Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 48
Notendafjöldinn
hefur hvergi í
heiminum aukist eins og
hér á landi og erum við
virkilega þakklát fyrir
þær móttökur sem appið
hefur fengið.
Magnús Gunnarsson
Stærsti og flottasti Joe &
The Juice staðurinn hér
á landi er staðsettur á
Hafnartorgi. Staðurinn er
vel sóttur bæði af heima-
mönnum og erlendum
ferðalöngum.
Joe & The Juice opnaði á Hafnar-
torgi í júlí 2019 og er flottasti og
stærsti staður Joe & The Juice á
Íslandi hingað til. „Við höfum
fengið frábærar viðtökur frá við-
skiptavinum okkar hér í kringum
Hafnartorgið. Staðurinn er einnig
sérstaklega vinsæll hjá túristum
sem eiga leið hjá eða koma sérstak-
lega á svæðið til þess að heim-
sækja okkur, enda um alþjóðlegt
vörumerki að ræða,“ segir Magnús
Gunnarsson, rekstrarstjóri Joe &
The Juice. „Á þessu ári höfum við
kynnt til leiks nokkrar spenn-
andi nýjungar, þar á meðal Joe
kaffihylkin ásamt bananabrauði,
gulrótarkökum og fleira brauð-
meti og hafa þær nýjungar hvergi
fengið jafn góðar viðtökur og hér á
Hafnartorgi.“
Kaffið á sér dyggan aðdáendahóp
Emil Aron Sigurðarson, svæðis-
stjóri Joe & The Juice, segir
kökurnar sem þau bjóða upp á
vera sérstaklega vinsælar með
kaffinu, núna þegar kólnað hefur
í veðri. „Kaffið okkar er einmitt sá
vöruflokkur sem á hvað dyggastan
aðdáendahóp. Kaffibaunirnar á
Joe & The Juice eru sérvaldar frá
sjálfbærum kaffiframleiðanda í
Hondúras og er kaffið okkar bæði
lífrænt sem og Fairtrade vottað.“
Appið hefur vaxið hratt
Þeir segja viðskiptavini geta búist
við töluverðum nýjungum á mat-
seðli Joe & The Juice á næsta ári.
„Við hlökkum mikið til að kynna
þessar nýjungar fyrir viðskiptavin-
um okkar. Auk þess stefnum við á
enn frekari stækkun á Joe vildar-
appinu okkar, en uppgangurinn
þar hefur verið ótrúlegur á árinu.
Notendafjöldinn hefur hvergi í
heiminum aukist eins og hér á
landi og erum við virkilega þakklát
fyrir þær móttökur sem appið
hefur fengið. Þar spilar stórt hlut-
verk að með því að versla í gegnum
appið safna viðskiptavinir stigum,
og fá gjafir í appið eins og ókeypis
djúsa, samlokur en einnig Joe &
The Juice-merktan varning.“
Nánari upplýsingar á joeand
thejuice.is.
Ferskar og spennandi
veitingar á Hafnartorgi
Magnús Gunnarsson rekstrarstjóri Joe & The Juice og Emil Aron Sigurðarson, svæðisstjóri Joe & The Juice.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Girnilegar samlokur og ferskir sjeikar eru frábær blanda. Joe & The Juice á Hafnartorgi er flottasti og stærsti staður Joe & The Juice á Íslandi hingað til.
Sífellt fleiri nota Joe & The Juice appið og safna um leið stigum.
Kökurnar eru vinsælar með kaffinu þegar kólnað hefur í veðri.
8 kynningarblað 17. desember 2022 LAUGARDAGURHaFnartorg