Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 25

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 25
25 mín og ég var að stökkva í upphitun um 5.80 metra án þess að setja fullan kraft í stökkið. Svo þegar keppnin byrjar og ég er annar í stökkröðinni þá er ég úti á velli að hugsa um hvernig ég ætla að haga stökkinnu þegar sá sem var fyrstur í stökkröðinni er búinn og tíminn hjá mér byrjaður, en þú færð vissa tímalengd til undirbúnings áður en þú stekkur, og satt best að segja var ég ekki tilbúinn, var stressaður og geri allt kolvitlaust og er tæpum einum og hálfum metra frá plankanum þegar ég kem að honum þannig að stökkið varð ekki nema 4.25. Ég fraus og náði ekki að laga þessa slæmu byrjun. Þetta voru gríðarleg vonbrigði, en ég veit hver ástæðan er og þetta gerist ekki aftur því get ég lofað. Að öðru leyti var ógleymanlegt að taka þátt í Ólympíumótinu og ég er ennþá að melta þá reynslu. Ég var búinn að fylgjast með ólympíukeppni frá því ég var smá- strákur og alltaf átt mér þann draum að komast í slíka keppni. Ég var fánaberi við setningarathöfnina sem gerði þátt- töku mína enn eftir- minnilegri og gaman að segja frá því nú að spennan var svo mikil að þegar ég gekk af stað með fánann þá gekk ég allt of hratt, var að hugsa um að halda fánanum rétt og hann sæist almennilega þannig að ég nánast gleymdi mér og stelpan sem labbaði með okkur var alltaf að segja mér að hægja á mér sem ég gerði ekki fyrr en ég var kominn langt á undan hópnum mínum.“ Loks kominn með þá útrás sem ég þarf á að halda Helgi er nýbyrjaður að æfa aftur eftir að hafa tekið sé mánaðarpásu eftir Ólympíumótið. „Ég æfi núna þrisvar í viku og nú er eingöngu æft innanhúss en æfingarnar eiga eftir að aukast eftir því sem líður á veturinn og verða sex sinnum í viku þegar keppnistímabilið hefst. Á næsta ári er Heimsmeistarmótið sem ég ætla mér að taka þátt í og þar á eftir eða árið 2014 er Evrópumeistarmót og svo eru það Ólympíuleikarnir aftur og það er enginn spurning, ég ætla mér á pall í Brasilíu.“ Eins og komið hefur fram starfar Helgi hjá Össur, sem er leiðandi fyrirtæki í stoðtækjaframleiðslu í heiminum. „Ég starfa í þróunar- deildinni og mín vinna er fyrst og fremst að prófa þá hluti sem verið er að búa til, gefa upplýsingar um hvort hlutirnir séu í lagi og hvað má betur gera og ferðast ég mikið um allan heim til að sýna vöruna. Svo þegar koma hópar í heimsókn þá er ég að segja frá minni reynslu og sýna hvernig hlutirnir virka og hjálpa öðrum að læra að nota þá. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf og besta starf sem ég hef nokkurn tímann haft. Andrúmsloftið á vinnustaðnum er einstaklega gott og svo stendur fyrirtækið algjör- lega við bakið á mér þegar kemur að íþróttunum.“ Í þ ró t t i r na r hafa gefið Helga mikið og segir hann að íþróttirnar hafi nánast gefið honum nýtt líf. „Nú er ég loksins kominn með þá útrás sem ég þarf á að halda og hafa íþróttirnar haft mikil áhrif á mig bæði andlega og líkamlega. Það að geta sett mér markmið og stefnt að því markmið hefur gert það að verkum að ég er nú orðinn mun skipulagðari í öllu sem ég geri hvort sem það er vinna, íþróttir eða einkalífið. Og hvað varðar annað en íþróttir og góða vinnu þá eru það börnin mín tvö, Helga María sem verður 14 ára í desember og Bjarki Freyr sem verður tveggja ára í sama mánuði sem gera það að verkum að ég er hamingjusamur maður í dag.“ -HK Sjálfsbjörg þakkar stuðninginn

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.