Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 4

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 4
4 Auðveldum fötluðu fólki að lifa sjálfstæðu lífi Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir (Didda) er forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar- innar. Hún hefur verið virk í félags- málum innan Sjálfsbjargar sem og Öryrkjabandalags Íslands og er því vel kunnug málefnum hreyfihamlaðs fólks. „Ég var kosin í stjórnir Sjálfs- bjargarheimilisins og landssam- bandsins 2010 um sama leyti og tekin var formleg ákvörðun um að setja Þekkingarmiðstöðina í gang en undirbúningshópur hafði starfað að stofnun miðstöðvarinnar. Svo gerist það haustið 2011 að mér fannst verkefnið vera orðið mjög spennandi og þá kom tillaga frá Tryggva Friðjónssyni, framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar um að ég stýrði hópi hreyfihamlaðs fólks sem myndi byrja að safna upplýsingum fyrir væntanlega heimasíðu Þekkingar- miðstöðvarinnar. Þannig hófst bein aðkoma mín að þessu verkefni og í framhaldi auglýstum við í blöðum eftir fólki í þennan undirbúningshóp og vorum mjög glöð þegar kom í ljós að flestir umsækjendur voru félagar í Sjálfsbjörg. Ákvörðun var tekin um að ráða sjö manns í hlutastörf. Þegar svo var auglýst eftir forstöðu- manni Þekkingarmiðstöðvarinnar í vor, fannst mér starfið mjög áhugavert, hafði orðið góða þekkingu á málefninu og sótti um og fékk starfið. Vil ég Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar tók til starfa 8. júní 2012. Hún er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og Sjálfsbjargarheimilisins. Undirbúningur að opnun Þekkingarmiðstöðvarinnar hófst árið 2009. Þekkingarmiðstöðin veitir fólki með hreyfihömlun og aðstandendum þess upplýsingar um rétt þess samkvæmt íslenskum lögum og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hjá Þekkingarmiðstöðinni er einnig að finna yfirsýn yfir þjónustu og aðstoð sem auðveldar hreyfihömluðu fólki að lifa sjálfstæðu lífi og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Fræðsla fyrir fólk með hreyfihömlun, aðstandendur, almenning, fyrirtæki og stofnanir er mjög mikilvægur hluti af starfi Þekkingarmiðstöðvarinnar. Fræðslan er m.a. í formi jafningjafræðslu og námskeiða. „Einstaklingur sem leitar til okkar getur verið fatlaður sjálfur, það getur verið aðstandandi og það getur einnig verið stofnun eða fyrirtæki. Við reynum að veita þær upplýsingar sem viðkomandi þarf og ef okkar upplýsingar nægja ekki þá að geta leiðbeint áfram í kerfinu. nota tækifærið og þakka þeim Þorkeli S igu r laugssyn i , formanni stjórnar Sjálfsbjargarheim- ilins og Grétari Pétri Geirssyni, formanni landssambandsins og stjórn- um þeirra fyrir það traust sem þeir sýndu mér með því að ráða mig í forstöðumannsstarfið. Óhætt er að segja að þegar ég tók við starfinu urðu miklar breytingar á mínum högum þar sem ég hafði verið heimavinnandi að mestu leyti í mörg ár. Ég vil geta þess hversu lánsöm við erum að til okkar réðst frábært starfsfólk: Rannveig Bjarnadóttir, ráðgjafi og staðgengill forstöðumanns, Guðný Bachmann, ráðgjafi og umsjónarmaður fræðslumála, Andri Valgeirsson, ráð- gjafi og umsjónarmaður tölvumála og Sigurbjörg Daníelsdóttir, ráðgjafi. Í allt er um tæplega fjögur stöðugildi að ræða.“ Allir fá sömu meðferð Guðbjörg segir að kominn hafi verið tími á eitthvað nýtt í starfi Sjálfsbjargar sem fylgdi eftir þeim breytingum sem hafa orðið á lífi hreyfihamlaðs fólks. Þar sem Sjálfbjörg er bakhjarl Þekkingarmiðstöðvarinnar er eðlilegt að markhópurinn til að byrja með sé hreyfihamlað fólk frá 18 ára aldri. Það er nú samt svo að ef einhver hringir inn til okkar þá erum við ekki að spyrja hvort viðkomandi sé hreyfihamlaður eða orðinn 18 ára, heldur spyrjum strax hvað það er sem hann þarf á að halda, hvernig við getum aðstoðað og leitt áfram. Allir sem nýta sér þjónustu okkar fá sömu meðferðina. Einstaklingur sem leitar til okkar getur verið fatlaður sjálfur, það getur verið aðstandandi og það getur einnig verið stofnun eða fyrirtæki. Við reynum að veita þær upplýsingar sem viðkomandi þarf og ef okkar upplýsingar nægja ekki þá að geta leiðbeint áfram í kerfinu. Mjög gott fyrirkomulag er að nýta tölvupóstinn og svokallað netspjall, því þá getum við t.d. sent tengla á eyðublöð sem viðkomandi getur prentað út sjálfur. Gaman er að segja frá því að til okkar hafa leitað háskólanemar

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.