Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 38
Anna Sigríður Ólafsdóttir, pró
fessor í næringarfræði, nýtur
þessa að halda upp á áramótin
með fjölskyldunni og dekra við
hana með mat og drykk. Kalkúnn
verður á borðum á gamlárskvöld og
áramótaheitin eru strengd í heita
pottinum á gamlársdag í góðra vin
kvenna hópi.
Hvernig verða áramótin þín?
„Áramótin eru fjölskyldutími
þar sem mér finnst best að eiga
góða stund með mínum nánustu
og góðum vinum og dekra þau
með mat og drykk. Nágranna
konur mínar hafa í gegnum tíðina
líka staðið fyrir skemmtilegu
fjölskylduhlaupi í hverfinu þar
sem hlaupinn er stífluhringurinn í
Elliðaárdalnum og endað í heitum
potti og skálað og áramótaheitin
strengd.“
Hvað verður í matinn í kvöld?
„Ég er alltaf með kalkún með fyll
ingu og fylgi í grunninn uppskrift
frá mömmu en leyfi mér aðeins að
leika mér með fyllinguna. Annars
er ég mikil meðlætisæta og mitt
jóga er að dunda mér með græn
meti. Það er eitthvað við það að
einbeita sér að hráefninu, vinna
með áferð, útlit, lykt, bragð og ekki
síður hljóðið og útfæra sínar eigin
uppskriftir sem fyllir mig gleði
og veitir slökun í erlinum sem oft
fylgir hátíðahaldinu. Þannig eru til
dæmis brakandi ferskt brokkolí
salat, gljáðar gulrætur, rauðkál með
balsamediki, rúsínum og hnetum
ásamt heimagerðri trönuberjasultu
hluti af því sem líklega verður á
borðum í kvöld.
Það má í raun segja að aðferða
fræðin sem við beitum í bragð
laukaþjálfun, sem er aðalviðfangs
efnið í rannsóknum mínum og
samstarfsfélaga, sé líka ástríða mín
í daglegu lífi. Fyrir utan hvað græn
meti býður upp á mikla fjölbreytni
skiptir það líka bæði máli fyrir
heilsu okkar sjálfra og jarðarinnar.
Þannig ætti grænmetis og jurta
fæði í raun að vera uppistaðan og
kjötbitinn meðlætið ef vel ætti að
vera.“
Ertu búin að velja áramóta-
dressið í ár?
„Kápan, húfan og lúffurnar eru
það sem ég hugsa um þegar ára
mótadressið er annars vegar, það
verður að vera hægt að vera úti bæði
á brennu og fylgjast með flugeldun
um á miðnætti án þess að krókna.
Ég er mjög hrifin af íslenskri
hönnun og stelpurnar í Kiosk eru
í miklu uppáhaldi. Ég á yndislega
rauða ullarkápu og húfu frá Magn
eu og skartið frá Hlín Reykdal gerir
allar flíkur fínar. Annars er það
eitthvað þægilegt í eldhússtússið –
helst með smá glimmeri eða gulli,
en ég er ekki alltaf að splæsa í nýtt
heldur dreg gjarnan fram gamla
kjóla frá ömmum mínum eða
endurnýti eldri flíkur sem ég breyti.
Svo heppilega vill til að núna er
dóttirin líka farin að vilja nýta fata
safnið mitt.“
Kaupir þú flugelda?
„Eins og mér finnst gott að finna
lyktina af flugeldum og finn góða
tilfinningu hríslast um líkamann
þegar ég heyri sprengingarnar og
horfi á fegurðina, kaupi ég helst
ekki flugelda vegna mengunar
innar sem fylgir. Ég hef undanfarin
ár í staðinn keypt rótarskot til að
styrkja flugbjörgunarsveitirnar.“
Hvað er ómissandi að gera á ára-
mótunum?
„Kyssast á miðnætti.“
Hvað finnst þér standa upp úr á
árinu sem er að líða?
„Árið var mjög viðburðaríkt á
margan hátt. Í janúar voru þætt
irnir Nærumst og njótum frum
sýndir á RÚV en það var einstakt að
fá að vinna með frábæru fólki hjá
SagaFilm og RÚV að gerð þeirra og
kynnast þeim frábæru fjölskyldum
sem fóru með okkur í þá vegferð að
skoða matarhegðun sína og læra
leiðir til að nærast betur og njóta
um leið. Það var líka mjög ánægju
legt að þættirnir skyldu hljóta Fjör
eggið fyrir lofsvert framtak á sviði
matvæla og næringar.
Það voru ekki síður tímamót
þegar Sigrún Þorsteinsdóttir, mín
nánasta samstarfskona, varði
doktorsverkefnið sitt byggt á rann
sóknum okkar á bragðlaukaþjálfun.
Verkefnið hefur fengið athygli víða
og tengslanet og samstarf við fleiri
lönd ört stækkandi. Við erum núna
að leggja lokahönd á myndbönd
fyrir almenning til að styðja við
bætt matarlíf landans og munum
kynna þau með vorinu,“ segir Anna
Sigríður að lokum. n
Áramótin eru fjölskyldutími
Anna Sigriður Ólafsdóttir segist alltaf vera með kalkún með fyllingu og
fylgi í grunninn uppskrift frá móður sinni en leika sér með fyllinguna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Andrea Magnúsdóttir fatahönnuð
ur heldur hátíðlega upp á áramótin
með glimmeri og diskóljósum.
„Áramótin eru haldin hátíðlega
heima hjá okkur en við bjóðum
fjölskyldunni heim. Við setjum
upp glimmervegg og diskóljós og
dönsum. Allir saman frá yngsta
fólkinu okkar upp í ömmu og afa.
