Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 8
Frá og með 8. janúar á næsta
ári verður ferðatengdum
sóttvarnareglum í Kína aflétt.
Nokkur ríki munu krefja
kínverska ferðalanga um
kórónaveirupróf við landa
mæri sín. Íslendingur sem býr
í Sjanghaí segir auðveldara að
telja ósmitaða en smitaða.
helgisteinar@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Embætti land
læknis hefur ekki enn tekið ákvörð
un um það hvort grípa þurfi til sér
stakra ráðstafana í tengslum við
ferðalög fólks frá Kína til Íslands
eftir áramót.
Að sögn kínverskra yfirvalda
smitast um fimm þúsund manns á
hverjum degi en sérfræðingar segja
að raunveruleg tala sé mun hærri.
Guðrún Aspelund sóttvarna
læknir segir í tölvupósti til Frétta
blaðsins að hún fylgist með ástand
inu og þá sérstaklega í gegnum
Sóttvarnastofnun Evrópu og Evr
ópusambandsins (ECDC). „Það hafa
ekki verið teknar neinar ákvarðanir
hér um sérstakar aðgerðir vegna
ástandsins í Kína,“ skrifar Guðrún.
Kínversk yfirvöld greindu nýlega
frá því að erlendir farþegar myndu
ekki lengur þurfa að sæta sóttkví við
komuna til landsins eftir 8. janúar á
næsta ári. Að sama skapi muni kín
verskir ríkisborgarar fá að ferðast
til útlanda á ný. Kínversk stjórn
völd hafa ekki greint nákvæmlega
frá því hvenær það yrði en segja að
kínverskum ferðamönnum verði
hleypt úr landi „með skipulögðum
hætti“.
Myndbönd hafa birst á kínversk
um samfélagsmiðlum sem sýna
yfirfull líkhús og langar biðraðir
aðstandenda eftir dánarvottorðum.
Samkvæmt fréttamiðlinum BBC eru
spítalar komnir að þolmörkum og
eiga margir erfitt með að verða sér
úti um hversdagsleg lyf.
Valur Blomsterberg, Íslendingur
sem starfar í Sjanghaí, segir að tíu
af ellefu starfsmönnum á skrif
stofu hans hafi smitast. Hann segir
að bæði hann, kona hans og f lestir
vinir séu annaðhvort með veiruna
eða hafi nýlega jafnað sig á henni.
„Það er auðveldara að telja
hverjir eru ekki búnir að greinast
en hverjir hafa greinst,“ segir Valur
og bætir við að margar ríkisstofn
anir séu enn lokaðar.
„Við vinnum mjög mikið með
bönkum og ríkisstofnunum og
það var algjört stopp á því í síðustu
viku. Flest bankaútibú voru lokuð
og eins og stendur þá eru f lestar
ríkisstofnanir lokaðar líka. Við
erum í beinum samskiptum við
fólkið þar og einu skilaboðin sem
við fáum eru að það séu einfaldlega
ekki nógu margir ósmitaðir til að
halda starfseminni gangandi,“ segir
Valur.
Hann segir aftur á móti að
ástandið sé töluvert betra en það
var í mars á þessu ári þegar allri
Sjanghaí var skellt í lás. Það sé eng
inn matarskortur í verslunum og
þjónustugreinar þrauki þrátt fyrir
erfiðleika.
Í ljósi aðstæðna í Kína hafa nokk
ur lönd gripið til sérstakra ráðstaf
ana við landamæri sín. Bandaríkin,
Ítalía, Japan, Taívan og Indland
hafa öll ákveðið að krefja alla
ferðalanga sem koma frá Kína um
kórónaveirupróf. Þeir sem greinast
jákvæðir verða sendir í sóttkví. n
Aung San Suu
Kyi er 77 ára.
Hvað græðir þjóðin á
því ef við öll ákveðum
bara að leggjast niður
og deyja?
Yuliya
Scorobohata,
viðskiptafræð-
ingur í Lvív
Það hafa ekki verið
teknar neinar ákvarð-
anir hér um sérstakar
aðgerðir vegna
ástandsins í Kína.
Guðrún
Aspelund,
sóttvarnar-
læknir
Engin ákvörðun tekin um
Íslandsferðir Kínverja
Fjöldi þjóða hefur tekið ákvörðun um að krefja kínverska ferðalanga um neikvæð kórónaveirupróf við landamæri sín.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fjölbreytt
Fjölbreyttfjölskylda
fjölskylda
Þú færð fjölskyldupakkana á næsta
flugeldamarkaði björgunarsveitanna.
helgisteinar@frettabladid.is
AlÞJÓÐAmál Aung San Suu Kyi,
Nóbelsverðlaunahafi og fyrrver
andi ríkisleiðtogi Mjanmar, var í
gær dæmd af herdómstól í sjö ára
fangelsi. Mannréttindasamtök full
yrða að um sýndarréttarhöld hafi
verið að ræða en hún hafði setið í
stofufangelsi frá því í febrúar í fyrra
eftir að herforingjar tóku aftur völd
í landinu.
Hún var meðal annars dæmd
fyrir að hafa leigt þyrlu fyrir ráð
herra innan ríkisstjórnar hennar,
brotið kórónaveirureglur, f lutt inn
talstöðvar án leyfis og rofið lög um
ríkisleyndarmál.
Suu Kyi sat í fangelsi í 15 ár en árið
2010 var henni svo sleppt úr haldi.
Tveimur árum síðar var hún kosin
í neðri deild þingsins og árið 2015
vann f lokkur hennar 85 prósent
atkvæða og 58 prósent sæta á lands
þinginu í Mjanmar.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International segja þessar enda
lausu lagalegu árásir á Suu Kyi vera
skýrt dæmi um það hvernig her
stjórnin beiti dómstólum í póli
tískum tilgangi til að ráðast gegn
andstæðingum sínum. n
Dæmd í sjö ára fangelsi af hernum
Aung San Suu Kyi er dóttir Aung San,
sjálfstæðishetju Mjanmar, sem var
myrtur árið 1947.
helgisteinar@frettabladid.is
áRAmÓT Yuliya Scorobohata, við
skiptafræðingur í úkraínsku borg
inni Lvív, segir að það verði fátækleg
hátíðarhöld hjá henni og fjölskyld
unni í ár. Hún hefur ekki efni á
jólatré og öll fjölskylda hennar hafi
ákveðið að góður kvöldmatur muni
nægja sem fullkomin jólagjöf fyrir
alla.
Hátíðarnar í Úkraínu fara öðru
vísi fram en hér á Íslandi. Aðfanga
dagur Úkraínumanna samkvæmt
júlíanska tímatalinu er til dæmis 7.
janúar og skiptast jólin oft líka eftir
því hvort einstaklingur býr í vestur
eða austurhluta landsins.
„Ég ólst upp í austurhluta Úkra
ínu þannig að við vorum ekki eins
trúuð. Fyrir okkur er gamlárskvöld
í raun aðfangadagskvöld,“ segir
Yuliya. Hún bætir við að pakkaaf
hending gerist yfirleitt á degi heil
ags Nikulásar sem er 19. desember
en í ár hafi sú hátíð verið færð til 6.
desember.
Yuliya segir að fyrir jólin hafi
verið gerðar skoðanakannanir í
Úkraínu þar sem fólk var spurt
hvort þjóðin ætti yfir höfuð að vera
að halda upp á jólin í ljósi þess sem
er að gerast í landinu.
„Ég er ekki sammála. Hvað græðir
þjóðin á því ef við öll ákveðum bara
að leggjast niður og deyja? Það er
ekki eins og við séum að sóa pening
í einhverjar skrúðgöngur eða risa
stór jólatré. Mér finnst að við ættum
að geta haldið upp á jólin og ég vona
að strákarnir í skotgröfunum fái að
gera það líka.“
Yuliya er komin með forrit í sím
ann sinn sem sýnir henni hvenær
hún megi búast við að hafa rafmagn
til afnota á heimili sínu. Hún segist
hafa verið f ljót að aðlagast nýja
skipulaginu og er þakklát fyrir það
sem hún hefur.
„Satt að segja ég er svo ótrúlega
ánægð að vita hversu mikið af hlýju
og góðu fólki ég hef í kringum mig.
Það er sorglegt að ég þurfti stríð til
átta mig á hversu gott ég hef það.“ n
Þurfti stríð til að átta sig á gæfunni
Yuliya hefur ekki efni á jólatré í ár en segist ætla að föndra lítið tré úr pappír.
mynd/AÐsend
8 Fréttir 31. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið