Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 21

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 21
21 Aðgengi að upplýsingum 36. þing Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar Í upphafi þings laugardaginn 9. júní 2012 var fjallað um Þekkingarmiðstöð Sjálfs- bjargar og voru þingfulltrúar almennt sammála um að Þekkingarmiðstöðin væri ótrúlegt afrek og að halda þyrfti sögu hennar til haga og dreifa þurfi upplýsingum um heimasíðu, símanúmer og fleira svo að hvert félag geti auglýst miðstöðina heima fyrir. Miklar væntingar eru gerðar Yfirskrift 36. landssambandsþings Sjálfsbjargar sem haldið var í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, dagana 8.-9. júní 2012 var „Aðgengi að upplýsingum“. Kosið var í stjórnir og nefndir á vegum Sjálfsbjargar lsf. og gerðar ályktanir um brýnustu baráttumálin. Setningarathöfn var í matsal hússins föstudaginn 8. júní. Þorkell Sigurlaugsson formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins stjórnaði þingsetningu. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra flutti ávarp. Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar flutti erindið Aðgengi að upplýsingum og Grétar Pétur Geirsson formaður Sjálfsbjargar landssamband fatlaðra setti þingið. Þekkingarmiðstöðin og Samningur SÞ Hópur 3 ályktaði um Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í lok ályktunar um Þekkingarmiðstöðina segir: „Megi starfsmönnum Þekkingar- miðstöðvarinnar í samráði við stjórn Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra, stjórn Sjálfsbjargarheimilisins og vel- ferðarráðuneyti takast að festa Þekkingarmiðstöðina í sessi í þágu fatlaðs fólks og þar með til gagns fyrir samfélagið allt.“ og um samning Sameinuðu þjóðanna segir í lokin: Háborðið. Þorkell Sigurlaugsson formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins stjórnaði þingsetningu, Guðbjartur Hann- esson velferðarráðherra flutti ávarp, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar flutti erindið og Grétar Pétur Geirsson formaður Sjálfsbjargar landssamband fatlaðra setti þingið. til Þekkingarmiðstöðvarinnar en fram kom að til að hún gæti náð árangri þurfa félögin að vera virk og miðla þekkingu sinni til miðstöðvarinnar. Það mun taka vikur eða mánuði að ná fullri virkni og allir þurfa að sýna því skilning. Mikilvægt er að allir hafi aðgang að sömu upplýsingum. Fram kom að Þekkingarmiðstöðin sé gott tækifæri til kynningar á Sjálfsbjörg og hægt væri að nota hana til að ná augum og eyrum þeirra sem stjórna. Kjör fatlaðs fólks Eftir matarhlé var komið að hópstarfi um málefni þingsins. Hópur 1 ályktaði um kjör fatlaðs fólks og segir í upphafi ályktunarinnar: „36. þing Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra krefst þess að stjórnvöld dragi nú þegar til baka þá skerðingu kjara sem fatlað fólk hefur þurft að taka á sig á síðustu árum. Einnig viljum við að komið verði á réttindakerfi í stað ölmusu, að aldurs- tengd örorkuuppbót verði virkjuð á nýjan leik og jafnframt verði hún greidd eftir 67 ára aldur og að kostnaður vegna fötlunar og sjúkdóma verði aðskilinn frá greiðslum almannatrygginga.“ Málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga Hópur 2 ályktaði um flutning málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga og ályktaði um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar kom meðal annars fram að til að flutningurinn gæti gengið eftir þyrfti í fyrsta lagi að liggja fyrir stefnumótun ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum sem þarf að vera tímasett og kostnaðargreind. Í öðru lagi þurfa sveitarfélögin að hafa burði til að sinna verkefninu og í þriðja lagi þurfa að vera til fjármunir og fagleg þekking í samræmi við þær þarfir sem eru til staðar á hverjum tíma. Í ályktun um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir m.a. „36. þing Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra krefst þess að ríkisstjórnin fullgildi Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú þegar og býður fram samstarf til að svo megi verða með tilkomu Þekkingar- miðstöðvar Sjálfsbjargar. Samningurinn var staðfestur 30. mars 2007 en hefur ekki enn verið lögfestur frá Alþingi.“ „36. þing Sjálfsbjargar lsf vekur athygli ríkisstjórnarinnar á skýru orðalagi í texta samningsins. Til að Ísland geti fullgilt samninginn þarf ríkisstjórnin að: Skuldbinda sig til að láta fötluðu fólki í té aðgengilegar upplýsingar.“ Aðgengi fyrir alla Hópur 4 ályktaði um aðgengi fyrir alla og benti á eftirfarandi í Samningi Sameinuðu þjóðanna: „Algild hönnun merkir hönnun framleiðsluvara, um- hverfis, áætlana og þjónustu sem allir geta nýtt sér, að því marki sem aðstæður leyfa, án þess að koma þurfi til sérstök útfærsla eða hönnun. Samning þennan staðfestu íslensk stjórnvöld með undirritun 30. mars 2007. Á árinu 2010 voru sett ný lög hér á landi um mannvirki, nr. 160/2010. Í þeim segir með skýrum hætti að eitt af markmiðum laganna sé að tryggja aðgengi fyrir alla. Það eru semsagt engar málamiðlanir í gangi hér eins og fatlað fólk hefur svo oft þurft að búa við.“ Eftir að þingfulltrúar höfðu látið ljós

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.