Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Page 14

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Page 14
14 Access Iceland aðgengis- merkjakerfið MINNINGARSJÓÐUR Jóhanns Péturs Sveinssonar frá Varmalæk í Skagafirði F. 18. 9. 1959 :: D. 5. 9. 1994 Hvað er að gerast Í ágúst síðastliðnum varð Access Iceland Aðgengismerkjakerfið (AIA) að sjálfstæðu fyrirtæki sem sérhæfir sig í úttekt, skráningu og upplýsingagjöf á aðgengi fyrir fatlað fólk. Það er von okkar að með því sjái fleiri sér leik á borði til að taka þátt og styðja við uppbygginguna. Aðgengi ehf. mun áfram starfa af krafti við ráðgjöf og ýmis verkefni sem tengjast meira fyrirbyggjandi aðgerðum, lögum og reglugerðum. Aðgengi stefnir á að verða fyrsta löggilta skoðunarstofan á sviði aðgengismála samkvæmt nýju Mannvirkjalögunum. Upplýsingar um skráða staði í Access Iceland Aðgengismerkjakerfinu (AIA) má finna með því að slá inn netslóðina www.AccessIceland.is eða www.GottAdgengi.is. Næstu skref hjá AIA eru þau að við erum að vinna með Borgarmynd að hönnun aðgengiskorts sem sýnir staðsetningu skráðra staða á landinu og helstu lykilupplýsingar við fyrsta smell og svo geta notendurnir valið ýtarlegri upplýsingar úr gagnagrunninum sé þess óskað. Hægt er að nálgast upplýsingar um merkin sem AIA notar, kröfur sem farið er eftir, hvernig úttekt fer fram og hvað þarf að gera til þess að fá úttekt, á heimasíðunni. Einnig er velkomið að hafa samband við Hörpu Cilia Ingólfsdóttur í síma 662 2674 og/eða koma á skrifstofuna að Borgartúni 3, 3. hæð. Við tökum vel við ábendingum um staði til skráningar sem og ef eitthvað má betur fara við upplýsingagjöfina því við viljum að vefurinn nýtist sem best fyrir alla. Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar úthlutaði fimm styrkjum þann 18. september síðastliðinn Tilgangur sjóðsins er einkum tvíþættur; a) að styrkja hreyfihamlaða einstaklinga til náms, b) að styrkja einstök málefni með aðgengi fyrir hreyfihamlaða í huga. Í ár var úthlutað fjórum styrkjum til náms, heildarstyrkur til náms var 338.000,- og einum styrk að upphæð kr. 150.0000,- til úrbóta á aðgengi. Sjóðurinn stefnir á að úthluta næst á 20 ára afmæli sjóðsins þann 18. september 2015. Við óskum styrkþegum innilega til hamingju og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Stjórn minningarsjóðs Jóhanns Péturs Sveinssonar Mikael Jóhannesson Pípulagningamaður Sími 897 3234 Gilbert Moestrup Pípulagningamaður Sími 840 0242 Kraftaverk pípulagnir ehf. Netfang: kraftaverkpipul@torg.is Kt.: 510102-2310 Sjálfsbjörg þakkar stuðninginn

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.