Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 8

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 8
8 Götuhernaðurinn 2012 Gaurarnir hjá oryrki.is teknir tali Að tilefni opnunar Þekkingar- miðstöðvar Sjálfsbjargar voru strákarnir hjá oryrki.is fengnir til að gera kynninga- og auglýsingamyndbönd fyrir miðstöðina ásamt því að gera ýmis kennslumyndbönd fyrir hjálpartæki og beitingu þeirra. Fyrir þá sem þekkja ekki til strákanna halda þeir uppi vefsíðunni www.oryrki. is þar sem þeir setja inn stutt myndbrot (sketcha), myndir, tónlist og aðra geysigóða afþreyingu. Aðal þema verkefnisins er að gera grín að samfélaginu og þeim sjálfum, oft er farið í mjög svartan húmor en þeir segja að það sé eina leiðin til að fanga athygli fólks og einnig segja þeir að ekkert sé eins skemmtilegt og að sjokkera eins og að stuða fólk. Ég spurði strákana aðeins út í starfsemi þeirra í sumar. Happdrætti Sjálfsbjargar Við vorum beðnir um að gera auglýsingu fyrir happdrætti Sjálfs- bjargar sem var núna í júní. Við vildum vera aðeins öðruvísi í þetta skiptið og fengum hann Magnús Elvar Jónsson sem er nemandi í Listaháskóla Íslands til að aðstoða okkur en hann er þaulreyndur 2012 - Á toppnum 2012 - Úr Reykjavíkurmaraþon „sketchinum“ P-merki á Esjunni, gert með þyrlunni úr þyrlufluginu 2012 - Þyrluferð upp á Esjuna ljósmyndari. Hugmyndin var að gera stop-motion myndband sem er svona best útskýrt sem myndband gert með ótal ljósmyndum. Við prentuðum út ótal happdrættismiða og límdum á heilan vegg á skrifstofunni okkar ásamt því að vefja hann Egil Kaktus í happdrættismiða líka, svo rifum við alltaf meira og meira af honum þangað til allt var farið af honum og af veggnum svo fór hann og hjálpaði Andra í skó. Þessar myndir tókum við svo og settum þetta saman í myndband. Hugmyndin bakvið þetta er semsagt að Sjálfsbjörg er búið að vinna mjög mikilvægt starf í þágu hreyfihamlaðra og við vorum semsagt að benda á NPA (Notendastýrð Persónuleg Aðstoð) í þessu myndbandi. Reykjavíkur- maraþon 2012 Andri ákvað að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu aftur eins og í fyrra og var safnað núna fyrir Þekkingarmiðstöð Sjálfs- bjargar. Strákarnir allir gerðu svo auglýsingamyndband fyrir hlaupið til að kynna Andra og var gerður mjög jákvæður sketch þar sem því neikvæða í samfélaginu í garð hreyfihamlaðra var breytt í eitthvað jákvætt og var það sýnt mjög myndrænt í þessu myndbandi. Var svo fjallað um myndbandið í öllum helstu netfréttamiðlunum á landinu og vakti það mikla kátínu. Hlaupið gekk svo mjög vel og var Andri nokkrum mínútum frá því að bæta sig frá árinu áður. Allt annað Við gerðum margt annað í sumar eins og kennslumyndbönd fyrir ýmis hjálpartæki sem koma á vef Þekkingarmiðstöðvarinnar á næstunni, þyrluferð upp á Esjuna sem var tekið upp og svo auðvitað margir aðrir grínsketchar sem verða á heimasíðunni okkar. Við viljum annars bara þakka öllum fyrir frábært sumar og vonandi finnst ykkur þetta jafnt skemmtilegt og okkur fannst að gera þetta efni. Endilega kíkið svo á vefinn okkar, þar sjáiði alla sketchana okkar og komist inn á Facebook síðuna okkar og margt fleira.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.