Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Síða 12

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Síða 12
12 Hjólastólahandbolti Friðrik Þ. Ólason, formaður hjólastólahandknattleiksráðs, handknattleiksdeildar HK Þann 21. október 2010 gerðist sá merki atburður að hjólastólahandboltaráð HK var stofnað innan handknattleiksdeildar HK. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir mikilvægi þessa atburðar en til útskýringar má benda á að hingað til hafa fatlaðir starfað að mestu undir merkjum íþróttafélags fatlaðra eða þá fengið fyrir náð og miskunn aðstöðu fyrir áhugamál sín undir verndarvæng einhverra félaga. Stofnun sérstaks hjólastólahand- knattleiksráðs gerir það að verkum að þeir sem í hjólastól sitja en hafa jafnframt áhuga á iðka sína íþrótt hafa nú sömu stöðu innan HK og aðrir sem íþróttir stunda undir merkjum HK. Þetta er því stórt skref í samþættingu þeirri og valdeflingu sem lengi hefur verið unnin að í skólum landsins og því sannanlega kominn tími á slíkt í íþrótta- hreyfing- unni. Æfingar Æfingar eru tvisvar í viku í íþróttahúsinu Kórnum, Kópavogi. Annars vegar á föstudögum frá 18-20 og síðan á laugardögum, frá 12.30 - 14/14.30. Virkir iðkendur eru í dag á bilinu tíu til fimmtán manns, þar af ein stúlka. HK er sem stendur eina íþróttafélag landsins sem býður uppá íþróttina, til gamans má geta þess að HK er eina félag landsins sem var stofnað sérstaklega í kringum handknattleikinn, eins og nafn þess ber merki um, Handknattleiksfélag Kópavogs. Keppnisleikir í hjólastóla- handknatt- leik eru jafn langir og í hefðbundnum leik og reglurnar að mestu leyti þær sömu og ef um hefðbundinn leik væri að ræða, en að vísu er ekki spilað með sérstakan línumann og af öryggisástæðum eru dómararnir utan vallar. Einnig er í boði að stilla upp blönduðu liði beggja kynja. Þátttaka í mótum Stefnt er að reglulegri þátttöku í mótum og ýmsum uppákomum til þess að styrkja stoðir deildarinnar. Stólarnir sem má nota í keppnisleikjum eru útskeifir stólar með öryggisgrind, sömu gerðar og þeir sem notaðir eru í hjólastólakörfubolta. Þeir eru ansi dýrir og er það verðugt verkefni að koma upp „lager“ með þeim. Sérstakar stangir eru einnig settar á mörkin til þess að minnka þau. Að sjálfsögðu er svo unnið að frekari útbreiðslu íþróttarinnar hér. Harðsvírað lið HK stóla. 12

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.