Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 6

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 6
6 hreyfihamlaðir leita helst til og miðlum upplýsingum til landssambandsins sem kannski eru meira hagsmunatengdar.“ Veiktist í æsku Guðbjörg er búin að vera hreyfihömluð frá því hún var barn að aldri. „Ég fékk snemma barnagigt og er nú komin með fjórar tegundir af gigt sem getur alltaf skeð þegar einstaklingur hefur haft gigtarsjúkdóma í marga áratugi, en ég hef það gott, er núorðið sjaldan með liðbólgur eða aðra alvarlega fylgikvilla, er reyndar með mikinn augn- og munnþurrk sem er fylgifiskur gigtarinnar og er með skemmdir í næstum öllum liðamótum. Ég veiktist fyrst þegar ég var 4-5 ára út frá eitrun í hálskirtlum og þá kom upp gigtin í mér. Gigtin fór svo þegar kirtlarnir voru teknir tveimur árum síðar. Svo veikist ég aftur þegar ég var 11 ára en þá bjó ég með fjölskyldu minni í Lúxemborg þar sem faðir minn vann hjá Loftleiðum. Ég veiktist mjög alvarlega og var tvisvar með stuttu mil l ibi l i flutt á spítala. Læknar í Luxemburg náðu ekki tökum á sjúkdómnum og í seinna skiptið var flogið með mig fárveika á Landspítalann, ég man varla eftir mér í heilan mánuð. Upp úr þessum veikindum skemmast í mér flest liðamót sem hindrar eðlilegar hreyfingar hjá mér. Með árunum hef ég lært að nota vel þær hreyfingar sem ég hef og einn sjúkraþjálfari sagði við mig að ég nýtti vel allar hreyfingar sem ég hefði yfir að ráða, en ég er mjög viðkvæm fyrir öllum bólgum og ef ég bólgna í olnboga getur komið fyrir að ég næ ekki með gafflinum upp í munninn á mér. Um sama leyti og ég verð mjög slæm af barnagigtinni flytur fjölskyldan heim frá Lúxemborg. Þegar heim er komið þá þurfti ég að vera í mikilli sjúkraþjálfun. Fimmtán ára samþykki ég að fara á Reykjalund en hafði neitað einu sinni áður. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn þegar eðlilegt þótti að fatlað fólk færi á stofnanir. Heima hafði ég bara verið sjúklingur, mætti illa í skóla á tímabili, en gekk samt vel í náminu. Í dag finnst mér rangt að senda 15 ára ungling varnarlausan á stofnun. Ég get samt ekki kvartað yfir neinu eftir á og á Reykjalundi fór ég í landspróf, fékk starfsþjálfun, kynntist starfinu í Sjálfsbjörg og fór að iðka íþróttir. Það má segja að þegar ég kynnist starfinu í Sjálfsbjörg þá var viss byrði tekin af herðum mér og mér fannst ég ekki vera jafnmikill sjúklingur og áður og upplifði umhverfið allt öðruvísi, komst út úr skelinni eins og sagt er, en ég verð að taka það fram að ég var meira fötluð á þessum árum. Ég fékk nýja mjaðmaliði þegar ég var 25 ára og það breytti miklu fyrir mig.“ Tölvukunnáttan kom að góðum notum Guðbjörg er fjölskyldumanneskja, gift Dirk Lubker, rekstrarhagfræðingi og eiga þau einn son, Markús Svavar, sem er 16 ára. „Ég kynntist eiginmanni mínum þegar ég fór til Þýskalands að námi loknu í Háskóla Íslands þar sem ég lauk prófi í kennsluréttindum og í þýsku. Ég fór í framhaldsnám í Bielefeld og kynntist Dirk í tengslum við háskólanámið þar. Meðfram náminu vann ég um tíma sem aðstoðarmanneskja prófessors og ég er dálítið hreykinn yfir því að hafa verið fyrsti útlendingurinn sem var ráðinn til að prófarkalesa þýskan texta fyrir prófessorinn. En það sem fleytti mér vel áfram á vinnumarkaðinum meðfram náminu var að ég kunni á tölvur. Þetta var árið 1991 þegar tölvuvæðingin var ekki komin langt á veg. Ég hafði unnið í fimm ár í fyrirtæki sem hét Gísli J. Johnsen og var þar verslunarstjóri, en fyrirtækið er fyrirrennari Nýherja og seldi m.a. IBM tölvur. Þegar ég kom til Þýskalands kom í ljós að ég var langt á undan mörgum þar í landi hvað varðar tölvukunnáttu og það fréttist innan skólans og var ég strax ráðin við uppsetningu og umbrot á tveimur bókum í PC tölvu. Við tölvuvinnsluna vann ég síðan með náminu ásamt prófarkalestrinum. Við bjuggum síðan í fjögur ár í Noregi og Svíþjóð en þegar við fluttum svo heim 2002 varð Dirk strax mjög hrifinn af landinu og tók meistaragráðu í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands og fannst það stórkostlegt að geta tekið meistargráðu í sínu fagi í svona litlu þjóðfélagi og það sem meira var, hann var ekki nema korter að keyra í skólann úr Hafnarfirði, þar sem við eigum okkar heimili. Ég hef búið samtals í nær tuttugu ár erlendis en í dag get ég ekki hugsað mér að búa neins staðar annars staðar en á Íslandi. Ég er búinn að reyna

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.