Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 32
ég CBD-olíu fyrir svefn og sef betur. “ Egill stendur á fætur og fer inn í eldhús. „Svo er ég með þetta nýja undralyf sem ég ætla að sýna þér. Það er Nanofy curcumin, nanó- meðhöndlað túrmerik. Þetta fór ég að taka fyrir nokkrum dögum síðan. Þetta hefur reynst mér nokkuð vel, ég er mun skapléttari,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort það er fulla tunglið sem veldur því að ég er svona kátur í dag. En ég held að ég þakki þessu í bili allavega.“ Aftur þessi fimm ára Á venjulegum degi vaknar Egill klukkan sjö. „Ég reyni að vinna eins mikið og ég get fyrstu fimm tímana. Svo dreg ég mig í hlé upp úr tvö. Það kemur til af því að maður getur ekki talað almennilega við fólk. Menn eru óvanir þessu og hvá, menn heyra misvel. Menn hlusta misvel líka.“ Þú hefur verið í sviðsljósinu síð- ustu áratugi sem einn fremsti tón- listarmaður þjóðarinnar. Hvernig er það fyrir sjálfsmyndina að þurfa að breytast? „Ég veit það ekki – en ég er svona public figure,“ svarar Egill. „En það er bara ný sjálfsmynd. Ég er núna miklu hlédrægari maður. Ég er aftur orðinn þessi fimm ára sem ég var í Norðurmýrinni. En mér lætur það ágætlega. Ég held að þó að ég hafi verið fyrirferðarmikill og talað mikið, var ég ágætur líka í að hlusta, svona ef ég vildi það. Nú þarf ég að temja mér að hlusta miklu betur en ég hef gert, það er fínt. Gott á mig,“ segir Egill og hlær. Hugsaði sig lengi um Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur setti sig í samband við Egil fyrr á árinu og bað hann að leika aðalhlutverk í kvikmynd eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snertingu. „Í staðinn fyrir að vera með leikara sem leikur þetta er kannski betra að vera með mann sem er með sjúkdóminn, af því að ég er búinn að fara í gegnum alls konar hluti. Læknaheimsóknir og rannsóknir og svona. Það er hluti af myndinni,“ segir Egill. Hann segir framleiðsluna stilla tökurnar inn á daga þegar röddin er í lagi. „Þetta er samt erfitt og ég verð að döbba sumar senurnar,“ segir Egill. Hann svarar næst spurn- ingu varðandi inngildingu í listum í tengslum við umræðu síðustu miss- eri, sem hefur til dæmis hljóðað á þá leið að ófatlaðir leikarar eigi síður að túlka leikara með fatlanir. „Auðvitað er gott ef hægt er að nota fólk sem er með fötlun af ein- hverju tagi. Ég er fatlaður að þessu leyti. Það er uppörvun fyrir mig að gera þetta. En ég held að ég hefði ekki komist í gegnum þetta án þess Við erum með gufu- baðstunnu í garðinum, litla smiðju og hefil- bekk og næsta sumar ætlum við að koma okkur upp gróður- húsi. að hafa reynslu af því að vinna sem leikari. Þó að ég sé ekki menntaður sem slíkur.“ Egill tók sér góðan umhugsunar- frest þegar Baltasar bauð honum hlutverkið. „Svo sagði ég við Balta, treystir þú þér til að hafa mig? Af því að stundum fúnkera ég ekki. Hann vildi láta reyna á það,“ segir hann. Hann segir ferlið stundum hafa verið krefjandi og stundum sé lítil rödd eftir. Hann eigi bæði góða og slæma daga. Þá sé hægt að grípa til þess að „döbba“ senurnar. Egill og Baltasar hafa unnið saman nokkrum sinnum áður, og síðast í Ófærð. „Hann hugsar meira með hjartanu en hann gerði kannski áður. Hann var töffari, alveg svakalega mikill. Gífurlegur af kastamaður. Hann er af burða maður á sínu sviði og hann hefur reynst mér vel,“ segir Egill um Balt- asar. Aðspurður hvort hann sjálfur hafi tekið viðlíka töffaratímabil, svarar Egill: „Ég hef eflaust verið það án þess að fatta það,“ svarar hann og hlær. „Það getur vel verið. Við eigum margt sameiginlegt. Báðir menn svona fullir af sjálfum sér með mikið testósterón og mikla sköp- unargleði. En svo hefur maður verið töff líka. Kaldrifjaður töffari. Við erum bara dýr, við gleymum því allt of oft. Eins og broddgölturinn,“ segir Egill. „Ég er með broddgelti í garðinum hjá mér í Svíþjóð. Þeir eru svaka- lega skemmtilegir. Ef maður kemur að þeim þenja þeir sig og verða bara lítill nálapúði með hausinn undir sig. Þeir eru mikið á ferli á nóttunni.“ Hjónin Egill og Tinna keyptu pínulitla íbúð í Stokkhólmi, þegar þau seldu húsið sitt á Grettisgötunni fyrir nokkrum árum og fluttu í fjöl- býlishús við Skúlagötuna. Nú hafa þau selt þessa litlu íbúð og keypt heilt hús í smærra plássi í sænska skerjagarðinum á nánast sama verði. „Það er báturinn okkar sem ræður ferðinni. Þarna er mikil bátamenn- ing og öflugur trébátaklúbbur, sem við erum meðlimir í. Þeir tóku okkur fagnandi og báturinn okkar fær að liggja á besta stað við höfn- ina. Í þessu plássi er undurfagurt og friðsælt. Við erum með gufubaðs- tunnu í garðinum, litla smiðju og hefilbekk og næsta sumar ætlum við að koma okkur upp gróðurhúsi. Ég breytist í annan mann. Hefurðu séð bátinn?“ Egill stendur upp og sækir ljós- mynd af sællegri stórfjölskyldunni fyrir framan bátinn, sem er reyndar glæsilegt lítið seglskip. Á hillu er lítið málverk af bátnum, og lítið módellíkan úr timbri. „Báturinn heitir í höfuðið á föður mínum. Hann var kallaður Sjófugl- inn.“ n Þessi mynd af yngri Agli er úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er ódagsett. Egill Ólafsson með Þursa- flokknum á Miklatúni 31. ágúst 1978. Á myndinni eru Tómas Tómas- son bassaleikari og Þórður Árna- son gítarleikari. Ljósmyndasafn ReykjavíkuR/aRi  Þórður Sævar Jónsson bjó endur- minningarnar til útgáfu. Guðjón R. Sigurðsson var mikill sögumaður. Fjörlegur textinn segir frá ævintýralegu lífi í Vesturheimi og varpar ljósi á merkan mann sem fór sínar eigin leiðir og mætti hinu óþekkta af óttaleysi og bjartsýni. S Ö L V I S V E I N S S O N / M O R G U N B L A Ð I Ð LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is 32 Helgin 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.