Þetta er skemmtilegasta kvöld
ársins hjá okkur og það hlakka allir
mikið til. Glimmer, gríma og góðir
dansskór er dress codeið.“
Hvað verður á borðum á gamlárs-
kvöld?
„Við erum alltaf með hægeldað
naut og heimagerðan ís í eftirrétt.
Á miðnætti erum við að vinna með
snarl, snakk og eðlu.“
Ertu búin að velja áramóta-
dressið í ár?
„Já, gamlárskvöld er glimmer og
pallíettukvöld í mínum huga. Í ár
ætla ég að vera í Sparkle dress frá
AndreA sem er síður kjóll hlaðinn
litlum steinum. Það glampar svo
fallega á þessa steina og það er svo
gaman að vera í honum. Gamlárs
kvöld er tími til að skína og þessi
kjóll er fullkominn í það.“
Kaupir þú flugelda?
„Krakkarnir mínir sjá um flug
eldadeildina og halda uppi fjörinu á
miðnætti.“
Hvað er ómissandi að gera á ára-
mótunum?
„Dansa og þakka fyrir gamla árið
og fagna því nýja.“
Hvað finnst þér standa upp úr á
árinu sem er að líða?
„Fyrir mér stendur eiginlega upp
úr að fá lífið aftur hægt og rólega í
samt horf eftir Covid. Maður verður
þakklátari fyrir hluti sem manni
þóttu áður sjálfsagðir.“ n
Glimmer og glys um áramót
Andrea er fatahönnuður og rekur eigin verslun í Hafnarfirði. MYND/AÐSEND
Ragnar Jónasson rithöfundur
klæðist ávallt smóking á ára
mótunum og skálar í kampavíni á
miðnætti.
Hvernig verða áramótin þín?
„Mjög hefðbundin. Hef aldrei
verið annars staðar en í Reykja
vík (eða Kópavogi sem barn) á
gamlárskvöld, ég held að það séu
töfrarnir við flugeldana á miðnætti
sem halda mér hérna heima. Flug
eldasýningar eru ágætar, en það er
eitthvað sérstaklega heillandi við
óreiðuna og lætin um áramótin á
Íslandi. Undanfarin ár hef ég yfir
leitt kvatt gamla árið við Landa
kotskirkju, þar sem kirkjuklukk
urnar keppast við að yfirgnæfa
hávaðann frá flugeldunum.“
Hvað verður í matinn á gamlárs-
og nýárskvöld?
„Ég borða alltaf hamborgar
hrygg um jólin, en matseðillinn
á gamlárskvöld er breytilegri, og
að þessu sinni verður kalkúnn í
matinn – og á miðnætti er alltaf
til kampavín og konfekt. Hef ekki
einu sinni leitt hugann að því hvað
væri gott að borða á nýárskvöld.
Ætli það sé opið fyrir takeaway frá
AusturIndía þá?
Ertu búinn að velja áramóta-
dressið í ár?
„Það var nú ekki erfitt val, bara
smókingur eins og venjulega.“
Kaupir þú f lugelda?
„Já, en bara af björgunarsveit
unum, og ekkert gríðarlega mikið.
Mér finnst ekkert síðra að horfa á
annarra manna flugelda.“
Hvað er ómissandi að gera á ára-
mótunum?
„Horfa á áramótaskaupið, borða
góðan mat, upplifa flugeldana. Svo
getur verið gaman að horfa á góða
bíómynd á nýársnótt, og bara vaka
eins lengi og maður getur.“
Hvað finnst þér standa upp úr á
árinu sem er að líða?
„Fyrst og fremst var það mikill
léttir að endurheimta hefðbundið
líf úr klóm Covid. Það þýddi líka
að aftur var hægt að ferðast, og
kynnast nýju og frábæru fólki.
Nokkur ferðalög standa upp úr,
kannski sérstaklega að heimsækja
Kosta Ríka í fyrsta sinn, og að
halda upp á afmælið mitt í sumar
á sveitasetri Agöthu Christie í
Devon með góðum vinum, en það
ævintýri hafði staðið til í tvö ár, en
Covid hafði komið í veg fyrir það
tvívegis. Ég sá marga skemmti
lega tónleika á árinu, til dæmis
Víking Heiðar að spila í fyrsta sinn
í Carnegie Hall, Pearl Jam, Rufus
Wainwright og Paul McCartney,
nokkur úrvalsleikrit – þar stóð
Prima Facie með Jodie Comer upp
úr, svo gott að ég sá það tvisvar, og
sömuleiðis var jólasýning Þjóð
leikhússins, Ellen B., alveg frábær
– og ég las líka eins mikið og ég
gat. Ég held að eftirminnilegustu
bækurnar í ár hafi verið eftir Annie
Ernaux, Ólaf Jóhann og Auði Övu.
Þá var það sömuleiðis gaman að
fá frábæra höfunda á Iceland Noir,
bókmenntahátíðina sem við Yrsa
Sigurðar verjum frítíma okkar í að
skipuleggja ásamt góðu fólki.“ n
Í smóking á gamlárskvöld
Við setjum upp
glimmervegg og
diskóljós og dönsum.
Allir saman frá yngsta
fólkinu okkar upp í
ömmu og afa. Þetta er
skemmtilegasta kvöld
ársins hjá okkur og það
hlakka allir mikið til.
Andrea Magnúsdóttir
Það er eitthvað við
það að einbeita sér
að hráefninu, vinna með
áferð, útlit, lykt, bragð og
ekki síður hljóðið og
útfæra sínar eigin upp-
skriftir sem fyllir mig
gleði og veitir slökun í
erlinum sem oft fylgir
hátíðahaldinu.
Anna Sigríður Ólafsdóttir
Ragnar Jónasson rithöfundur átti eina af metsölubókum ársins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINk
4 kynningarblað A L LT 31. desember 2022 LAUGARDAGUR