Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 24

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 24
24 allan heim að hitta þá og taka þátt í prófunum. Um leið og ég kynntast því kraftmikla fólki sem vinnur hjá Össur þá sá ég ekkert til fyrirstöðu að fara að taka þátt í frjálsum íþróttum og standa jafnfætis þeim íþróttamenn sem ég hafði kynnst. Það var svo fyrir einu og hálfu ári að ég fór að prófa mig áfram og þá að hlaupa. Ég hafði þurft að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika sem geta verið samfara því að fá gervifót og satt best að segja var mikið basl að komast af stað, ég fékk bólgur og sýkingu sem gerði það að verkum að ég var lengi á sýklalyfjum. En ég komst yfir þessi vandamál og gat farið að einbeita mér að æfingum, en var samt ekki orðinn algóður fyrr en nýlega og nú verður bara gaman að æfa og keppa í framtíðinni. Þegar ég var viss um að ég vildi byrja að æfa frjálsar og keppa fór ég og talaði við starfsfólk hjá Íþróttasambandi Fatlaðra, sem bentu á ákveðinn mann sem ég ræddi við, en ekkert varð úr því samstarfi til langframa og því var lítið um að vera hjá mér þar til haldinn var íþróttadagur Össurar í frjálsíþróttasal í Laugardalnum. Þar hitti ég Kára Jónsson, þjálfara, sem er þjálfari minn í dag. Hann hálfpartinn stökk á mig, sá að greinilega var hægt að gera eitthvað með mig og höfum við unnið saman síðan, svo segja má að tilviljun hafi ráðið því að ég hélt áfram í frjálsum íþróttum. Ég fór nánast strax að taka þátt í mótum og var fyrsta mót mitt á Selfossi, en fyrsta stórmótið sem ég tók þátt í var Evrópumeistarmót og náði ég að vera í öðru sæti í spjótastinu og var það í fyrsta sinn sem ég keppti í spjótkasti. Ég var í fyrsta sæti fyrir síðasta kast en þá kastaði minn helsti keppinautur í þessari grein lengra en og ég var ég ekki sáttur og verð ekki í rónni fyrr en ég er búinn að vinna hann.“ Ætlaði upphaflega aðeins að hlaupa Upprunalega ætlaði Helgi aðeins að hlaupa spretthlaup en fór fljótt einnig í aðrar greinar. „Mér fannst ekki nóg að hlaupa eingöngu svo ég fór yfir í langstökkið og náði þar fljótlega góðum árangri. Það að ég skyldi fara að æfa spjótkast var algjör tilviljun. Ég var að hita upp fyrir 100 metra hlaup, spjót lá á vellinum og án þess að hugsa neitt um það sérstaklega þá tók ég það upp og kastaði því eitthvað út í loftið og kastið tókst vel og ég kastaði meira og náði strax á fyrstu æfingu að ná lágmarki fyrir Ólympíumót fatlaðra þannig að þarna var komin frjálsíþróttagrein sem greinilega hentaði mér vel. Sjálfsagt hefur haft eitthvað að segja að ég hafði verið í handbolta í mörg ár áður en ég veiktist og þaðan kemur sjálfsagt grunnurinn að kastgetunni, alltaf að kasta bolta. Þannig að nú er ég kominn með þrjár greinar og aldrei að vita nema ég bæti við einhverri grein sem ég á eftir að prufa. Hvað varðar greinarnar sem ég keppi í núna, þá er það einna helst að ég sjái mig ekki keppa mikið lengur í 100 metrunum, er kominn á þann aldur að spretthlaup henta kannski ekki nógu vel og á Ólympíumóti fatlaðra voru þetta allt ungir strákar sem voru bestir í 100 metrunum, en ég æfi 100 metrana til að geta haldið uppi hraða í atrennu í langstökkinu og er aldrei að vita nema ég bæti mig einnig í hlaupinu og haldi áfram ef árangurinn segir svo. En eins og staðan er núna þá er spjótkastið og langstökkið aðalgreinaranar hjá mér.“ Fánaberinn labbaði of hratt Eins og komið hefur fram þá á Helgi mjög stuttan feril að baki í frjálsum íþróttum og hann segist margt eiga eftir ólært. „Segja má að ég sé enn að koma mér betur inn í tæknihliðina hvað varðar greinarnar sem ég æfi og með betri tækniúrvinnslu á ég að geta bætt mig. Þegar ég hljóp mitt fyrsta 100 metra hlaup þá var tíminn um sextán sekúndur, en nú er ég kominn niður í 14 sekúndur og fyrsta langstökkið mitt var rúmir fjórir metra en nú er ég að stefna á sex metrana. Spjótkastið hefur verið sterkt hjá mér frá byrjun, en ég stefni einnig á að bæta mig í þeirri grein.“ Það kom fram í fréttum eftir langstökkkeppnina á Ólympíumótinu að Helgi var vægast sagt mjög óhress með árangur sinn. “Ég vill eiginlega sem minnst um það tala, en þetta var fyrsta keppnisgreinin Keppendur Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í London, Jón Margeir Sverrisson Matthildur Ylfa Þorsteindóttir, Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Helgi Sveinsson.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.