Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 10

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 10
10 Reksturinn góður en félagsstarfið mætti vera meira Herdís Ingvadóttir, formaður Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni „Stærsti hluti starfseminnar í dag er rekstur endurhæfingarstöðvarinnar Bjargs og hefur Sjálfsbjörg rekið stöðina frá árinu 1970. Í endurhæfingarstöðinni starfa nú fjórtán sjúkraþjálfarar og tveir iðjuþjálfar. Byrjað var smátt í litlu húsnæði, en árið 1981 var flutt í rúmgóða nýbyggingu við Bugðusíðu 1, þar sem stöðin er enn þann dag í dag. Þó að Sjálfsbjörg reki endurhæfingarstöðina þá er hún fyrir alla og erum við eina endurhæfingastöðin hér noraðanlands, sem er með séraðstöðu fyrir börn. Mikil aðsókn hefur verið í stöðina og reksturinn gengur vel. Stöðin er vel búin tækjum. Við fengum arf fyrir tveimur árum síðan og þá var keyptur standstóll, sem er sá fullkomnasti á landinu, í honum getur mikið hreyfihamlað fólk þjálfað sig.“ Herdís segir aðalfélaga vera um 100 talsins en félagsstarfið mætti vera meira. „Við erum að vísu með spilavist á veturna og jólaball, sem er mjög vel sótt og á haustin er árlegt haustferðalag sem er mjög vinsælt. Í ár var farið til Þeistareykja og í fyrra í Skagafjörð og Siglufjörð og er mikil ánægja með þessar ferðir, einnig er farin ein leikhúsferð á vetri en félagsmálin sér Ívar Herbertsson um en hann er varaformaður félagsins. Aðalfundir eru frekar illa sóttir, það er af sem áður var þegar baráttuhugurinn var sem mestur í félaginu og félagarnir byggðu heilt hús í sjálfboðavinnu. Með slíka hugsjón þarf ekki að undra að félagsstarfið hafi verið með miklum blóma áður fyrr. Þetta var dugnaðarfólk á góðum aldri sem stofnaði félagið og hélt miklu lífi í því lengi. Þetta hugafar er því miður ekki til staðar í dag.“ Fólk lagði mikið á sig við fjáraflanir og annað til að koma starfsemi Sjálfsbjargar af stað og þeim atvinnurekstri sem síðar varð raunin. Svo aðstoðaði félagið fatlað fólk í Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni er eitt elsta Sjálfsbjargarfélagið, stofnað á Hótel KEA miðvikudaginn 8. október 1958. Félagið hefur alla tíð verið öflugur málsvari fatlaðra og rekur endurhæfingarstöðina Bjarg. Um árabil var félagið einnig í fararbroddi framleiðslu plastefnis fyrir raflagnir, framleiðslu fiskikassa og síðar plastpoka, og rak í því sambandi um tíma vinnustað fyrir fatlaða. Herdís Ingvadóttir hefur verið formaður félagsins frá árinu 2000. „Ég er búin að vera formaður lengi og hef haft mikið til sama fólkið með mér í stjórn, gott fólk sem vinnur vel saman og hef ég alltaf átt gott samstarf við meðstjórnendur mína.“ ré t t i ndamá lum, kynnti því rétt sinn og barðist fyrir úrbótum. Við þyrftum að fá inn fleira af ungu fólki, fólki sem hefur lent í slysum eða veikindum og hlot- ið örorku og á samleið með okkur. Ég veit að það er þeim mikils virði ekki síður en okkur. Meira er um að unga fólkið sæki í Íþróttafélag fatlaðra á Akureyri þar sem er góð og virk starfsemi en við í Sjálfsbjörg þyrftum einnig að ná til þeirra. Hvað varðar kjaramálin þá höfum við setið eftir og það verður að leiðrétta hlut fatlaðra. Þetta er sanngirnismál sem þarf að leysa. Svo eru það bílamálin sem varða okkur miklu, þá er ég að tala um bílakaupastyrkinn sem er krónutala sem mér hefur alltaf fundist að ætti að fella niður. Það á að fá ríkisvaldið til að afnema aðflutningsgjöldin og hætta með krónutöluna sem alltaf er að verða verðminni.“ Margt hefur áunnist í aðgengismálum en við eigum tvo fulltrúa í ferlinefn Akureyrarbæjar. Jón Heiðar sem er okkar fulltrúi og Berg Þorra sem er skipaður af Akureyrarbæ og hafa þeir staðið sig mjög vel. Herdís er spurð hvort félagið hafi fundið fyrir því þegar þjónustan fór frá ríki yfir á sveitarfélögin. „Það urðu engar breytingar hjá okkur. Við höfum verið tilraunar sveitafélag á þessu sviði í nokkur ár og hefur gengið mjög vel. Akureyrarbær hefur staðið sig vel hvað þetta varðar.“ Herdís býr ekki á Akureyri heldur á Brúnagerði í Eyjafjarðarsveit sem er innar í firðinum. „Það er samt ekki nema þriggja kílómetra leið að heiman frá mér til Akureyrar, sem þykir ekki mikil vegalengd í dag. En ég tilheyri þar af leiðandi Eyjafjarðarsveit. Ég er búin að vera formaður lengi og hef haft mikið til sama fólkið með mér í stjórn, gott fólk sem vinnur vel saman og hef ég alltaf átt gott samstarf við meðstjórnendur mína. Við erum með mjög góðan framkvæmdastjóra, Pétur Arnar Pétursson. Má þakka honum hversu vel hefur gengið að reka félagið og þá starfsemi sem er á vegum þess, auk þess sem undir hans stjórn var farið í að halda við og endurnýja húsnæði okkar sem er í góðu standi í dag. Vert er að nefna að í starfsemi okkar er Styrktarsjóðurinn, en við veitum árlega úr honum 3. desember. Sjóðurinn var stofnaður á afmæli félagsins en því miður eru vextir lágir um þessar mundir og við snertum ekki höfuðstólinn. Og svo má nefna að í Hlíðafjalli hefur verið mjög góð aðstaða fyrir fatlað skíðafólk sem við komum að. Þangað kemur fatlað fólk allstaðar af landinu til að fara á skíði og sækja námskeið, hefur þessi starfsemi fengið mjög jákvæðar viðtökur“.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.