Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 23

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2012, Blaðsíða 23
23 Keppti í fyrsta sinn í spjótkasti á Evrópumeistaramóti og varð í öðru sæti Helgi Sveinsson keppti í 100 m hlaupi, langstökki og spjótkasti á Ólympíumóti fatlaðra í London Fánaberi Íslands á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fór í London í byrjun september var frjálsíþróttakappinn Helgi Sveinsson, sem keppti í þremur greinum, 100 m hlaupi, langstökki og spjótkasti. Helgi sem er 33 ára gamall, einstæður faðir tveggja barna, var eins og aðrir keppendur Íslands að taka þátt í Ólympíumótinu í fyrsta sinn. Til þess að komast á Ólympíumótið þarf að ná lágmarksárangri sem aðeins þeir bestu ná. Og að Helgi skyldi ná lágmarkinu í þremur greinum er athyglisvert þar sem hann byrjaði að æfar frjálsar íþróttir fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan, þá 32 ára gamall. Íþróttir og keppni eru í blóðinu á Helga og man hann ekki eftir sér öðru vísi en að æfa og keppa þar til líf hans tók krappa og örlagaríka beygju. „Þegar ég var átján ára var ég á kafi í íþróttum, handbolta, fótbolta, körfubolta og í raun öllum íþróttir sem ég hafði áhuga á, sem voru margrar. Ég hef mikið keppnisskap og var því mikið að taka þátt í keppnum. Þegar ég svo sá sá fram á að íþróttaferill minn gæti blómstrað, þá urðu straumhvörf í lífi mínu, ég veiktist alvarlega, fékk beinkrabba og varð að taka af mér annan fótinn. Eins og nærri má geta þá sló þetta mig út af laginu hvað varðar íþróttirnar, en ekki lengi, ég fór yfir í golfið og þar fann ég mér íþrótt þar sem keppnisskapið kom að góðum notum, fór í 9 í forgjöf og keppti meðal annars á Evrópumeistaramóti fatlaðra í golfi í Danmörku og varð í þriðja sæti. Golfkylfurnar hafa nú verið settar upp í hillu, en ég er viss um að ég á eftir að taka þær aftur niður og þá að sjálfsögðu að keppa aftur í þeirri íþrótt. Ég er þannig gerður að þegar ég er kominn á kaf í einhverja íþrótt þá er allt keppni hjá mér og að tapa fer ekki vel í skapið á mér.“ Vinnan hjá Össurri gerði gæfumuninn Helgi var í pásu frá öðrum íþróttum í ein þrettán ár. „Löngun til að fara að hlaupa bjó alltaf í mér og þegar ég fór að vinna hjá stoðfyrirtækinu Össur fyrir þremur árum þá fór ég að umgangast þá íþróttamenn sem eru á vegum fyrirtækisins, fara um

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.