Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 76
Það er gott að taka græn skref
í átt að jólunum, en á sama
tíma sýna sér mildi og leyfa
sér að taka bara eitt grænt
skref í einu. Við getum líklega
öll gert betur þegar kemur að
grænu skrefunum í lífi okkar.
Hér má finna nokkur dæmi
og ráð um skref sem fólk getur
stigið í aðdraganda jóla, um
jólin og eftir þau.
Græn skref að umhverfisvænum jólum
Kamila og Andrý reka frísskápinn við Bergþórugötuna í Reykjavík. Þangað er hægt að fara með mat.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Lovísa
Arnardóttir
lovisa
@frettabladid.is
Matur
Það er svo gott að borða
góðan mat. En matarsóun er
á sama tíma eitt stærsta um-
hverfisvandamál okkar tíma.
Um jólin er því gott að huga
að því magni sem við eldum
miðað við þann fjölda sem
borðar. Það er gott að vera
skipulagður og plana það vel
sem á að vera í matinn og fara
í búðina með innkaupalista.
Svo er gott að kíkja í skápana
áður en farið er út í búð því
sumt af því sem borðað er um
jólin geymist vel og er jafnvel
enn til frá síðustu jólum. Áður
en mat er hent er gott að nota
nefið og smakka. Best fyrir
dagsetningar þýða einfaldlega
best fyrir.
Bakstur
Gott er að baka aðeins það sem á að borða. Byrja á
einni týpu eða jafnvel tveimur og svo gera meira ef
það klárast. Það fjölgar á sama tíma samverustund-
unum. Það er svo hægt að gera baksturinn umhverf-
isvænni með því að kaupa lífrænt eða baka vegan.
Gjafir
Það er ýmislegt hægt að gera til að gera gjafirnar
umhverfisvænni. Það er auðvitað hægt að
sleppa því að gefa þær en það þarf ekki endi-
lega að vera lausnin. Gott er að hugsa um það
sem fólk kaupir, hver þörfin er og hvort það er
kannski hægt að kaupa það notað í Góða hirð-
inum eða í hinum fjölmörgu hringrásarhagkerfis-
verslununum eins og Barnaloppunni, Hring-
ekjunni, Gullinu mínu og Extraloppunni. Þá getur
líka verið umhverfisvænt að gefa gjafabréf eða
gjafir frá hjálparsamtökum eins og Hjálparstarfi
kirkjunnar, UN Women eða öðrum.
Pökkun
Það er umhverfisvænt og gott að
klára það sem maður á. Ef þú átt
gjafapappír sem þú hefur ekki enn
notað þá skaltu nota hann en ekki
endilega kaupa nýjan, og ef þú
gerir það þá er gott að hugsa út í
þær merkingar sem eru á honum.
Hvert má henda honum og hvort
það sé jafnvel bara hægt að
geyma hann og nota hann aftur.
Þá er hjá mörgum verslunum
sem sérhæfa sig í umhverfis-
vænum varningi hægt að kaupa
endurnýtanlegan gjafapappír,
pakkaskraut úr tré eða pappír,
sem einnig er hægt að nota aftur.
Afgangar
Það er svo gott um jólin að geta fengið sér afganga í morgunmat. En stundum er ein-
faldlega of mikið af þeim. Þá getur verið gott að hugsa út í pláss í frystinum sem er
hægt að koma matnum í. Eða jafnvel reyna að nota afgangana í aðra rétti eins og tarta-
lettur eða súpur. Það er ýmislegt hægt að finna á netinu með því að setja inn matar-
tegund og hugmyndir að uppskrift. Það er til dæmis hægt að gera góðar samlokur með
afgangskjöti og sósu og jóladagshangikjötinu er alltaf hægt að skella í tartalettu með
öllu meðlætinu. Svo er líka hægt að skella kartöflum og grænmetisafgöngum í góða
súpu.
Annað sem hægt er að gera er að gefa afgangana. Bæði er hægt að fara með þá til
ýmissa úrræða eins og Kvennaathvarfsins, Konukots og neyðarskýla fyrir heimilislausa
en nú er einnig að finna á höfuðborgarsvæðinu þrjá frísskápa sem hægt er að skilja mat
eftir í fyrir hvern sem er. Sums staðar er aðeins ísskápur en á öðrum stöðum, eins og
við Hjálpræðisherinn, er einnig frystir.
Klæðnaður
Það vilja fæstir fara í jólaköttinn en ef við hugsum út í það hefur jóla-
kötturinn örugglega þurft að aðlagast loftslagsvánni eins og aðrir.
Það er því allt í lagi að fara í föt sem við höfum notað áður. En ef fólki
hugnast það ekki er hægt að fá lánað hjá öðrum eða jafnvel að kaupa
sér notuð föt í hringrásarhagkerfisverslununum eins og Barnalopp-
unni, Hringekjunni, Gullinu mínu og Extraloppunni. Þá er það einnig
nýtilkomið að hægt er að leigja sér föt hjá fataleigunni Spjöru.
40 Helgin 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið