Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 50
Rétt er að byrja á því að segja að árið 2022 var í meira lagi við- burðaríkt, hvort sem litið er til safnanna eða einkarekinna sýningar- staða. Á ritstjórnarárum sínum hafði sá sem þetta skrifar fyrir sið að taka saman annál um viðburði á myndlistarvettvangi við lok hvers árs. Þar var dregin saman tölfræði um tegund og tíðni þeirrar mynd­ listar sem gat að líta á árinu sem var að líða, fjölda sýninga á hverjum sýningarstað og ýmisleg önnur ofarleg „trend“. Síðast en ekki síst var í þessum annál reynt að gera upp á milli sýninga út frá gæðum þeirra, það er, hvort sýnendum eða söfnum hefði tekist það ætlunar­ verk sem þau lögðu upp með. Þessi matsmaður var þá ekki einn um hit­ una, því fyrir þrjátíu árum eða svo birtu nánast öll dagblöð svokallaða myndlistarkrítík og nokkur tíma­ rit þar að auki. Meira að segja Frjáls verslun og Læknablaðið ef ég man rétt. Sumt af þessari „krítík“ var að sönnu ekki upp á marga fiska. En það var samt sem áður eitt­ hvað ærlegt við viðbrögðin við myndlistinni á þessum tíma. Þau voru hluti af viðvarandi samtali myndlistarmanna og upplýstrar íslenskrar alþýðu, þar sem þeir fyrr­ nefndu lögðu fram staðhæfingar, ályktanir eða tilgátur í formi mynd­ verka, eins og menn hafa gert í alda­ raðir, í von um viðbrögð frá hinu stóra „públikum“, helst jákvæð, og auðvitað sölu á þessum verkum í kjölfarið. Viðbrögðin, jákvæð eða neikvæð, voru hluti af umræðu um þá listsköpun – myndir, bækur, tónlist, leiklist – sem gefur lífi okkar gildi. Og þessi umræða er einskis virði ef hún er ekki opinská; gerir vægðarlaust, en af rökfestu, upp á milli þess sem heppnast og þess sem misheppnast. Afskiptalaus myndlist Nú er málum þannig háttað að allar íslenskar listgreinar, utan einnar, eru hluti af áðurnefndu samtali listamanna og almennings, eins og sjá má með því að f letta helgarblöðum. Bókmenntir fá bæði almenna umfjöllun og sérhæfða, leiklist sömuleiðis, tónlist er brotin til mergjar strax eftir f lutning og áhugafólk er f ljótt að segja kost og löst á ýmiss konar tilraunaverkum, á prenti sem á vefmiðlum. Einungis myndlist er, með örfáum undan­ tekningum, látin afskiptalaus, af ástæðum sem of langt mál væri að ræða hér. Með huglægu matinu hér á eftir er undirritaður því að tala út í ákveðið tómarúm. Rétt er að byrja á því að segja að árið 2022 var í meira lagi viðburða­ ríkt, hvort sem litið er til safnanna eða einkarekinna sýningarstaða, viðskiptagallería á borð við i8, BERG Contemporary og Hverfis­ gallerí, samvinnusýningarstaða á styrkjum frá ríki og bæ (Nýlista­ safnið, Kling & Bang) og minni staða sem listamenn reka sjálfir (Gallerí Port, Harbinger o.fl.). Söfnin og við­ skiptagalleríin standa vissulega betur að vígi en smærri sýningar­ staðir þegar kemur að fjármögnun sýningarviðburða og kynningum á þeim. Með kynningunum, viðtölum og aðkeyptum umsögnum geta þau í rauninni haft veruleg áhrif á það hvernig sýningargestir þeirra bregð­ ast við sýningum. Afskipt smágall­ eríin verða hins vegar að reiða sig á auglýsinga­ og upplýsingamátt netmiðla. Dugandi einstaklingar Velgengni smærri sýningarstað­ anna og lífslíkur þeirra velta æði mikið á dugnaði og útsjónarsemi einstaklinganna á bak við þá. Sjálf­ sagt gleymi ég einhverjum þeirra, en þær sýningar smærri staðanna á árinu 2022 sem glöddu mig sér­ staklega má allar skrifa á reikning slíkra einstaklinga: aðskiljanlegar samsýningar í Gallerí Port, sýning­ arnar í Þulu (þar sem Björg Örvar sýndi), sýningar í Listamönnum (t.d. Magnúsar Helgasonar) og Portfolio (Gunnar Örn, Jón Laxdal). Það er hins vegar svolítið undir hælinn lagt hvernig tekst til í Mar­ shallhúsinu, þar sem turnarnir tveir, Nýlistasafnið og Kling & Bang, eru aðalaðdráttaraf lið. Stundum flökrar raunar að manni að þessar tvær stofnanir væru best komnar undir sama hatti. En akkilesarhæll­ inn þar er sýningarstjórnin, sem er alls konar. Sýning Helga Hjaltalín í byrjun árs var vönduð, bæði að uppsetningu og inntaki, enda lista­ maðurinn sjálfur við stjórnvölinn. Svo