Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 3

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 3
3 Öryrkjar, fólk án fullra mannréttinda Þuríður Harpa SigurðardóttirKLIFUR Málgagn Sjálfsbjargar Útgefandi: Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Hátúni 12, 105 Reykjavík Sími: 5500 300 - Fax: 5500 301 mottaka@sjalfsbjorg.is Útgáfunefnd: Aðalbjörg Gunnarsdóttir, Andri Valgeirsson og Þuríður Harpa Sigurðardóttir Ritstjóri: Hilmar Karlsson hkarls@simnet.is Ábyrgðarmaður: Tryggvi Friðjónsson tryggvi@sbh.is Hönnun og umbrot og prentun: Nýprent ehf. - nyprent@nyprent.is Auglýsingar: Markaðsráð ehf. Forsíðumynd og myndir frá hjólastóla- handbolta tók Eyjólfur Garðarsson. Aðrar myndir; ýmsir E F N I S Y F I R L I T 2 Jólahappdrætti Sjálfsbjargar 3 Öryrkjar, fólk án fullra mannréttinda 4 Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar 8 Götuhernaður 9 Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu 10 Sjálfsbjörg á Akureyri 11 Nýr formaður í Bolungarvík 11 Sudoku 12 Hjólastólahandbolti 14 Acces Iceland aðgengismerkjakerfið 15 Aðgengi og upplifun fatlaðs fólks af foreldrahlutverkinu 17 Staðgöngumæðrun 19 Halaleikhópurinn 20 ára 21 Þing Sjálfsbjargar lsf. 22 Pistill; Grétar Pétur Geirsson 23 Helgi Sveinsson, spjótkastari 26 Frá sambandsstjórn Sjálfsbjargar 27 Krossgáta Fyrir ári síðan var ég splunkunýr formaður Sjálfsbjargar félags fatlaðra í Skagafirði. Starfsemi á vegum félagsins hafði legið niðri um hríð. Ég var beðin um að endurvekja það og varð ég við beiðninni þrátt fyrir að þekkja afskaplega lítið til starfa Sjálfsbjargar, yfir höfuð. Mér fannst þetta mikil áskorun og finnst það enn ári síðar, ég hef á þessum tíma sem liðinn er skrapað saman þekkingu í þekkingarskjóðu mína, á málefnum Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og aðildarfélaga. Hver baráttumálin eru? Fyrir hvað stöndum við? Hverju hafa þessi stóru hagsmunasamtök áorkað og svo framvegis. Ég veit nú að Sjálfsbjörg hefur skipt sköpum fyrir marga einstaklinga á liðnum áratugum. Sem betur fer eigum við í dag öflug félög um land allt sem mynda aðhald og þrýsting á sveitarstjórnir, borgarstjórn og ríkisstjórn. Við verðum að vera vakandi og minna þetta ágæta ráðafólk okkar á að öryrkjar eru líka fólk sem þarf að lifa á nákvæmlega sama hátt og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Þegar ég þurfti að takast á við breyttar aðstæður í lífi mínu komu ýmsir hlutir ansi flatt upp á mig. Fyrir rúmum fimm árum var ég gangandi þegn samfélagsins, slys varð til þess að ég lamaðist og í dag fer ég allra minna ferða í hjólastól. Það sem kom mér mest á óvart var lélegt aðgengi og hvað það gerði mig miklu hamlaðri en ég í raun var. Aðgengismál hafa verið og eru aðal baráttumál Sjálfsbjargar og þrátt fyrir áratuga baráttu fyrir bættu aðgengi erum við enn að glíma við að ekkert aðgengi er að; ýmsum opinberum fyrirtækjum, verslunum, skemmtistöðum, ferðamannastöðum, bókasöfnum o.fl. ofl. Í dag er búið að samþykkja nýja byggingarreglugerð. Í henni er ákveðin réttlæting til handa okkur hreyfihömluðu fólki, réttlæting sem snýst um þau sjálfsögðu mannréttindi að allir eigi rétt á að komast hindrunarlaust um í samfélaginu. -Ég skora á sveitarfélög og ráðamenna landsins að taka til hendinni í aðgengismálum og útrýma þröskuldum milli okkar sem erum hreyfihömluð og þeirra sem eru það ekki.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.