Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 26

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 26
26 Takk fyrir stuðninginn KIRKJUBÆJARKLAUSTUR HVOLSVÖLLUR Búval ehf - Kirkjubæjarklaustur, Iðjuvöllum 3 Icelandair Hótel Klaustur, Klausturvegi 6 Búhamar ehf, Búhamri 88 Frár ehf, Hásteinsvegi 49 J.R. verktakar efh, Skildingavegi 8b Karl Kristmanns, umboðs- og heildverslun, Ofanleitisvegi 15-19 Langa ehf, Eiðisvegi 5 Pétursey ehf, Flötum 31 Skýlið, Friðarhöfn Vélaverkstæðið Þór ehf, Norðursundi 9 Vinnslustöðin hf, Hafnargötu 2 Vöruval ehf, Vesturvegi 18 Örn ehf, Strandvegi 69Bessi hf, Sóleyjargötu 8 Bragginn sf, bílaverkstæði, Flötum 20 Sambandsstjórn Sjálfsbjargar harmaði á fundi sínum 13. október 2012 afstöðu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í bókun á fundi ráðsins 18. september 2012 sem staðfest var í borgarráði á fundi þess 20. september 2012 um ferðaþjónustu fatlaðra. Í bókun borgarráðs segir ma.: Borgarráð leggur áherslu á þau sjálfsögðu mannréttindi fatlaðs fólks og allra að almenningssamgöngur eigi að vera aðgengilegar öllum. Í lögum um málefni fatlaðs fólks kemur fram að sveitarfélög skulu gefa fötluðu fólki kost á ferðaþjónustu. Markmið ferðaþjónustu fatlaðs fólks er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Meðan almenningssamgöngur geta ekki mætt þörfum stórs hóps fatlaðs fólks felst virðing við hópinn í því að viðurkenna að hann þarfnist sértækra úrræða og leita leiða til að mæta þeirri þörf. Mannréttindaráð og borgarráð leggja í bókun sinni „áherslu á þau sjálfsögðu mannréttindi fatlaðs fólks og allra að almenningssamgöngur eigi að vera aðgengilegar öllum.“ Síðan kemur setning í ályktunum beggja ráðanna sem er með öllu óskiljanleg. „Meðan almenningssamgöngur geta ekki mætt þörfum stórs hóps fatlaðs fólks felst virðing við hópinn í því að viðurkenna að hann þarfnist sértækra úrræða og leita leiða til að mæta þeirri þörf.“ Fulltrúar á sambandsstjórnarfundi Sjálfsbjargar telja að ekki felist virðing við hópinn í því að viðurkenna að hann þarfnist sértækra úrræða. Sambandsstjórnarfundurinn leggur þunga áherslu á að Reykjavíkurborg viðurkenni mannréttindi fatlaðs fólks og að almenningssamgöngur eigi að vera aðgengilegar öllum. Tími sértækra úrræða er liðinn. Ekki er hægt að horfa til baka til 20 ára gamalla laga um málefni fatlaðra heldur ber að horfa fram á við til Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málefni ferðaþjónustu fatlaðra hafa verið Sjálfsbjörg hugleikin mjög lengi. Samtökin áttu aðild að stofnun ferðaþjónustunnar hér í Reykjavík árið 1977 og hófu samstarf við Reykjavíkurborg á árinu 1979 um rekstur ferðaþjónustunnar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og háttar nú þannig til og hefur gert lengi að starfsemi ferðaþjónustunnar hér í Reykjavík er hluti af starfsemi Strætó bs. byggðasamlags er sinnir almenningssamgöngum í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir þá staðreynd sinnir Strætó bs. einungis ferðaþjónustu fatlaðra fyrir Reykjavíkurborg. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa kosið að semja við einkaaðila um að sinna ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélögunum með misjöfnum árangri. Nú eru uppi hugmyndir um að bjóða umrædda þjónustu út í Reykjavík. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra leggst eindregið gegn þeim hugmyndum og færir fyrir því eftir- farandi meginrök. Ferðaþjónusta fatlaðra á að vera hluti af almenningssamgöngum og er því best fyrirkomið hjá Strætó bs. Nær væri að snúa af braut útboða í nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkur og koma ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu að öllu leyti fyrir hjá Strætó bs. Á heimasíðu Strætó bs. kemur ma. eftirfarandi fram: Meginhlutverk byggðasamlagsins er að veita almenna þjónustu á sviði almenningssamgangna. Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna (strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara. Ef ferðaþjónusta fatlaðra yrði flutt burt frá Strætó bs. eru engar líkur til þess að þetta stærsta almenningssamgangn aþjónustufyrirtæki landsins sæi sérstaka þörf á því að þróa almenna þjónustu á sviði almenningssamgangna í þágu allra þegna samfélagsins. Ef Reykjavíkurborg býður út þjónustuna til einkaaðila væri borgin að stíga skref til baka að mati Sjálfsbjargar. Skorar því Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra á borgarráð að staldra nú við og setja samning Sþ. um réttindi fatlaðs fólks á þann stall sem hann er á alltént á tyllidögum hjá velferðarráði borgarinnar. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var hafður að leiðarljósi við gerð framtíðarsýnar borgarinnar. Í því felst viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, réttur til aðstoðar við að lifa innhaldsríku lífi og viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttindum allra. Ef við leyfum okkur að yfirfæra fyrirhuguð áform framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem studd hafa verið af velferðarráði borgarinnar um útboð ferðaþjónustunnar á aðgengi að byggingum má álykta að vegna þess að einhver bygging borgarinnar er ekki fyllilega aðgengileg þá yrði brugðið á það ráð að byggja aðra sem sérstaklega væri ætluð fötluðum og engum nema fötluðum. Tryggjum mannréttindi fatlaðs fólks og viðurkennum að almenningssamgöngur eigi að vera aðgengilegar öllum Frá sambandsstjórn Sjálfsbjargar

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.