Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 4
90 einstaklingar voru þegar verst var um jólin í 45 rýmum á bráðamóttöku Landspítalans. 75 þúsund manns tóku þátt í rannsóknarverk- efninu Blóðskimun til bjargar. 250 sinnum fór Ingibjörg Guðmundsdóttir sjúkraliði á fjöll eða fell á árinu. 600 þúsund tonnum af olíu verður brennt á Íslandi á árinu 2040 samkvæmt spá Orku- stofnunar. 32 farþegar voru í rútu sem bílstjóri festi tvisvar á lokuðum vegum á jóladag. JEEP.IS FÆRÐIN ER ALLTAF GÓÐ EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Leyfðu Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid að spreyta sig á krefjandi slóðum. Leiðin verður rafmögnuð. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ Í DAG – GAMLÁRSDAG PLUG-IN HYBRID 24 ,4 % 8, 6% 8, 8% 8, 3%9, 9% 17 ,3 % 12 ,6 % 5, 4% 4, 1% 23 ,2 % 14 ,3 % 9, 7% 6, 2% 20 ,5 % 10 ,8 % 6, 7% 4, 5% 4, 0% n Tölur vikunnar Töluverðar hreyfingar eru á fylgi flokkanna í nýrri könnun. Stjórnarflokkarnir mælast nú aðeins með 40,7 prósent á móti 59,2 pró- sentum stjórnarandstöðu. kristinnhaukur@frettabladid.is stjórnmál Flokkur fólksins mælist með 9,7 prósenta fylgi í nýrri könnun Prósents. Þetta er bæting um 3,3 pró- sent frá síðustu könnun, sem birt var 19. nóvember. Flokkurinn mælist nú yfir kjörfylgi sínu frá síðustu alþing- iskosningum, sem var 8,9 prósent. En þá þótti flokkurinn koma verulega á óvart og náði inn sex þingmönnum, einum í hverju kjördæmi. Töluverðar hreyfingar eru á fylginu frá síðustu könnun hjá flest- um flokkum. Turnarnir tveir frá síð- ustu könnun, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, halda hins vegar sinni stöðu og bæta reyndar aðeins við sig. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn með 23,2 prósent, sem er bæting um 2,1 prósent. Samfylkingin er komin yfir 20 prósenta múrinn, og hálfu prósenti betur, og bætir við sig 1,4 prósentum frá því í nóvember þegar flokkurinn tók stórt stökk eftir kjör nýs formanns. Píratar bæta einnig við sig fylgi, fara úr 11,8 prósentum í 14,3 og mælast nú þriðji stærsti stjórnmála- f lokkur landsins. Taka þeir stöðu Framsóknarflokksins sem heldur áfram að dala. Framsókn missir 3,8 prósent milli kannana og mælist nú með 10,8 prósent. Flokkurinn mældist með 14,6 prósent í nóv- ember og 17,3 í júní en það er ein- mitt kjörfylgi f lokksins úr síðustu alþingiskosningum. Aðrir f lokkar sem tapa nokkru fylgi eru Vinstri græn og Viðreisn. Vinstri græn mælast nú með 6,7 prósent en höfðu slétt 8 í nóvember. Hrap Viðreisnar er enn þá meira, fer úr 10,6 prósentum í 6,2. Fall um heil 4,4 prósent. Einu stöðugu f lokkarnir eru Miðflokkurinn með 4,5 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 4, sem er innan við 0,3 prósenta sveif la frá síðustu könnun. Samanlagt tapa stjórnarf lokk- arnir 3,1 prósenti og mælast nú aðeins með 40,7 prósent á móti 59,2 prósentum stjórnarandstöðu. Hafa ber þó í huga að Miðflokkurinn og Sósíalistaf lokkurinn mælast rétt undir 5 prósenta þröskuldinum til að fá jöfnunarmann, þannig að 8,5 prósent falla niður dauð í þing- mannafjölda. Engu að síður væri stjórnin kolfallin yrði þetta niðurstaða kosninga, með aðeins 27 þing- menn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 16, Framsóknarflokkurinn sjö og Vinstri græn fjóra. Þegar litið er til stjórnarandstöðu- flokkanna myndi Samfylkingin fá 15 þingmenn, Píratar tíu, Flokkur fólksins sjö og Viðreisn fjóra. Þegar litið er til kynja, aldurs, tekju og búsetudreifingar er ekki að sjá stórar breytingar. Einna helst hafa Píratar styrkt stöðu sína hjá yngsta aldurshópnum, 18 til 24 ára, og á landsbyggðinni. En þar hefur Framsókn tapað miklu fylgi. Í nóv- ember mældist Framsókn stærsti f lokkurinn á landsbyggðinni með 23 prósenta fylgi. Nú mælist fylgi hans 16 prósent, minna en hjá Sjálf- stæðisflokki og Samfylkingu. Könnunin var netkönnun, fram- kvæmd 22. til 30. desember. Úrtakið var 4.000 og svarhlutfall 49,6 pró- sent. n Flokkur fólksins nálgast tíu prósent Boðskapur Ingu Sæland og félaga hennar í Flokki fólksins hittir í mark um þessar mundir. Fréttablaðið/ Valli n Þrjú í fréttum Grétar Rafn Steinsson ráðgjafi hjá KSÍ segir að endur- skoða þurfi hugmyndafræði fótboltahreyfing- arinnar á Íslandi. „Þegar skoðað er fjármagn sem borist hefur inn í íslenskan fótbolta og borið saman við önnur lönd þá greiðir KSÍ bæði fyrir hluti sem aðrar þjóðir borga ekki fyrir og út án þess að sá peningur sé eyrna- merktur fyrir þróun eða uppbygg- ingu,“ bendir Grétar Rafn á í skýrslu fyrir KSÍ. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar vísar gagnrýni um slælegan snjómokstur á Suðurlandi á bug. Illa sé vegið að starfsfólki sem hafi fórnað jólunum í linnulausu ann- ríki eftir fordæmalausa úrkomu. „Við vorum með menn sem unnu nánast öll jólin, auk fjölda verk- taka,“ segir Bergþóra. „Hefilstjórinn varð veðurtepptur og fékk gistingu á næsta bæ. Menn gera það ekkert að gamni sínu að leita gistingar hjá ókunnugum á jóladag.“ Skúli Þórðarson pylsusali á Bæjarins beztu með meiru seldi sína síðustu pylsu milli jóla og nýárs. „Hún var nú bara með öllu,“ svarar Skúli um hvað hafi verið á henni. Skúli, sem kallaður er Skúli mennski, flytur nú á Ísafjörð og kennir á gítar við tónlistarskólann. „Ætli ég byrji ekki á að reyna að verða frægari sem tónlistarmaður en pylsusali,“ segir hann. n 4 Fréttir 31. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.