Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 2
Ég er brjáluð, það
sýður á mér – og ég get
hreinlega ekki sofið á
nóttunni yfir hlut-
skipti mannsins míns.
Magnea
Erludóttir
Jómfrúin þakkar viðskiptavinum
sínum og velunnurum fyrir árið 2022
Hlökkum til 2023
Kom glad!
Í tæka tíð fyrir óveðrið
Höfuðborgarbúar voru hvattir til að klára erindi sín í gær vegna fyrirséðs óveðurs á gamlársdag. Þar á meðal að kaupa raketturnar eins og fólk gerði hjá Flug
eldasölu Landsbjargar við Öskjuhlíðina. Fréttablaðið/Ernir
Eiginkona aldraðs sjúklings á
Landakoti kveðst vera brjáluð
vegna þrengsla og lélegs
aðbúnaðar á sjúkrastofunni
sem honum er ætluð. Fólki
með heilabilun sé hent eins
og rollum á milli staða.
ser@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Aldrað fólk með
heilabilun og aðrir langveikir lands-
menn á efri árum eru fluttir hreppa-
flutningum um höfuðborgarsvæðið
að mati aðstandenda eins þeirra
sem sendur var af Vífilsstöðum yfir
á Landakot í haust. Stjórnvöld ættu
að skammast sín fyrir aðbúnaðinn
sem þar er í boði.
„Ég er brjáluð, það sýður á mér
– og ég get hreinlega ekki sofið á
nóttunni yfir hlutskipti mannsins
míns,“ segir Magnea Erludóttir,
umræddur aðstandandi, en eigin-
maður hennar, sem glímir við heila-
bilun á áttræðisaldri, var að hennar
sögn farinn að una hag sínum sæmi-
lega á Vífilsstöðum, fyrr á þessu ári,
enda einn í herbergi á þeim spítala.
Nú hafi sjúklingar verið sendir
þaðan burt til að rýma fyrir einka-
rekinni læknastofu – og viðbrigðin,
að sögn Magneu eru mikil.
„Sjúklingum er troðið inn á
stofurnar á Landakoti,“ lýsir Magn-
ea, en að minnsta kosti þrír séu í
hverju herbergi, aðeins breiddin
sem nemur einu náttborði sé á milli
rúma og engin skilrúm eða tjöld
sem skilji rúmin að. „Þetta er ekki
boðlegt,“ segir hún.
„Í mínum huga er þetta engu
betra en þegar olnbogabörnum
samfélagsins var komið fyrir í
geymsluhúsnæði vöggustofanna í
gamla daga,“ segir Magnea og bætir
við: „Fólki með heilabilun er hent
eins og rollum á milli staða. Við
stundum gripaf lutninga á lang-
veiku fólki til að taka á svokölluðum
fráflæðisvanda á meðan viðvarandi
skortur á hjúkrunarrýmum hamlar
mannsæmandi þjónustu.“
Tíðar og endurteknar fréttir hafa
verið f luttar af yfirfullri bráða-
móttöku Landspítalans í Fossvogi
á þessu ári, sem valdið hefur svo
miklu álagi á starfsfólk að margt af
því hefur látið af störfum, en flesta
daga ársins hafa allt að helmingi
fleiri sjúklingar dvalist þar á göng-
um og í geymslum en gert er ráð
fyrir að móttakan geti annað.
Magnea segist vissulega hafa
samúð með starfsfólki þar og þá
ekki síður sjúklingunum sem búa
við ómannsæmandi aðstæður. En
ástandið sé víðar með sama hætti og
það þurfi líka að vekja athygli á því.
„Maður getur ekki annað en farið
að gráta innra með sér þegar horft
er inn um dyragættina á sjúkra-
stofunni sem manninum manns er
boðið upp á. Það er nú ekkert öðru-
vísi,“ segir Magnea Erludóttir. n
Líkir aðbúnaði á Landakoti
við brot á mannréttindum
Á einni sjúkrastofunni á Landakoti þar sem þremur sjúklingum er boðið að
liggja þétt hver við annan með ekkert skilrúm á milli rúma. MYnD/aðsEnD
kristinnpall@frettabladid.is
VEtuR „Kuldinn í dag (í gær) og á
gamlársdag gerir það að verkum að
það er líklegt að þetta verði næst-
kaldasti desembermánuðurinn í
heila öld þó að það sé ekki öruggt
enn þá,“ segir Sigurður Þór Guðjóns-
son veðuráhugamaður sem hefur
verið titlaður veðursagnfræðingur
í íslenskum fjölmiðlum.
Spurningin er hvort mánuðurinn
verði kaldari en desember árið 1973
en þá yrði þetta kaldasti desember-
mánuður frá 1918.
Sigurður, sem hélt úti bloggsíðu
um veðurfar og hefur fylgst með
því áratugum saman, segir að metið
yfir kaldasta mánuðinn frá upphafi
haggist ekki. „Þetta er ekki sá kald-
asti frá upphafi, það er enn langt í
frá að hann nái desembermánuði
1880.“ n
Gæti orðið sá
kaldasti í öld
Fossvogurinn er frosinn.
Fréttablaðið/sigtrYggur ari
ser@frettabladid.is
atVInnuLíf Tekjuaukning nýsköp-
unarfyrirtækisins Controlant á
þessu ári er sem næst hundrað
prósent. Stefnt er á hlutafjárútboð
félagsins á næsta ári.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í bréfi sem forráðamenn
Controlant sendu hluthöfum félags-
ins í gærdag, en þar er líka lögð
áhersla á hvað viðskiptavinum þess
hefur fjölgað mikið í ár.
Viðskiptasaga fyrirtækisins, sem
einbeitir sér að dreifingartækni
á milli landa og heimsálfa, meðal
annars á lyfjum og lækninga-
vörum, hefur verið ævintýri líkust
frá því það var stofnað árið 2007, en
hjá fyrirtækinu starfa nú á fimmta
hundrað manns í fimm löndum.
Miklu veldur um vöxtinn á síð-
ustu árum að Controlant annaðist
dreifingu á bóluefnum fyrir lyfja-
risann Pfizer á tímum Covid-heims-
faraldursins, en það sést best á því
að velta fyrirtækisins jókst um 929
prósent á milli áranna 2020 og 2021
þegar veltan fór úr 865 milljónum
króna í 8,9 milljarða króna. n
Vöxtur Controlant hundrað prósent
Gísli Herjólfsson, forstjóri Control
ant. MYnD/aðsEnD
2 Fréttir 31. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið