Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 27
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 31. desember 2022 Það ríkir ávallt mikil gleði í Gamlárs- hlaupi ÍR. gummih@mbl.is Eitt skemmtilegasta hlaup ársins verður haldið í dag en það er Gamlárshlaup ÍR. Þetta er einn stærsti hlaupaviðburður landsins og hefur verið haldinn á þessum síðasta degi ársins allar götur frá árinu 1976. Gamlárshlaupið er þekkt fyrir skemmtilega áramótastemningu og mikla gleði en auk hefðbund­ inna keppnisbúninga mæta fjöl­ margir hlauparar íklæddir grímu­ búningum. Á meðan sumir leggja kapp á að bæta sinn besta tíma á flatri hlaupabraut þá berjast aðrir um að vinna til verðlauna fyrir frumlega og fallega búninga. Tvær vegalengdir í boði Auk 10 kílómetra hlaups er boðið upp á 3 kílómetra skemmtihlaup sem er tilvalið fyrir byrjendur sem og börn. Í 3 kílómetra hlaupinu er hlaup­ ið austur Sæbraut 1,5 kílómetra og snúið við til baka að Hörpunni. Í 10 kílómetra hlaupinu er hlaupið eftir syðri akrein austur að Holtavegi. Við Holtaveg er tekinn snúningur á akreininni og sama akrein hlaupin áfram að gatnamótum Sæbrautar og Sægarða, en þar er skipt yfir á norðurakreinina í átt að Hörpu. Tekin er lykkja niður Kletta­ garða og aftur upp á nyrðri akrein Sæbrautar í mark við Hörpuna. Ræst verður í hlaupið stundvís­ lega klukkan 12 á Sæbrautinni. fyrir utan Hörpuna. n Stuð og stemning í Gamlárshlaupi ÍR Skála á áramótum og fagna nýju ári Það horfa allir Íslendingar á áramótaskaupið og margir skjóta síðan upp flugeldum. En hvað verður í matinn og hvernig verður áramótadressið? Við spurðum nokkra þekkta Íslendinga um hvernig þeir hyggjast halda áramót að þessu sinni. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir nýtur áramótanna í botn og skreytir mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI sjofn@frettabladid.is Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, markaðsstjóri og ein aðaltísku­ fyrirmynd landsins, er áramóta­ barn alla leið og elskar glimmer, pallíettur og glingur. Svo er hún líka mikill ástríðukokkur og full­ komnar kalkúninn á gamlársdag, fer jafnvel yfir í Wellington­steik­ ina. Hvernig verða áramótin þín? „Áramótin mín verða haldin á Íslandi í ár, en seinustu áramót­ unum eyddum við fjölskyldan erlendis. Ég er algjört áramótabarn og mikil spenna í kringum þetta kvöld hjá mér. Í æsku tengdist þetta oft því að foreldrar mínir voru með áramótaskaupið og því alltaf mikil spenna í loftinu þetta kvöld. Ég og maðurinn minn höfum haft það sem reglu að halda partí þetta kvöld þar sem vinir okkar og fjölskylda eru velkomin í mat og oftar en ekki hefur verið ansi fjölmennt í húsinu, sem er dásamleg tilfinning. Við vorum held ég 24 talsins þegar mest var, sem er góður fjöldi miðað við stærðina á stofunni. Við verðum aðeins færri í ár. Við búum í Ártúnsholti, alveg við Elliðaárdalinn, þannig að á miðnætti förum við yfir í brekk­ una fyrir framan húsið þar sem útsýnið er ævintýralegt yfir borgina en þar sprengjum við flugeldana. Svo förum við inn og skálum fyrir nýju ári.“ Hvað verður í matinn í kvöld? „Ég hef verið ansi vanaföst með mat á gamlárskvöld í gegnum tíðina og þá hafa fylltar kalkúna­ bringur orðið fyrir valinu en ég hef valið þær því þær klikka ekki hjá mér og eru einfaldar í matreiðslu. Mestur undirbúningurinn fer í meðlæti og fyllingu og þess háttar. Í ár er ég samt að spá í að breyta til og hafa annaðhvort heilsteiktan kalkún eða Wellington­steik. Ég er mikill ástríðukokkur og vil gera þetta allt frá grunni, hef ekki smakkað betri Wellington en heimatilbúna þannig að ég kaupi hana ekki tilbúna heldur geri hana sjálf. Ég geri alltaf pavlovu í eftirrétt og svo hugsa ég að ég geri ítalska Hjálpræðisherinn á Íslandi sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.