
því að draumur
Messi rætist
Leiðin í úrslitaleikinn:
Leið Frakklands í
úrslitaleikinn
n 4-1 sigur á Ástralíu
n 2-1 sigur á Danmörku
n 1-0 gegn Túnís
n 3-1 sigur á Póllandi
n 2-1 sigur á Englandi
n 2-0 sigur á Marokkó
Leið Argentínu í
úrslitaleikinn
n 2-1 tap gegn Sádi-Arabíu
n 2-0 sigur á Mexíkó
n 2-0 sigur á Póllandi
n 2-1 sigur á Ástralíu
n 6-5 sigur á Hollandi í víta-
spyrnukeppni
n 3-0 sigur á Króatíu
Lionel Messi á sér þann draum að vinna stærstu verðlaun fótboltans. Fréttablaðið/Getty
Messi er mennskur
eins og allir aðrir.
Hann meðtekur stærð
augnabliksins.
Einar Örn Jóns-
son, íþrótta-
fréttamaður á
RÚV.
Ný bók eftir metsöluhöfundana
Donaldson og Scheffler sem
skrif uðu einnig hinar vinsælu bækur
Greppikló og Greppibarnið
GÓÐ GJÖF
Kötturinn malaði, kerlingin söng,
á kústi í rokinu ferðin var löng
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
20 Íþróttir 17. desember 2022 LAUGARDAGURÍþRóttiR Fréttablaðið 17. desember 2022 LAUGARDAGUR