koma sýningar þar sem haldast í hendur fáfræði og fáfengilegheit. Yfirstandandi sýning um „hinsegin listafólk“ gerir því til dæmis skóna að tvær merkar listakonur, Róska og Dorothy Iannone, séu/hafi verið þeim megin við stakketið, sem eng­ inn fótur er fyrir. Það er hins vegar gleðilegt hve mikinn metnað „bæjarsöfnin“ (Gerðarsafn, Hafnarborg, Listasafn Árnesinga, Listasafn Reykjaness og Listasafnið á Akureyri) leggja nú í sýningar sínar. Öðruvísi mér áður brá. Sérfræðingar á vegum þeirra ástunda alvöru rannsóknir og temja sér faglega sýningarhönnun, sem ber ríkulegan ávöxt. Ég vil sérstak­ lega nefna sýninguna um mynd­ listartengsl ungverskra og íslenskra nýlistamanna á 7. áratugnum, sem Listasafn Árnesinga stóð fyrir, yfir­ litssýningu á völdum verkum Gunn­ ars Arnar í Hafnarborg og sýningar Gerðarsafns, Óræð lönd og með fyrirvörum, Geómetría. Listasafnið á Akureyri tókst mér því miður ekki að heimsækja á árinu. List sem ratar til sinna Hverfisgallerí setti upp fagmannleg­ ar sýningar á nokkrum listamönn­ um sem eru á mála hjá þeim. Þar var að vísu fátt sem kom á óvart, en einn af máttarstólpum þess, Stein­ grímur Eyfjörð, staðfesti að hann er enn með hugmyndaríkustu mynd­ listarmönnum okkar í sýningunni Wittgenstein? & Félag um lifandi þjóðtrú. Þar var líka gaman að endurnýja kynnin við hina fáguðu belgísku listakonu Jeanine Cohen. Guðmundur Thoroddsen, sem vonir höfðu verið bundnar við, olli hins vegar nokkrum vonbrigðum með nýjustu sýningu sinni. Í BERG Contemporary þurfa menn ekki að beygja sig undir markaðslögmál, og geta því ótruflaðir sinnt sinni uppá­ haldsmyndlist, sem er stafræn. Og sýningar af því tagi voru með því áhugaverðasta sem í BERG var sýnt, annars vegar verk Sigurðar Guð­ jónssonar og svo Vasulka­hjónanna. i8 hafði sig ekki mikið í frammi á árinu, en sinnti þó „sínu“ fólki, Hreini Friðfinnssyni og Dieter Roth. Fulltrúar nýjabrumsins voru aðal­ lega þær Hildigunnur Birgisdóttir og sá hæfileikaríki textíllistamaður Arna Óttarsdóttir. Sú síðarnefnda var sömuleiðis með framúrskar­ andi verk á samsýningu í Listasafni Reykjavíkur. Fyrst Listasafn Reykjavíkur er hér nefnt til sögunnar, er rétt að hrósa því alveg sérstaklega fyrir framlag þess til sýningarársins. Sýningar safnsins og ýmsir atburði tengdir þeim báru af öðru sem hér var borið fyrir áhugafólk um myndlist, fyrir ágæta rannsóknarvinnu og faglegt yfirbragð sýninga. Allar stærri sýn­ ingar safnsins, og þar með þær sem settar voru upp í Ásmundarsafni, sættu tíðindum: Erró­sýningin, Spor og þræðir, Andlit úr skýjum og Birgir Andrésson, og síðast en ekki síst sýningin á ævistarfi Guð­ jóns Ketilssonar. Sem að mínu mati verðskuldar útnefninguna Mynd­ listarsýning ársins. Safn í álögum Á hinn bóginn er engu líkara en Listasafn Íslands sé í álögum. Engin leið var að átta sig á ýmsum ákvarð­ anatökum safnsins á fyrri hluta árs­ ins. Á tímabili bar það sig að eins og gallerí, stóð fyrir röð sýninga eftir starfandi listamenn á besta aldri, í stað þess að sinna eldri myndlist okkar, eins og því ber að gera sam­ kvæmt lögum. Síðan var það sjálfur menntamálaráðherra landsins sem með gerræði batt enda á starfsemi þessa höfuðsafns þjóðarinnar árið 2022. Fyrir þá uppákomu hefur stofnunin verið stjórnlaus í hart­ nær sex mánuði. Og þegar þetta er skrifað er ekki útséð að hún fái þá stjórn sem hún verðskuldar. n Aðalsteinn Ingólfsson fer yfir myndlistarárið 2022 Listin sem gefur lífi okkar gildi Steingrímur Eyfjörð setti upp eftirminnilega sýningu í Hverfisgalleríi í haust. Fréttablaðið/anton brink Sýningin Geómetría í Gerðarsafni er umfangsmikið yfirlit yfir tímabil strangflatalistarinnar á Íslandi á síðustu öld. Mynd/VigFús birgisson Yfirlitssýning Guðjóns Ketilssonar, Jæja, á Kjarvalsstöðum er myndlistarsýning ársins að mati gagnrýnanda. Fréttablaðið/anton brink Hildigunnur Birgisdóttir sýndi í i8 í byrjun árs. Fréttablaðið/anton brink 38 Menning 31. desember 2022 LAUGARDAGURFréttAbLAðIðmenninG FréttAbLAðIð 31. desember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.